Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 14
438 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS urinn opnaði augu sín og vaknaði. Það var engu líkara en að hann hefði aðeins sofið. Seinni helgisagan, sem hefir tengt nafn Niku- lásar helga við skólapilta, er viðkvæm og hefir orðið nokkrum eldri evrópiskum listmálurum að efni. Einn eða tveir franskir alþýðusöngvar og gamalt normanskt þjóðsögukvæði eru bygð á þess- ari sögu um skólapiltana þrjá. Sagan segir frá þremur skólapiltum, sem gistu í Myra á leið til skóla síns. Gestgjafinn í Myra sá að þeir höfðu meðferðis skólagjald sitt og um nóttina er þeir voru sofandi, fór hann í herbergi þeirra, myrti þá og rændi. Hann dró lík þeirra út í garð og kastaði þeim í saltker, fullviss um að þau myndu aldrei finnast. En Nikulás helgi vissi um þenna ljóta verknað og fór beint í garðinn hjá gistihúsinu. Þarna fyrir framan saltkerin bað hann bænar og bað guð á himnum um að gefa piltunum sálir þeirra aftur, því þeir væru saklausir af öllu illu og líkamir þeirra væru svo ungir. Strax kom líf í skóladrengina, sem stóðu á fæt- ur í saltkerunum og vitnuðu á móti hinum illa gestgjafa. Þessi saga var undirstaða prjedikana Bonaven- tura helga eitt sinn. Hann var uppi á 13. öld. — Fram á seinustu ár var það siður skólapilta í Eng- landi að hrópa nafnið „Nikulás" í leikjum sín- um og kepni. Þegar nafn það var nefnt, var talið að þeir sem þannig ákölluðu heilagan Nikulás, þeg- ar á þurfti að halda, fengju vemd hans gegn því að lúta í lægra haldi. Skipun hins unga biskups í Myra 1 upphafi kristninnar leiddi til venju, sem haldin var í Eng- landi í margar aldir. Drengur var kosinn sem gerfibiskup í hverri einustu kirkju. Venjulega var hann valinn úr drengjakór kirkjunnar og oftast á degi Nikulásar helga, 6. desember. Vald hans stóð þar til á Heilaga sakleysis degi, 28. desember. Ungbiskupinn og fjelagar hans framkvæmdu allar dómkirkjulegar venjur þessa daga, nema hvað þeir sungu ekki messur. Hinrik VIII. lagði þessa skrítnu venju niður. Hún var endurreist af Maríu drotningu 1552 og loks afnumin með öllu af Elísabetu drotningu. I öðrum Evrópulöndum hjelst þessi venja fram til 1799. Sú venja að hengja upp sokka barnanna á jólun- um er einnig sett í samband við nafn Nikulásar helga og á rót sína að rekja til hinna dularfullu miðalda. Svo er sagt í gamalli sögu, að ungar stúlk- ur í ákveðnu klaustri hafi hengt sokka sína á klefahurð abbadísarinnar á jólunum. Hver einstök stúlka skrifaði nafnið sitt á blað og bætti nokkr- um velvöldum orðum við til Nikulásar helga. Blöð- in voru brotin saman og sett í sokkana. Næsta morgun voru sokkarnir fullir af sælgæti. Stúlkurnar í klaustrinu skrifuðu vinstúlkum sín- um og sögðu frá þessari venju. Á hverju ári voru sokkarnir fyltir með sælgæti. Þegar önnur börn, hingað og þangað í Evrópu, heyrðu frá þessu sagt, tóku þau að skrifa Nikulási helga og hengdu upp sokka sína á jólkvöldið. Margir hlutu laun fyrir trú sína á Nikulás helga og á þann hátt skapaðist venjan að hengja upp sokka sína á jólunum. Það var ekki fyr en nokkrum öldum eftir að Nikulás helgi dó, að hann var valinn verndardýr- lingur jólanna. Nafnið Sankta Claus er hrein ame- rísk afbökun á gamla hollenska nafninu San Nicolaas. Nikulás helgi var alt sitt langa líf biskup yfir Myra. Hann varði hinn kristna málstað þegar hann var ekki í miklum hávegum hafður. Hann varð gamall og örvasa í þjónustu Guðs. Hann er talinn hafa látist árið 326. Margar sögur um kraftaverk hans komust á kreik mjög fljótt eftir dauða hans. Árið 430 var hann orðinn svo frægur, að Justinus keisari bygði kirkju honum til heiðurs í Miklagarði. Eftir því, sem árin liðu varð hann og afrek hans frægari. Árið 1087 var marmara kista hans flutt úr dómkirkjunni í Myra til Bari í Italíu. Hinir valdamiklu kaupmenn í Neapel heimtuðu að hinn góði dýrlingur yrði fluttur til hafnarborgar þeirra. Vegna kraftaverka sinna hefir Nikulás helgi orð- ið vemdardýrlingur allra skólapilta, kirkjuþjóna, ógiftra meyja, sjómanna og kaupmanna. Hann er einkum verndari bamanna, því mörg góðverk hans voru gerð fyrir hamingju barnanna. Honum þótti vænt um þau og það er trú margra að það sje hann, sem sjái um að börnin fái jólagjafir. Og þegar börnin hugsa um Nikulás helga, þá eru þau ávalt góð böm. Ekkja Lenins Saga er sögð um það, að einu sinn, er „hrein- gerningar“ stóðu yfir í Rússlandi, og Stalin var að losa sig við gamla samherja, þá hafi Krup- skaju, ekkju Lenins þótt nóg um. Hún hefði því hvað eftir annað sent Stalin orð til að biðja griða fyrir ýmsa af fornum samherjum Lenins, manns hennar. Stalin svaraði ekki orðsendingu Kmpskaju og ljet lengi vel sem vind um eyrun þjóta. Svo var það, er Sinojev-málaferlin stóðu sem hæst, að ekkja Lenins sendi Stalin orð og bað hann að þyrma hinum ákærðu. Stalin var nú orðinn leið- ur á þessu nuddi og sagði við sendimanninn: „Segðu kerlingar helv...að ef hún hætti ekki þessu pexi þá verði fenginn annar kvenmaður til að vera ekkja Lenins!" ★ í bænum Palmer í Bandaríkj"unum var einhend- ur maður, 71 árs að aldri, dæmdur í sekt fyrir að hafa ráðist á 86 ára gamlan mann, sem búinn var að missa annan fótinn. Þeir höfðu verið að deila um kvenfólk, karlarnir. ★ Kona nokkur í Kalifomíu heimtaði skilnað frá manni sínum vegna þes að hann ljek sjer að leik- fangajárnbrautum. Konan fjekk skilnaðinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.