Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 6
382 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS biskup að búa þar inn frá, 25. 1‘ebr. 1847. Kvartar hann bæði yf- ir jörðinni, háu eftirgjaldi, erfið- um ferðalögum milli Laugarness eg Reykjavíkur m. m. S. á. send- ir hann umsókn 25. ág. stílaða til konungs um sama efni og með sömu rökum, sem til kancellís, og sækir nú fast að fá að búa í húsi sínu í Reykjavík. Reglan að leita g knýja á gafst honum vel, því að með konungsúrskurði 24. sept. 1850 er loks leyft að flytja bísk- upssetrið frá Laugarnesi til Reykjavíkur, eftir ítrekaðar um- sóknir biskups, og um leið er kveðið svo á, að Laugarnes skuli selt. En hvernig sem á því hefir staðið, flytur biskup ekki frá Laugarnesi fyrr en árið 1856, enda hafði farið fram ný viðgerð á stofunni um 1850. Laugarnes hafði verið biskups- setur í rétt 30 ár. Jörðin Laugarnes. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín veitir allgóða lýs- ingu á Laugarnesi sem öðrum jörðum á Islandi í byrjun 18. ald- ar. Aðalatriði Laugarness-lýsing- ar fara hér á eftir: Jörðin er XXc (20 hundruð) að dýrleika. Kirkjukúgildi 3 og leigukúgildi 3. Kvikfénaður (á- höfn þá): 4 kýr, 2 kvígur mylkar, 1 kálfur, 16 ær, 15 sauðir vetur- gamlir, 4 lömb, 2 hestar, 2 hross (þ. e. hryssur). Fóðrast kunna 6 kýr. Heimilismenn 7. — Torfrista stunga og móskurður nægilegt í heimalandi. Rekavon lítil. Hrogn- kelsaveiði má vera, ef iðkuð væri með neti. Túnið spillist stórlega af vatnsgangi. Engjar lit'.ar, spillast af vatni. Vatnsból erfitt. Heimræði er hér varla að kalla; þó er það um vor og haust, þegar fiskur gengur grunnt inn á fjörð- inn. En um vertíð, ef heima skal lenda, er langræði meira en hófi sætir, og fyrir þá grein hefir jörðin um langar stundir átt og brúkað skipauppsátur og verbúð í Hlíðarhúsalandi undirgiftar laust yfir 30 ár, en nú um nokkur næstuml. ár hafa Laugarness-ábú- endur fyrir vanefna sakir forsóm- að þessa tveggja fjögra manna xara verbúð og skipauppsátur. Með þessum kostum ganga skip ábúandans árið um kring. Kóngs- skip hafa aldrei hér gengið, nema helmingaskip stundum í Heide- manns (landfógeta) tíð og þó fyr- ir undirgift. Inntökuskip engin þar fyrir utan fyr né síðar það menn minnast. Kvaðir eru engar af eigendum, en af Bessastaða- mönnum hefir fyrir f jórum árum og síðan heimtur verið á hverju sumri heyhestur einn fyrir fálka- pening, og hefir bóndinn sjálfur flutt hann til kaupstaðar og ekk- ert fyrir þegið. Fyrri var þessi kvöð aldrei. Ábúandinn var Jón Þórðarson. Hann galt í landskuld 190 álnir, er skyldu gjaldast með IOV2 vætt fiska. Lýsing; þessi, en hún er frá 1703, ber með sér, að jörðin hefir verið kvaðalaus að kalla. Þrjár hjáleigur fylgdu þá Laug arnesi: Norðurkot, Suðurkot og Barnhóll. Frú Ingibjörg Krist- jánsdóttir, sem nú er í Laugar- nesi og hefir dvalist þar lengi, segir mér, að Suðurkot hafi verið niður við sjóinn, litlu vestar en íbúðarhúsið er nú, beint í austur. Hún man eftir tóftarbrotum þar, og við sjóinn þar heitir enn Suð- urkotsvör. Norðurkot segir hún að hafi verið vestan við Laugar- nesgrandann, rétt við þar sem biskupsstofan var, og þar við sjó- inn heitir Norðurkotsvör. Ekki hefi ég getað grafið upp, hvar Barnhóll hefir staðið. Hverri hjáleigu fylgdi 1 kú- gildi. Landskuld eftir hvert þeirra 40 álnir. Allar þessar hjáleigur voru enn byggðar 1801, en 1835 eru þær komnar í eyði og hafa víst ekki byggst eftir það. Við manntalið 1762 er tvíbýli í Laugamesi og heimilisfólk alls 14 á báðum bú- um. Árið 1784 er enn tvíbýli og húsfólk. Heimilismenn eru þá 15 alls. Við manntalið 1801 er einn- ig tvíbýli í Laugarnesi og heimil- isfólk alls 17. Það er einkennilegt, að ekki skuli vera minnst á laugarnar, sem nesið er kennt við og jörðin er nefnd eftir, í jarðabók Árna og Páls, svo mikið hagræði, sem að þeim hefir verið, bæði fyrr og síðar. I Johnsens jarðatali, sem kom út 1847, er Laugames talið sem fyrri 20 hundruð að dýrleika, en að nýju mati (1861) var það 31,3 hundruð. Torfbærinn síðasti í Laugar- nesi var rifinn 1885. Mér er sagt, að hann hafi staðið austur af timburhúsinu, sem nú er þar, en það stendur, þar sem gamla kirkj- an var, eða litlu ofar. Framund- an húsinu, sem nú er, sér greini- lega móta fyrir kirkjugarðinum. Frú Ingibjörg Kristjánsdóttir fullyrðir, að biskupsstofan hafi ekki staðið, þar sem spítalinn var, heldur í suðvestur frá honum, niður undir sjó. En holdsveikra- spítalinn var vígður 1898, og var honum útmæld lóð úr landi jarð- arinnar. Biskupsstofan var rifin til grunna, þegar spítalinn var reistur. Hún var síðast notuð handa frönskum, bólusjúkum sjúklingum. Frakkneskur sjómað ur deyr úr bólu „á bóluspítalan- um“ að Laugarnesi 2. apríl 1872, greftaður 3. s. m. í Laugarness- kirkjugarði. Sá er síðastur gröft- ur í Laugarnesi, eftir því sem mér er kunnugt1. Holdsveikraspítalinn er í Laug- arnesi, þangað til 1940. Svo brennur húsið til kaldra kola í fyrra. !) Árið áður (1871) deyr úr bólu frakkneskur sjómaður, 23. apríl, jarð- aður 24. s. m. Það þarf naumast að geta þess, að „bóluspítalinn“ í I.aug- arnesi, sem presturinn kallar svo, er biskuDsstofan þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.