Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 28
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hvernig forsjónin greip í taumana Einkennileg atvik á aftökustöðum FYRIR 4 árum síðan barst eftirfarandi fregn út um heiminn frá New York. „Will Purris frá Lembester í Montana er dáinn. Þetta er að vissu leyti í annað sinn, sem hann deyr, því að fyrir 44 ár- um síðan var hann hengdur fyrir morð, sem hann átti að hafa frarnið". Það var árið 1884 að Purris þessi, er dó tvisvar, var handtek- inn og ákærður fyrir morð. Hann var dæmdur tH lífláts. Tvisvar tókst honum að strjúka úr fang- elsinu, en náðist aftur í bæði skiftin. Er hann var leiddur til aftök- unnar, beið þar múgur og marg- menni til þess að sjá, hvernig líflát hans færi fram. Hann var dæmdur til hengingar. - Hann var leiddur upp á aftöku pallinn. Hengingarólinni var smeygt um háls honum, og fall- hlemminum var skotið undan fót- um hans. En á undursamlegan hátt smokraðist ólin fram af höfði hans og hann fjell óskadd- aður til jarðar. Mannfjöldinn, er horfði á hvað fram fór, gerði nú mikið uppþot og heimtaði að fanginn dauða- dæmdi, sem slapp svo einkenni- lega út úr hegningarólinni, fengi líf. Aftökunni var frestað. Síðan var Purris náðaður. Átján árum seinna meðgekk maður einn á. banasænginni að hann hefði framið morðið, sem Purris var dæmdur fyrir. ★ En þessi saga minnir á aðra svipaða. Árið 1936 andaðist prest- ur einn í Bretlandi, sem sagði frá merkilegustu atburðum, sem fyr- ir hann höfðu komið á þessa leið: Laust fyrir 1890 var hann fang elsisprestur. Tvítugur maður, John Lee að nafni, var ákærður fyrir að hafa myrt húsmóður sína, frú Keyne. Hann var dæmd- ur af líkum. Hafði hann eitt sinn drukkinn haft í hótunum við konuna, í votta viðurvist. Þó að sannanirnar væru hæpnar og dóm ararnir hefði tilhneiging til þess að sýkna manninn, varð það ofan á, að hann var dæmdur, þrátt fyr ir það, að hann játaði aldrei að hann væri nokkum hlut við mál þetta riðinn. Þann 24. febrúar 1886 átti að taka Lee af lífi. Snemma um morguninn kom hinn ungi prest- ur til hans í fangaklefann. Er presturinn kom, lá Lee og stein- svaf. Presturinn vakti hann. Með tárin í aíugunum tilkyn,ti hann hinum dæmda manni, að nú nálg- aðist dauðastundin. En fanginn sagði: Grátið ekki, kæri prestur. Guð hefir ávarpað mig. Hann vill ekki, að jeg láti lífið nú. Lee var leiddur úr klefanum. Dómurinn var lesinn upp fyrir honum. Aðstoðarmenn böðulsins færðu hann í aftökustellingamar. Jafnvel er böðullinn setti heng- ingarólina um háls honum, brosti hinn dauðacíæmdi. Nú bað presturinn hann að meðganga glæpinn. Fanginn svaraði ekki öðru en þessu: Guð veit að jeg er saklaus og hann vill ekki að jeg deyi nú. Nú gaf forstjóri fangelsins böðlinum merki. Böðullinn greip í handfangið á vogarstönginni, sem átti að losa fallhlemminn undan fótum hins dauðadæmda. En undmn áhorfendanna varð mikil. Hvorki stöngin né hlemm- urinn bifaðist. Tveir þjónar komu böðlinum til hjálpar. En alt fór á sömu leið. Nú var Lee leiddur burt af af- tökupallinum. Útbúnaðurinn var reyndur. Allt reyndist í rjettum skorðum. Enn var Lee leiddur á hlemminn. Enn þreif böðullinn í vogarstöngina. Enn stóð allt fast. Enn var Lee leiddur á brott. Presturinn kraup á kné og bað fyrir honum. Lee brosti og sagði: „Ekkert að óttast. Það er satt, sem jeg hefi sagt yður. Guð vill ekki að jeg deyi“. Aftur var Lee leiddur að gálg- anum. En enga svipbreyting var að sjá á honum. Böðullinn ýtti hon um óþyrmilega út á hlemminn. Og nú skyldi útbúnaður gálgans vera í lagi. En alt fór á sömu leið. Þá seig í böðulinn. Hann þreif sleggju og ætlaði að lemja hlemm- inn niður, svo að hinn dauða- dæmdi hlyti að missa fótfestu og snaran renna að hálsi hans. En þá tók presturinn af skarið greip fram fyrir hendur böðuls- ins og sagði: „Nú er nóg komið. Þessi maður hefir hlotið nægilega hegningu. Jeg heimta, nð þjer hættið þessum aðförum. Forstjóri fangelsins hafði horft á. Hann skalf af geðshræringu. Fanginn var leiddur til klefa síns. Forstjórinn fór samdægurs til London. Hann fjekk því til leið- ar komið, að dóminum var breytt í lífstíðarfangelsi. Sakleysi hans sjmnaðist aldrei. En fimtán ár- um seinna var hann látinn laus. — Hann fór til Ástralíu og var þar í mörg ár. Á efri árum sínum kom hann heim til Eng- lands og gifti sig. Hann dó árið 1919. En hvernig stóð á þessari björgun hans. Brátt kom það í ljós. Rigningar höfðu verið ó- venjulega miklar dagana áður en aftakan átti að fara fram. Hlemm urinn hafði þrútnað 1 pallinum. Ei maðurinn stóð á hlemminum. festist hann enn meira í grópinu. K. V. Z. (Lausl. þýtt). Það þótti tíðindum sæta ný- lega, er dráttarbáturinn Herbert Hoover dró Franklin D. Roose- velt út af skeri, sem hann hafði strandað á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.