Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 8
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skjaldarmerki Islands, er Guðbrandur biskup hafði i sálmabók sinni 1589. innar og fleiri formálum). Vil íeg taka hjer dæmi úr Morð- brjefabæklingunum. Það er ekki lítið hátíðlegur tónninn í þessu: „Hjer hlýt jeg fyrst að klaga og kæra fyrir þeim lif- anda Guði, dómara alls holds, um þá stóru, ómannlegu heift, og hversu það enginn guðsótti nje hræðsla, engin frómheit, tukt nje æra hefir verið í þess- um brjefadikturum, upp að Ijúga og dikta og skrifa slík óbótamál á dauðan mann eða saklausan óvitanda. ó, herra Guð í himninum, þú rjettláti dómari, þú lít hjer á og dæm sök þinna vesalinga, sem ei geta annað en klagað fyrir þjer slík fordæðusamleg rangindi og í frá kristninnar upphafi aldrei heyrðar lygar, að maður skuli játa upp á sig óneyddur, ó- þvingaður, nokkurri skaðsam- legri sök, auk heldur slíkum óbótamálum, sem gildur hans líf, heiður og góss og æru o. s. frv.“. Hjer set jeg dæmi um rök- leiðslu: „Þetta herlega brjef er fyrir tvær augljósar greinir falskt og ærulaust. Fyrst sjest berlega hversu að gamalt brjef hefir verið upp skafið, alt svo nær sem mannanöfnin; þau standa með gömlu bleki, hálf önnur lína. Síðan eru þar við skrifað- ar þessar lygar með nýju og vondu bleki (og illri skrift, þvi líkast sem J Ósonar (Jóns ól- afssonar), en innsiglin eru gömul og ósködduð af þvi forna brjefi, sem þeir hafa upp skafið. Þetta hefir margur ær- legur maður sjeð og sannað. — Hver það misgrunar, komi sá og skoði. Sú önnur grein, hvar fyrir þetta brjef er falskt, hún er þessi, að Anno MDXXI (ár 1521) þá var ábóti Jón á Þingeyrum dauður fyrir fimm árum eður sex, sem bívísast. Eftir ábóta Jón var ábóti Eiríkur Sumar- liðason; hann var þá og dauður. Og hinn þriðji ábóti var þá kominn til Þingeyra, sem hjet ábóti Helgi. Sömuleiðis var þá andaður bæði biskup Gottskálk (og) svo Jón Sigmundsson, svo sem gömul brjef og innsigli bera vott um; því er þetta logið og ómögulegt á allar síður. — Fyrst Jóni að afleysast, þó sig liefði játað, svo þeim, sem af- leysa átti, hinum og líka, sem aflausnina skipaði, af því að þeir voru allir andaðir, hver einn ög einn. Þessi skoran hef- ír nú svikið smiðina; þeir hafa haldið (og halda enn nú kann- ske) að biskup Gottskálk hafi lifað þá Michaelsmessu, þá datum var MDXXI, og þar fyrir hafa þeir svo smíðað stað og dag á Skarði í Langadal, þar Kristín dóttir biskups var bú- andi, svo meinandi, að biskup hafi þá verið að gistingu hjá dóttur sinni et cetera. Svo hefir skálkurinn ekki kunnað að skrifa rjett sancti Michaelis, heldur sancte Michaels. Eins er háttað því þriðja brjefi . . . Á því sjest ljóslega nýtt skrif og nýtt blek. Þar næst er það velkt með óklár- indum og óhreint gert, svo það skuli heldur sýnast gamalt. — Svo er þar ekki fyrir biskups Gottskálks innsigli, heldur ein- hver önnur plata, afgömul og ólesandi. . . . Svo líka finnast ekki nokkurs staðar á Hólum í öllum brjefum, dómum, gern- ingum biskups Gottskálks, að hann hafi skrifað nokkurn tíma: Vj Goskall, heldur alla tíma svo: Vier Gotskalk. En hjer í þessu falsbrjefi stendur stund- um Vj stundum vier, stundum mier, stundum oss, hvar af má marka falskleika þessa brjefs, sem öðru fleira. . . . ó, Sathan! hjer hefir þú fundið þína lagsmenn og læri- sveina, að lygum þjer ei ólíka“. Svona er haldið áfram tugi blaðsíðna. Hann veitist að þeim dóms- mönnum, sem ekki hafa viljað dæma brjef þessi falsbrjef: „Og ef ske mætti einhver væri þeil'ra máli svo fylgjandi, að þó hann sjái fals i þessum jarða- brjefum, þá segist hann þó þau ekki ónýt dæma vilja, heldur bífala þeim alla ábyrgð þar af, sem þau hafa gert et cetera. — Þetta eru góð dæmi, því svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.