Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 10
434 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t$elgiscgur frá fyrsfu cllum krisininnar um kinn gcða éiskup i Œflgra Jó L IN voru ekki haldin hátíðleg hjer á jörðu Það liðu í raun og veru margar aldir, þar fyr en langa löngu eftir dauða Jesú Krists. menn fóru að halda fæðingardag Frelsarans hátíðlegan. Mannkynið hefir verið lengi að snúast frá heiðni til kristinnar trúar. Það var aðallega sökum kraftaverka Nikulásar helga, að jólin urðu almenn hátíð. Nikulás helgi er vinsælasti, víðkunnasti og sæl- astur allra dýrðlinga. Hann er vemdarengill skólá- pilta, kirkjuþjóna, ógiftra meyja, sjómanna og allra barna. Stundum, og í nokkrum löndum, hefir hann verið skoðaður sem vemdari kaupmanna, peningalánara og jafnvel sjórséningja og þjófa. Heilagur Nikulás er, ásamt heilagri Maríu og Andrési helga, verndari Rússlands. Hann er vemd- arvættur Noregs, ásamt Ólafi helga og í fjelagi við heilagan Júlíus gætir hánn mikils hluta Ítalíu. Hann er sjerstakur verndarengill Moskvaborgar og Aberdeen, ásamt margra smáborga víðsvegar í Evrópu. Heimsókn Santa Claus (jólasveina hjá okkur) með gjafir á jólunum má rekja til velgjörða Nikul- ásar helga og jafnvel í gömlum munnmælasögum um hann er getið um sokka, sem gjafir voru sett- ar í, en sá siður er enn hafður víða um lönd, að hengja sokka við eldstóna á jólakvöldið til að fá gjafir í þá. Það er auðvelt að rekja upphaf margra jólasiða, sem okkur þykir svo vænt um, til Nikul- ásar helga. Fyrir langa löngu síðan, þegar villimennimir komu að norðan til árása á Rómverja og róm- verska keisaraveldið var að líða undir lok og þeg- ar flestir íbúar Evrópu voru heiðingjar og aðeins fáir voru til að halda uppi merki Krists, þá, á þeim óróatímum, fæddist Nikulás. Hann fæddist í borginni Patara, sem er ekki langt frá hafnar- borginni Myra á ströndum Miðjarðarhafsins, í út- norður frá Sýrlandi og Landinu helga. Faðir hans var ríkur kaupmaður, sem hjet Epiphanes. Hann var trúaður vel og skírði bamið með þessum orðum: ..111 öfl flæða nú yfir heiminn og þess vegna skíri jeg þenna dreng Nikulás, sem þýðir bæði gigur og þjóð. Sameinað þýðir orðið þjóðarsigur, sem er það sama og að segja sigur yfir hinu illa, rem legst á þjóðina. Og þess vegna skíri jeg hann Nikulás og megi góður Guð vernda hann og blessa og veita honum hamingjusamt líf“. Bamfóstran fór upp á efri hæð í húsinu til að segja frá nafni hins nýfædda barns, en hún var varla komin inn í herbergið er hún sneri við, hljóp niður í miðjan stigann og kallaði: „Komið, komið öll og sjáið svo að tunga yðar geti endurtekið það, sem augu ykkar sjá. Komið fljótt!“ Hinn hamingjusami faðir hikaði ekki, heldur hljóp upp stigann og vinir hans, sem komið höfðu til að fagna með honum yfir fæðingunni, fylgdu á eftir honum. Það var verið að lauga hið nýfædda barn í heitu vatni, þarna á efri hœðinni. Augu barnsins voru opin, það brosti og er það sá hinn undrandi mannfjölda stara á sig, settist það upp, opnaði litla munninn sinn, horfði til himins og sagði með þýðri röddu: „Jeg þakka guði fyrir fæð- ingu mína“. (Wullpgngjurnar þrjár * -i • k' . JÓLAGJAFIR eiga upptök sín í sögunni um gullpyngjurnar þrjár. Ekki fjarri steinkastalanum, sem var heimili hins unga Nikulásar, bjó aðalsmaður einn, sem átti þrjár fagrar dætur. Ættin hafði fyr á tímum verið auðug, en vegna hinna óróasömu tíma hafði hún lent í fátækt og basli. Elsta dóttirin var að komast á fullorðins ár og vegna fátæktar sinnar leit svo út, að faðir hennar neyddist til að selja hana í þrældóm. Til þess að geta gift hana heiðarlega hefði hann orðið að gefa henni heimanmund. Það virtist engin önnur leið en að selja stúlkuna. En faðir hennar hikaði, í þeirri von að hamingjan snerist honum í vil, svo að hann þyrfti ekki að skilja við barnið sitt, sem honum þótti svo vænt um. Sveinninn Nikulás frjetti um vandræði nábúa síns, og sú skelfing, að þessi fallega stúlka yrði seld, lagðist svo þungt á hann, að hann fjekk eng- an frið í sálu sinni. Að lokum fann hann upp ráð. Seint um kvöld, þegar dimt var orðið nálgaðist hann hús aðalsmannsins og kastaði inn um glugga á húsi hans klúti, sem var vafinn utan um hand- fylli af gullpeningum. Þegar hann heyrði sjóðinn falla á gólfið flýtti hann sjer í burtu. Um morguninn, er aðalsmaðurinn vaknaði og fann gullið, fjell hann á knje og þakkaði guði. Nokkrum dögum síðar var dóttir hans gift og hann gaf henni gullið í heimanmund. Nú leið að því, að næstelsta dóttirin yrði gjaf- vaxta. Nikulás bjó út nýjan sjóð með gullpening- um, sem var heimingi stærri en sá fyrri, og kast- aði honum leynilega að næturþeli inn um glugg- ann. Aftur þakkaði aðalsmaðurinn guði og honum ljek mjög forvitni á að vita hver aðstoðaði hanh

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.