Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 453 Síðusiu DAG nokkurn í nóvember- mánuði 1828 lá Franz Schubert fyrir dauðanum í taugaveiki, á heimili bróður síns í úthverfi Vínarborgar. Ári áður hafði hann verið einn af blys- berunum við jarðarför hins mjkla Beethovens, er hann var jarð- settur í Wáhring, og í veitinga- húsi á leiðinni heim frá jarðar- förinni, var það hann, sem stakk upp á því að drukkin væri „skál þess er næstur færi“. Nú var röð in komin að honum, og þessi ó- hamingjusami, luralegi ungi mað- ur — stuttur, digur og nærsýnn — mundi ekki framar skapa fleiri söngva fyrir heiminn. Frá upphafi heims, hafði eng- inn fæðst með þvílika hljómlist- arhæfileika sem hann. Hann var óþrjótandi lind tóna og það frek- ar, sem leið á hans stutta líf. Tónarnir streymdu frá honum 1 stríðum straumi og svo hratt, að honum var í lófa lagt, að semja kvartett og skrifa hann niður á blað á styttri tíma, en nú fer í að afrita slíkt verk hjá æfðum af~ ritara. Tökum til dæmis Serenade, sem mun ekki missa svip sinn frekar en fallegt sólarlag, eða næturgalasöngur. Meðan logar á lampa menning- ar okkar, mun Serenade Schu- berts verða minst; en það sem merkilegra er, að Franz sjálfur gat gleymt því. Sannleikurinn er sá, að hann gleymdi því. Þetta ó- dauðlega lag var samið til heið- urs ungri stúlku, sem átti afmæli og það hafði verið svo ráð fyrir gert, að tónskáldið sjálft ætti að spila undir þegar það væri sungið fyrir neðan glugga stúlkunnar. Rogast var með slaghörpu yfir garðinn í rökkrinu og söngfólkið kom eins og ráð hafði verið fyrir gert, en Franz gleymdi að koma. Þó hann væri ekki nema 31 árs er hann dó hafði hann afkastað meira en þúsund tónverkum. Þegar dánarbú hans var gert upp var hinn mikli handritabunki virtur á sem svarar 10 krónum. I þessum bunka hljóta að hafa dagar Schuberis verið sum hinna miklu tónverka, sem hann samdi síðustu ár ævi sinnar. Schubert ljet eftir sig mikið af slíkum helgidómum, sem voru þá talin einskisvirði. Manns- aldri síðar kom hinn ungi Arthur Sullivan og vinur hans Grove frá Englandi. Þeir leituðu von- góðir í handritum Schuberts og fundu í hirslu, sem enginn hirti lengur um, hið glataða Rosa- munde. Það var löngu eftir mið- mætti er þeir fundu þenna glat- aða fjársjóð og það var kominn dagur er þeir luku við að afrita það. Vegna þess að þeir voru ung- ir og þótti innilega vænt um Franz Schubert, þá ljetu þeir til- finningar sínar í ljós með því að leika sjer í eltingarleik, þar tiL tími var kominn fyrir kaffihúsin að opna. Það vildi svo grátbroslega til, að það voru afköst Schuberts, sem stuðluðu að fátækt hans. Hann átti til að semja tyflt laga á einum einasta degi og halda í einfeldni sinni, að hann gæti selt þau öll fyrir gott verð hjá sama útgefandanum, sem ekki hafði haft tíma til að prenta þær tvær tylftir, sem Schubert hafði selt honum mánuði áður. Og það síðasta, sem Schubert skrifaði? Nú, það var brjef — brjef til vinar hans Schobers, sem hafði verið herbergisfjelagi hans á fyrri árum í „Bláa Broddgelt- inum“, þar til Schubert varð að flytja vegria þess að hann gat ekki greitt sinn helming af húsa- ieigunni. 11. nóvember 1828. Kæri Schober! Jeg cr veikur. Jeg hefi ekki borðað neitt nje drukkið í ellefu daga og er svo þreyttur og uppgefinn, að jeg get rjett komist fram úr rúminu að stóln- um og aftur í rúmið. Rinna hjúkrar mjer. Ef jeg bragða nokkurn skap- aðan hlut kemur það jafnóðum upp úr mjer1 aftur. Vertu svo góður að hjálpa mjer um eitthvað að lesa í þessu vandræðaástandi. Jeg hefi les- ið „Síðasta Mohikanan“, „Njósnar- ann“, „Hafnsögumanninn" og „Land- nemann" eftir Cooper. Ef þú hefir eitthvað annað eftir hann þá bið jeg þig að skilja það eftir hjá frú Gogner í kaffihúsinu. Bróðir minn, sem er samviskusemin sjálf, mun koma því til mín með skilum. Eða eitthvað annað. Vinur þinn. Schubert. Þegar menn lesa gömul sendi- brjef eins og þetta, sem í sjálfu sjer eru ekki merkileg að efni, þá hafa þau oft það til síns ágætis, að þau færa mann nálægt höfund inum, hversu fjarlægur, sem hann er í tíma og rúmi. Þetta kemur til af því, að brjefin gefa eðlilegar og sannar augnabliks- myndir á lífi brjefritaranna og hugsunum. Þegar menn heyra Franz Srhu- bert segja frá því á banasæng- inni, að hann hafi lesið „Síðasta Móhíkanann“, þá verður bilið styttra á milli hans og nútíðar- innar og eins milli Vínar og þess umhverfis, sem Cooper lýsir í sög um sínum. (Lauslega þýtt eftir grein Alexanders Woolcott). Veiðihundurinn Samuel Derieux segir eftirfar- andi sögu í bók sinni „Per- sónuleiki dýranna“: „Englendingur einn fór á veið- ar og fjekk veiðihund að láni hjá vini sínum, sem var ágætis skytta. Sjálfur var hann Ijeleg skytta og misti altaf marks. Hundurinn horfði á hann og gerð- ist órólegri með hverju nýju skoti, sem misti marks. Að lokum fann veiðihundurinn akurhænu, sem var á bersvæði og horfði á veiðimanninn eins og hann vildi segja :„Jæja, nú er ekki hægt annað en að hitta. í hamingju bænum reyndu nú að hitta í þetta sinn“. Akurhænan flaug; maðurinn misti marks tvisvar. Nú þoldi veiðihundurinn ekki mátið lengur. Hann settist, rak trýnið hátt í loft upp og span- gólaði lengi og ámátlega. Síðan rölti seppi heim án þess svo mikið sem horfa á veiðimanninn“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.