Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 443 eyinga, var að flytja norður. Vosbúð mikil og stórviðri á f jöll- unum, og hafði allt, sem fyrir Einar bar, mikil áhrif á hann. — Hann var þá 10 ára gamall. í hvert skifti, sem Einar hafði lokið við eitthvert kvæða sinna, var sem honum ljetti við. Hann las þá kvæðið upphátt fyrir mjer, var glaður og reifur. En ef langt leið á milli þess, sem hann fekkst við Ijóðagerð, var sem hann týndi gleði sinni. Þangað til hann fann nýtt yrk- isefni. Þegar hann vann að kvæði, var hann þar með hug allan. Hávaði og ónæði hafði lítil áhrif á hann. En oft þótti honum það ljettir að hlusta þá á hljóðfæra- slátt. Hann sagði að þá miðaði sjer betur áfram. BRÚÐKAUPSFERÐ — Hvenær kyntust þið Einar Benediktsson? — Kemur það nokkuð málinu við, segir frúin og brosir. Þegar hún sjer að mjer er alvara með spurninguna heldur hún áfram: — Jeg var 17 ára er við trú- lofuðumst. Við giftum okkur á afmælinu mínu, þegar jeg varð átján ára. Hann var þá rjett helmingi eldri. Við fórum brúð- kaupsferð til Þingvalla, vorum þar í tjaldi í mánaðartíma. Við tjölduðum vestan við ána á gamla þingstaðnum gegnt kirkj- unni. Þá orkti hann m. a. kvæði sitt ,,Á Njálsbúð“. AUGASTEINN FÖÐURSINS Þetta var um svipað leyti og Benedikt faðir hans dó. — Benedikt hafði mikið dá- læti á Einari syni sínum. — Já. Einar var augasteinn- inn hans. Það leyndi sjer ekki. En mjer virtist Benedikt ekkert sjerlega gefið um ljóðagerð 1 inars. Hann var allur í póli- tíkinni. Hann hefir víst helst ætlast'til þess, eða vonast eftir að Einar legði eindregið út á sömu braut. Kveðskapnum var í hans augum lítið leggjandi upp úr, skoðaði það meira eins UA, UmrdLrMínit í, ÍúMío Laj t^LýjJZurt^ tjLdJLr* wctrw yfcc V l(Ww þ*- y-/*r 1 Áritunin á Pjetur Gaut. og dægradvöl, en ekkert aðal- atriði lífsins. Einar hafði þá um nokkur ár fengist við ritstjórn blaðsins iJagskrá, en var hættur því og skipaður málafærslumaður við yfirréttinn. Við áttum heima í Glasgow yrstu árin okkar hjer í Reykja- vík. Einar átti það hús þá. Hann efnaðist vel á þeim árum, sem hann rak hjer málafærslu. — Ilafði um hönd miklar fast- eignasölur. — Þá keypti hann jarðir og aðrar fasteignir. Eign- ir hans frá þeim árum urðu hon- um drýgst efnahagsleg stoð síð- ar í lífinu. „HANDRITSBROT Á HILLU LÁ“ Hinn fyrsta vetur okkar í Glasgow vann hann aðalverkið við að þýða Pjetur Gaut Ib- sens. Á Hafnarárum þeirra Hannesar Hafstein og Einars voru þeir báðir miklir aðdáend- ur Ibsens. Þeir ræddu þá um að þýða úr leikritinu. Einar byrj- aði á því. Mig minnir að hann segði mjer, að Hafstein hafi líka byrjað að þýða einhverja parta úr leikritinu. Einar átti kafla af fyrsta þættinum, er hann hafði þýtt á þeim árum. Hann var einu sinni að blaða í gömlum plögg- úm og þá barst þetta brot upp í hendur honum. Jeg segi svona við hann, hvort hann ætli aldrei að ljúka við þýðingu þessa, þýða alt leikritið, úr því hann var byrjaður á þessu. Hann taldi öll tormerki á því. Sagði m. a. að það væri svo erfitt að láta bragarháttinn halda sjer alls- staðar. En það sagði hann nauð- syn. Hann þýddi aldrei, mjer vitanlega kvæði, svo hann hjeldi ekki upprunalegum bragar- hætti. Jeg hafði vitanlega litla hugmynd um hve mikið þrek- virki þýðing slík væri, og hjelt •áfram að halda mínu máli fram. Hann yrði að ljúka við þetta verk. Þegar þýðingin var fullgerð og bókin komin út, skrifaði hann lítið ljóð á mitt eintak. SAFNAÐI YRKISEFNI Á FERÐALÖGUM Fyrstu árin eftir að við gift- um okkur vorum við búsett hjer : Reykjavík og hjelt Einar á- fram málafærslustörfum sínum. — Stundum fórum við í ferða- lög á sumrin. Mesta ferðalagið var til Norð- urlands sumarið 1904. Þá fór- um við um Þingeyjarsýslur. — Kvæðin hans I Slútnesi, Detti- foss, Hljóðaklettar og Skógar- ilmur eru úr þeirri ferð. — Frú Ragnheiður systir hans var með okkur, og fylgdarmaður. Við íengum dýrðlegt veður alla leið- ina. — Orkti hann kvæði þessi meðan þið voruð á ferðalag- inu? — Það er hægt að svara þessu bæði játandi og neitandi. Hann fekk uppistöðuna í kvæðin, hugmyndina, vissi í aðalatrið- um hvernig þau áttu að vera, hripaði í vasabókina sína meira og minna af áhrifum þeim sem hann varð fyrir á hverjum stað. Er heim kom, tók hann svo hvert kvæði fyrir sig, orkti það og fágaði uns það var fullgert. Hann hafði lofað mjer því, að við skyldum koma að Hjeð- inshöfða í þessari ferð. En er til kom, þá eyddi hann því. Þar var þá komið honum ókunnugt fólk og alt breytt frá því, sem var á æskuárum hans. — Hann vildi ekki koma þangað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.