Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 í fátæktinni. Margar nætur vakti hann í þeirri von að sjá hinn ókunna velgerðarmann sinn. En Niku- lás fór ekki út fyrir dyr steinkastalans. Eftir að næstelsta dóttirin var gift kastaði Niku- lás enn einni gullpyngju inn um gluggann og var meira í þeirri pyngju en í hinum fyrri. Hávaðinn, sem varð er þessi þungi sjóður fjell á gólfið, vakti aðalsmanninn og hann hljóp út á strætið til að sjá andlit velgjörðarmanns síns. Sveinninn Nikulás flýði og aðalsmaðurinn hljóp á eftir honum og hrópaði: „Herra minn. Flýið ekki, nemið heldur staðar svo að jeg megi bera kensl á yður“. Að lokum komst Nikulás til kastalans, en hann tafðist við að opna dyrnar. Aðalsmaðurinn náði honum þá, og er hann sá hver það var, vildi hann krjúpa og kyssa fætur velgjörðamanns síns. En Nikulsás vildi ekki leyfa honum það; í stað þess tók hann af honum loforð og lét hann sverja að hinar þrjár gullpyngjur skyldu vera leyndarmál þeirra í milli og að þetta leyndarmál skyldi ekki opinbert gert á meðan þeir lffðu báðir. Gjafirnar til þriggja dætra hins fátæka aðals- manns voru fyrstu góðverk Nikulásar. Jólagjafir eiga rót sína að rekja til þessara gjafa. Nikulás var með þeim fyrstu í upphafi hins kristna heims til að breiða út hamingju. Frá barnæsku lét Nikul- ás stjórnast af rjettlætiskend. Og í öllum gjörðura hans í framtíðinni virtist hamingjan og rjettlætið taka höndum saman. Kraftaverk Nikulásar skeðu fyrst eftir að hann varð biskup yfir Myra. Mörg af kraftaverkum hans skeðu á sjó og oft vakti hann böm upp frá dauðum. Ást hans til barnanna leiddi til þess, að hann var síðar gerður að verndarengli þeirra. Sííikulás verður Siskup i Mltjra SAGAN um það, hvernig Nikulás varð biskup yfir Myra, á unga aldri, er í sjálfu sjer hin^ einkennilegasta og í þessari sögu er nafn hans fyrst^j tengt dulrænum fyrirbrigðum. I liinni gömlu helgisögn er skýrt frá því, að skömmu eftir lát gamla biskupsins í Myra hafi f jöldi kirkjulegra yfirvalda og preláta safnast sam- an í dómkirkjunni í Myra til að syngja síðustu messu yfir hinum látna biskupi og til að kjósa eftirmann hans. Sumir komu til Myra í austur- lenskum klæðum, en aðrir komu norðan að. Sumir ferðuðust á múldýrum yfir fjöllin, en aðrir komu yfir sjó. 1 margar vikur voru menn að koma. Dómkirkj- an í Myra var full af litauðugum skrautklæðum, því að þar voru biskupar frá öllum kristnum löndum. Gamall gráskeggjaður erkibiskup var fyr- ir þeim og ákvað kosningardaginn. Gamli erkibiskupinn lá á bæn og fastaði. Og sama dag, sem kosningin átti að fara fram, sofn- aði hann og í svefninum heyrði hann rödd, sem talaði greinilega. Röddin sagði við hann: „Hafðu gát á kirkjudyrunum, þegar dómkirkjuklukkurn- ar hringja á miðnætti. Sá fyrsti, sem kemur inn í kirkjuna eftir miðnætti og heitir Nikulás ,er sá sem valinn er af himnum. Hann er biskup þinn“. Þetta voru orðin, sem hann heyrði í svefninum. Undir eins og hann vaknaði, fór hann á fund prelátanna og sagði þeim hvað hann hefði heyrt í draumi sínum. láurnir brostu og tóku ekki orð hans alvarlega. Og aðrir voru það, sem voru ákveðnir að láta kosn- inguna fara fram strax. En gamli erkibiskupinn skipaði öllum að koma niður á steingólfið og ljet alla krjúpa á knje og biðjast fyrir og bíða þar til eftir'miðnætti. Á miðnætti kyrjuðu yfirprestarnir frá öllum löndum, sálmasöng sinn, í skini hundrað kerta. Er klukkurnar hættu að hringja, mændu allra augu á hinar voldugu kirkjudyr. Hægt, afarhægt, tók hurðin að hreyfast. Og er gættin stækkaði, var hægt að sjá út í stjörnubjart- an bláan himininn. Unglingur, sem ýtti á hurðina af öllum sínum mætti, kom í ljós í dyrunum. _ Gamli erkibiskpuinn gekk með biskupsstaf sinn til drengsins og leiddi hann fram fyrir allan söfn- uðinn. „Segðu okkur hvað þú heitir“, sagði erkibisk- upinn. Drengurinn hneigði höfuð sitt og sagði: „Jeg heiti Nikulás". „Það er hann?“ hvísluðu sumir. „Svona ungur“, sögðu aðrir í mótmælatón. „Hreinasti unglingur", kallaði einn upphátt. En erkibiskupinn skifti sjer ekkert af þessum athugasemdum. Hann leiddi Nikulás að gullna stólnum og hjelt biskupsstaf sínum yfir höfði hon- um á meðan hann tilkynti hátt: „Nikulás, þjónn og vinur guðs, sakir helgi þinnar skalt þú verða biskup yfir þessum stað. Og þú átt að ríkja yfir öllum hjer í Myra“. Nikulás reyndi að mótmæla og neitaði að ganga upp þrepin að gullstólnum. Hann sagði, að ein- hver einkennileg öfl hefðu látið sig ferðast frá Patara þetta kveld og hann hafði komið einungis til að sjá hina heilögu menn í kirkjunni. Þessi mótmæli voru ekki tekin til greina. Þegar hann hafði staðið góða stund við stólinn, klæddu þeir hann í skrúða biskupsembættisins. Og er hann var setstur, settu þeir biskupshúfuna á höfuð hon- um og erkibiskupinn sjálfur fjekk honum biskups- stafinn. Enn einu sinni var klukkum hringt. Það var kominn nýr biskup í Myra og hann hjet Nikulás. ef$raffav@r& á sjó SKÖMMU eftir að Nikulás var gerður að bisk- upi í hafnarborginni Mjyra, urðu nokkur kraftaverk á sjó, sem tengd eru nafni hans. Eitt þessara kraftaverka var á þá leið, eftir því sem sagan segir, að skip nokkurt hafði hrept aftaka- veður og hrakið af leið. Sjómennirnir óttuðust all- ir, að þeir myndu farast. Þeir voru óheflaðir menn;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.