Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 24
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Framtíð íslenskra tónsmíða byggist á anda þjóðlaganna m 'T’ÓNSKÁLD þurfa að hafa íj *■ nægan tíma, mega ekki dreifa huganum, slíta kröftun- um við annarleg störf“. Þannig komst Páll Isélfsson að orði, er hann heimsótti mig hjer um daginn. Hann var með lögin úr Gullna hliðinu undir hendinni á leið til æfinga í Leik- fjelagið. en vildi sem minst um þau segja. Jeg hefði aldrei lagt út í að semja lögin í „Gullna hliðið“, ef vinir mínir, Davíð Stefánsson og Árni Kristjánsson hefðu ekki lagt að mjer að gera það og vegna þess hversu prýðilega mjer leist á sjálft leikritið. Meðan jeg hefi Dómkirkjuna, jarðarfarir, Tónlistaskólann og útvarpið, verður tíminn harla naumur til að ,,komponera“. Enda hefi jeg lítið samið um dagana. ÓLST UPP VIÐ HOLL ÁHRIF — Hvenær byrjaðir þú eigin- lega að semja lög? — Þá var jeg á 11. árinu. — En hvenær byrjaðir þú að læra að spila? — Þá var jeg á 9. árinu, er jeg fór læra að spila á harmón- íum. Jeg átti því lánj að fagna að alast upp við góða ,,músík“. Faðir minn, Isólfur Pálsson, æfði kóra heima hjá okkur. Og í öllum frístundum sínum spil- aði hann. Einkum spilaði hann oft í rökkrinu á veturna. — Þá tamdi hann lög sín, sem mörg hafa orðið vinsæl með þjóðinni. Jeg man t. d. vel eftir því, er hann samdi lagið ,,1 birkilaut". Jeg hlustaði á hann og tók þátt i öllu saman. En frístundir hans voru hvorki margar nje langar. Hann hafði fyrir þungu heimili að sjá. Og aðstaðan ekki góð á Stokkseyri. En jeg kyntist hjá honum brotum úr mörgum bestu tónverkum heims. Þannig varð jeg fyrir hollari „músík“ áhrifum, en æskan nú á dög- um, sem kemst ekki hjá því, að truflast af djeskotans jazzinum er hamrast inn í hlustir hennar seint og snemma, enda þótt hún eigi nú kost á ágætri tónlist. — Hvaða atvinnu stundaði faðir þinn? — Hann vann allt sem fyrir kom. Hann var mjög fjölhæfur maður. Um tíma var hann for- maður á róðrarbát. En auk venjulegrar vinnu starfaði hann löngum stundum að ýmis konar uppfinningum. — Hann hafði mjög ríkt hugmyndaflug. Mjer hefir oft fundist faðir minn gleggsta og átakanlegasta dæm- ið um fluggáfaðan en fátækan Islending, sem ekki fjekk notið þeirrar mentunar í æsku, sem gáfur hans og þrá stóðu til. Hann kendi líka að spila á harmóníum. — Voru margir á Stokkseyri, sem notuðu sjer kenslu hans? — Já; þó nokkrir. Hann hjelt líka námskeið fyrir kirkjuorg- anista, er komu úr öðrum bygð- arlögum. Jeg man ekki hvenær jeg byrjaði að föndra við hljóðfær- ið. En jeg var sem sagt á 9. ári, er faðir minn byrjaði fyrir alvöru að kenna mjer. „HEYRÐI MÚSIK 1 BRIMINU“ Jeg var heima á Stokkseyri fram yfir fermingaraldur. — Á þessum árum datt mjer ákaf- lega margt í hug, sem geymist enn óhaggað í minni mínu. Úr mörgum þeim gömlu minning- um hefi jeg unnið, hefi jeg not- að þær sem uppistöðu í tónsmíð- ar fram á þenna dag. Eitt af þeim lögum, er þann- ig eru til orðin, úr æskuminn- ingunum frá Stokkseyri er „Brennið þið vitar“. Jeg var ákaflega hrifinn af briminu. Oft sat jeg tímunum saman úti á klettunum og hlustaði á hinn afskaplega brimgný. — Jeg heyrði alltaf „músík“ 1 brim- inu. Gnýrinn, ofsjnn, hama- gangurinn örfaði „fantasí" mína. Enn á jeg forða í huga mín- um frá þeim árum, sem jeg Hann vill taka upp vikivaka og langspil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.