Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 30
454 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJ AÐRAFOK F' angavörður einn í smábæ lá undir grun um að hann væri helst til eftirlátur við fangana, en fullkomnar sannanir voru ekki fyrir hendi. Svo var það eitt fag- urt sumarkvöld, að borgari einn gekk fram hjá fangelsinu og sá sex eða sjö fanga koma út, snyrti- lega klædda. Fangavörðurinn stóð í dyrunum og horfði á fang- ana halda burt. Borgarinn faldi sig á bak við trje og heyrði fangavörðinn segja við fangana: „Og svo, piltar, þið verðið að vera komnir heim aftur kl. 9.30, eða guð veit, að jeg loka ykkur úti“. Þetta minnir nokkuð á söguna um íslenska fangavörðinn, sem á að hafa sagt um leið og hann slepti út fanga, er hafði lokið við að taka út refsingu sína, en hafði verið óþægur við fangavörðinn: „Farðu út ræfillinn þinn og komdu hjer aldrei framar, þú kemur óorði á húsið“. ★ Leður, sem myndi nægja til að þekja Hyde Park í London, og jafnvel meira, eða samtals 27.- 585.000 ferfet leðurs hefir verið notað til framleiðslu á skófatn- aði handa breska hemum. Sam- tals 7.356.500 pör af skóm voru keypt handa hemum til notkun- ar árið 1941. Sólamir einir vega alls 10.682 smálestir, og málmar, sem notað- ir vom við framleiðsluna, 2.942 ■ smálestir, eða sem svarar til 117 meðal skriðdreka. ★ — Mamma, jeg þarf að fá pen- inga fyrir nýjan kjól. Viltu biðja pabba um þá fyrir mig. — Nei, góða mín. Nú ferð þú bráðum að gifta þig og þess vegna er gott að þú farir að æfa þig í að biðja um peninga sjálf. ★ „Það besta sem þjer getið gert er að hætta að drekka áfengi og reykja tóbak. „Jeg á ekki skilið það besta, læknir góður, hvað er það næst besta?“ Sælgætisbúð ein hafði þessa setningu að einkunnarorðum og ljet prenta á spjald, sem var haft á áberandi stað: „Það besta hjá okkur er ekki of gott“. ★ Frægar setningar. Jerome K. Jerome, höfundur „Þrír menn í báti — svo ekki sje minst á hundinn“, segir á einum stað: „Mjer þykir gaman að vinnu. Hún hrifur mig. Jeg get setið tímum saman og horft á hana“. W. C. Fields lýsir borg, þar sem whisky-birgðir voru þrotnar, með þessum orðum: „Við dróg- um fram lífið dögum saman án þess að fá neitt nema mat og vatn“. David Ainsworth: „Konur eru eins og borgarvirki. Sumar eru unnar með áhlaupi, aðrar gefast ekki upp fyr en eftir margra mánaða umsátur". ★ Maður nokkur í Miami vildi tryggja að hann ætti fyrir jarð- arförinni sinni er hann fjelli frá. Hann ljet setja tvo verðmæta gimsteina í framtennur sínar: „Þar sem enginn kemst að þeim nema jeg sjálfur fyr en jeg er dauður“, eins og hann orðaði það. ★ Maður einn hefir látið svo um mælt um kvenfólk sem málar sig: Maður, sem kyssir stúlku nú á dögum, er merktur maður. Hún skilur einnig mark sitt eftir á sigarettum, glösum, handklæð- um og skeiðum. Hvar sem hún fer skilur hún eftir sig spor not- aðs munns. Það fer mesta sælan af hjá manni, sem kemur heim eftir ástai’æfintýri og sem sjer veröldina í rósrauðu aftanskini, en er hann lítur í spegil og sjer að hann er eins og cirkusfífl í fram- an. Jeg hefi ekkert á móti farða á kvenfólki, en jeg er á móti hon- um á mjer. Þær nota þessi ein- kennilegu efni, sem þær geta ekki haldið á sjálfum sjer og sem karlmenn geta ekki náð af sjer. Sannkölluð rauða hætta. Háskólaprófessor einn var á- kærður fyrir drykkjuskap. Meðal vitna, sem mætti fyrir rannsóknarnefndinni í þessu máli, var írskur þjónn, sem hafði verið lengi í þjónustu prófessors- ins. — Sáuð þjer prófessorinn und- ir áhrifum áfengis? var fyrsta spurningin sem hann var spurð- ur að. — Nei, var svarið. — Svona, svona, sagði sá sem yfirheyrði. Vitið þjer ekki að hann var drukkinn við skólasetn- inguna síðast. — Nei, herra minn, þvert á móti, jeg veit að hann var ekki drukkinn þann dag. — Hvers vegna segið þjer það ? — Þjer kannist við stigaraðirn- ar þrjár á heimili prófessorsins, það eru tvær beygjur á stigan- um? sagði þjónninn. Það er eng- inn maður drukkinn, sem getur rent sjer niður handfangið í þess- um stiga án þess að missa húf- una sína nje háskólasloppinn. ★ Læknir segir frá: „Stálhraust- ur kaupmaður, sem sestur var í helgan stein, ljet mig ekki í friði og var sífelt að koma til að biðja mig að athuga hjartað í sjer. Loks tók mjer að leiðast þófið og dag nokkurn sló jeg á öxlina á honum og sagði: „Þjer þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur út af hjartanu. Það mun endast yður meðan þjer lifið“. Maðurinn kvaddi mig allshugar feginn — og jeg hefi ekki sjeð hann síðan“. ★ Maður nokkur ætlaði að hitta mann í litlu þorpi. „Þekkið þjer heiTa Under- wood?“ spurði hann mann er hann hitti á götu. „Jam“. „Vitið þjer hvar hann á heima?“ „Jam“. „Haldið þjer að hann sje heima núna?“ „Ne-i“. „Jæja, hver get jeg hitt hann?“ „Hjer. Jeg er Underwood".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.