Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Side 10
386 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þetta norska fólk eins og Norð- menn yfirleitt upp frá þessum degi. Eg hafði bréf upp á vasann til aldraðs manns, Yatndal að nafni, frá HelgaValtýssyni. Þang- að skyldi eg snúa mér. Þetta var rnerkur maður, uppeldisfrömuð- ur. Er eg kom til hans með bréf- ið var karl æði þursvuntulegur. Honum leizt ekki á mig og mér leizt ekki á hann. Hann bjó á Garnes, skammt frá Bergen. Bú- staður hans er við vatn eitt. Hinu- megin við vatnið er bærinn Yttre Arne. Það er verksmiðjubær. Karl lánaði mér bát til að róa á yfir vatnið. I VERKSMIÐJUM OG SKÓLUM Maður er nefndur Aagaard. Hann átti mikla verksmiðju þar. Þar var gerður allskonar varn- ingur í norskum heimaiðnaðar- stíl, barnaleikföng og annað. Eg gekk á hans fund og sagði hon- um að eg væri nýkominn frá Is- landi og ætlaði að verða norskt skáld. Karl rak upp skellihlátur. En áður en hann var alveg búinn að ná sér eftir hláturkastið, þá var hann búinn að ráða mig í vinnu. Eg rósamálaði hjá honum barnaleikföng um sumarið, lærði norsku af fólkinu sem eg vann með og leið prýðilega. Leikfangaverksmiðja þessi vat ekki starfrækt nema á sumrin. Um haustið fór eg því til Staf- angurs og gekk þar á fund Bjel- lands verksmiðjueiganda er átti hinar miklu niðursuðuverksmiðj- ur. Eg sagði honum sömu sögu og Aagaard um vorið, að eg væri þar kominn frá Islandi, til þess að verða norskt skáld. Hann skellihló alveg eins og hinn, en lét mig hafa atvinnu í 3 mánuði í verksmiðjum sínum. Síðan fór eg um veturinn á lýð- skólann á Voss. Og þar samdi eg mína fyrstu bók, en skrifaði auk þess greinar og smásögur í blöð. Bókarhandritið sendi eg til for- lags Aschehaugs í Oslo, en fékk það endursent með þeim urnpiæl- um að það þyrfti lagfæringar við, til útgáfu, en forlagið bauð méf mánaðarlaun meðan eg væri að endurbæta bókina. Upp frá því Kristmann Cuðmundsson. „Á þeini árum hafði ég ákaflega mikla trú á sjálfum mér.“ fékk eg laun hjá Aschehaug allt til þess að Noregur var hernum- inn. Þ. e. a. s. mánaðarlegar út- borgunir fyrir prósentur af sölu bóka minna, eða væntanlegra bóka. Við leikföngin um sumarið og hjá Bjelland hafði eg grætt fyrir skólaverunni á Voss, og þar fékk ég peninga frá blöðum, svo að eg átti dálítinn afgang um vorið. Fór eg frá skólanum til Odda í Harðangri. Þegar eg kom þang- að sá eg menn vera að mála hús, er stóð á hárri klettasnös. Þeir áttu eftir að mála burstina. Mér sýndist á þeim að þeir ekki þora almennilega svo hátt. Bauðst eg því til að mála það sem eftir var. Sagðist vera málarasveinn. Það var til í því, að eg hafði mál- að hús bæði á Akureyri og í Ilafnarfirði, áður en eg fór að heiman. MÁLARASVEINN Þegar eg var búinn með burst- ina, kom málarameistarinn og spurði mig hvort þetta væri nægi- lega vel gert. Eg hvað svo vera, enda kynni eg handverkið. En ef hann efaðist, gæti hann prílað sjálfur upp og sannfærst um það. Nei, sagði hann, eg sé það héðan að þetta er gott hjá þér. Svo bað hann mig um að fá sér pappír- ana mína til sannindamerkis iim, að eg væri málarasveinn. Eg hafði af hendingu meðferðis félags- skírteini eða kvittun frá einhverju félagi, man ekki hvort það var frá Bókmenntafélaginu eða ein- hverju öðru, og sýndi honum. Hann sá þar nafnið mitt og lét það gott heita. I Odda vann eg að húsamáln- ingu til þess að safna fé í reið- hjól og vönduð föt, en keypti þv* næst hjólið og fötin, batt fai angur minn aftan við sætið og lagði af stað á hjólinu þvert yfir sþagann til Stokkhólms, með viö- komu í Oslo og víðar. FYRSTA BÓKIN Er eg kom til baka frá Stokk- hólmi, staðnæmdist eg í Aarnæs og rnálaði tvö hús í ákvæðis- vinnu fyrir skógarbændur. Og þar fékk eg tilkynningu frá Asche- haugs-forlaginu um það að bók mín „Islandsk Kærlighet“ væri tekin til útgáfu. Upp frá því fór eg að geta lifað á ritstörfum. Bókin vakti talsverða athygli. En upplag hennar var ekki nema 1500 eintök. Um veturinn var eg í skóla hjá Olaf Sletto, hinpm ágætasta manni. Hjá honum var margt hægt að læra. Og síðan lagði eg áherzlu á að kynnast Noregi á sem flestum sviðum. Upp til selja og út við sjó, til að læra sem bezt málið. Lærði ríkismál og mál- ýskur og kynntist öllum stéttum þjóðarinnar. — Æfintýralegt líf, bæði fyrr og síðar. — Það er eins og æfintýrin hafi elt mig. Eg hef tekið eftir því, að ef eg segi kunningjum mínum blákaldan sannleikann um ýmislegt það, sem á daga mína hefir drifið, þá trúa þeir mér ekki. Eg þarf að laga frásögn- ina í hendi, til þess að henni sé trúað. — Eg trúi "því. — Þú gætir lík- lega sagt alllanga sögu frá Nor- egsárum þínúm. — Eg var þar í 15 ár, og líkaði, sem sagt, prýðilega við þjóðina. En hér eftir læt eg ekki reka mig í útlegð, hvað sem á dynur. HEIMA Nú lifi eg það nýstárlega að vera byrjandi í annað sinn. Bók- in sem er nýkomin út „Nátttröll- ið glottir“, er sú fyrsta, sem eg hefi skrifað á íslenzku. Eg var orðinn ókunnugur málinu eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.