Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 22
446 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skipstapirm frá Æðey 1864 Eftir handriti Ólafs Davíðssonar, en hann fylgdi frásögn Skarðstendinga- sögu Gísla Konráðssonar. Tvö brúðkaupskvæði eru til eftir hann, og svo má heita upp talið, og erfiljóð eftir konu Hannesar Þorsteinssonar rit- stjóra Þjóðólfs. Þau voru altaf miklir vinir. MYNDIR Við fórum síðan að tala um hvaða myndir væru bestar til af Einari. Tók frúin mynd eina ofan af vegg og sýndi mjer, um leið og hún sagði: — Þessi mynd er afskap- lega lík honum, eins og hann var, meðan hann hafði fulla heilsu. Jeg vil helst muna eftir honum svona. En myndin, sem hann hafði mestar mætur á var þessi, sem er prentuð fyrir framan aðra útgáfuna af „Sög- um og kvæðum“. Svona leit hann út, begar hann var stúdent í Höfn. Jeg þekti hann aldrei svona. Frúin fletíir ljóðabókunum, og segir, eins og við sjálfa sig: En hvað lífið getur verið ein- kennilegt. Jeg var að lesa í bók- unum hans í gærkvöldi, og mjer fanst öll þessi kvæði hafa orðið til á svo undarlega skömmum tíma. Og þó voru þau einmitt mörg þeirra hvert fyrir sig, lengi að verða til. En þegar alt kemur saman getur það í huga manns orðið stutt stund, þegar litið er til baka. Nú eru það Hafblik, er frú- in hefir hönd á, og segir: — Mjer þykir vænst um þessa bók. Mjer finst bestu kvæðin hans vera hjer. Finst yður ekki síðasta er- indið í Stefjahreim hefði mátt vera á legsteininum hans: Mitt verk er, þá jeg fell og fer eitt fræ, mitt land, í dupt þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð jeg þjer, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa ‘skal til upphafs síns, sem báran — endurheimt í hafið. Enginn getur sagt, segir frú Valgerður, að þetta sje torskil- ið, alt látlaust, blátt áfram. Og þannig var hann og þannig eru kvæðin hans fyrir þá, sem kæra sig um að kynnast þeim, hlusta á hann. V. St. Uum 1860 bjó Þorsteinn í Æðey á ísafjarðardjúpi son- ur séra Þorsteins Þórðarsonar í Gufudal (f 1840) en faðir Davíðs Schevings læknis í Barðastrand- arsýslu, Pjeturs Thorsteinsson á Bíldudal og Thorsteins útgerðar- manns í Reykjavík. Hann var hinn ötulasti mað- ur, og fékkst ýmist við verzl- un eða formennsku. Veturinn 1864 var hann formaður fyrir há- karlaskipi, er hann átti sjálfur, áttæring, og hafði jafnan átta háseta. Lítið aflaði Þorsteinn framan af vetrinum, og minna, en venja var til. 6 desember var hægt veður um morguninn, og sendi Þor- steinn eptir tveimur hásetum sín- um vestur í ögursveit. Annar þeirra var Ölafur Jóhannesson á Blámýrum en hinn Árni Jónsson að Strandseljum. Ólafur var tví- tugur að aldri, þriggja álna hár og þrekinn að því skapi, enda var hann talinn einhver hinn hraust- asti maður norður þar. ólafur átti marga bræður, og hét sá Guð- mundur, er elztur var. Þegar þeir vöknuðu um morguninn, spurðu þeir systur sína, er út hafði far- ið, hvemig veðrið væri, en hún sagði, að veður væri gott. „Þá mun Þorsteinn vilja fara í legu í dag“, mælti Ólafur, „og vildi eg gefa mikið til þess, að eg væri ekki ráðinn hjá honum, því að mér segir þungt hugur um ferð þessa“. Enn hafði Ólafur orð á því, að hann vildi geta fengið mann til þess að fara í leguna fyr- ir sig. Guðmundur sagði, að Ólaf- ur skyldi koma á haldfæri með sér um daginn, og mundu sendi- menn Þorsteins þá ekki geta leit- að þá uppi, og mundi honum veita hægt að fá annan mann í stað- inn fyrir sig. Ólafi þótti þetta þjóðráð, og bjuggust þeir bræður af stað, og héldu til sjávar, en þegar þar var komið, og þeir ætl- uðu að fara að setja fram bát- inn, sagði Ólafur :„Ómannlegt er það fyrir mig að fara ekki, ef þeir koma eða hafa ekki fengið mann fyrir mig, og ætla eg að ganga út í ögur og fá þar mann- inn, en sjálfur fer eg nauðugur, ef eg fer“. Að svo mæltu skildu þeir bræður, og reri Guðmundur til fiskjar, en Ólafur gekk til ög- urs, og voru sendimenn Þorsteins þá komnir þangað. Ólafur fór nú rneð þeim að Strandséljum til þess að sækja Árna, en þegar hann var að láta nesti neðst í skrínu sína, tók hann peningabuddu úr öðru íláti, lét hana í skrínuna, og mælti: „Þetta skil eg ekki eptir, því að eg mun ekki koma aptur í þennan bæ“. Þetta heyrði ólafur og svo piltur einn í Strandselj- um. Þegar þeir komu til Æðeyjar, voru þar allir önnum kafnir að búa sig út í leguna. Gísli Jónsson, vinnumaður Þorsteins, átti að vera fyrir nýjum sexæringi, er Þorsteinn átti, og smíðaður hafði verið um sumarið, og skyldi hann líka leggja í hákarlalegu, enda voru komnir nógir hásetar til beggja skipanna, en flestir vildu vera með Þorsteini, því að þeir sögðu, að Þorsteinn væri reynd- ur formaður og áttæringurinn væri alreyndur, en nýja skipið væri lítt reynt. Þeir Þorsteinn og Gísli lögðu nú frá Æðey að áliðnum degi, og hafði Þorsteinn átta háseta, eins og vant var. Þeir Ólafur og Árni Jónsson voru báðir á hjá honum. Þeir sigldu hægan byr út með ströndinni, og sigldu svo út Djúp- ið. Gísli var nokkuð á undan, og sigldi hann, þar til hann var kom- inn þangað, er Sund heita, en þau eru mjög langt undan landi. Þar feldi Gísli, og rendi þar stjóra. Skömmu seinna sigldi áttæring- urinn fram hjá bátnum og kall- aði einhver af honum, hvort Gísli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.