Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Qupperneq 14
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t 1 vinnustofu Jóns Þorleifssonar. Á myndinni er Jón og fjölskylda hans, synir hans lengst til vinstri, Bergur og Jarl, þá frú Rakel P. Þorleifsson og ungfrú Kolhrún, en Jón situr lengst til hægri. megi við því að dreifa kröftunum, ef verulegur árangur á að fást. ÍSLENZK LIST Yfirleitt taka íslenskir málar- ar starf sitt með mikilli ein- beittni og alvöru. Og þess vegna er íslenzk list á þessum árum á framfarabraut. Smátt og smátt skapast hér listform, sem maður verður að kalla íslenzkt. Hér heima taka menn ekki eftir hin- um íslenzka blæ myndlistarinnar, því samanburðinn við hið erlenda vantar. Eg hefi átt kost á að sjá ís- lenzka list erlendis við hlið er- lendrar listar, og hef ekki getað betur séð, en að hún skæri sig úr, sé með sérkennilegum, sjálf- stæðum blæ — einkum hvað liti snerti. — Hvernig? — Mest er blái liturinn ein- kennandi. Talið hefir verið erfið- ast að fara með hann í myndum. Erlendum mönum finnst myndir okkar vera of bláar. Þetta er ís- lenzkt fyrirbrigði. Er eg í engum vafa um það, að hægt er að skapa listaverk, þar sem blái liturinn er yfirgnæfandi, ef vel er á hald- ið. — — Er það ekki hin íslenzka náttúra, sem hefir haft þessi áhrif á myndlistina? — Eg tel alveg víst að svo sé. Ilér eru fjöllin blá, himininn og hafið með -óvenjulega skærum bláma. En grasið er grænna* en í suðlægari löndum, þ. e. a. s. í því er meiri blámi, svo blái lit- urinn verður oft yfirgnæfandi þegar máluð er hin íslenzka nátt- úra. En' þegar eg tala um að menn máli eftir því, sem fyrir augun ber í náttúrunni, þá á eg ekki við dauðu náttúruna eina, heldur og þá lifandi, menn og dýr. — Minna hefir verið um það í íslenzkri myndlist? — Já. Þó’ er það að aukast að menn máli myndir úr lífi manna og dýra. Meðan Ásgrímur Jóns- son var hér einn að heita mátti, þá voru landslagsmyndirnar al- veg yfirgnæfandi. Þar er hans að- al svið. En sumir yngri málar- anna hafa horfið að miklu leyti frá því, og valið sér önnur verkefni. Listin þarf að verða lifandi þáttur í meðvitund þjóðarinnar. Þá fær hún uppeldisáhrif á unga sem gamla. Litir, línur og form hafa mikla þýðingu fyrir alla hugsandi menn á leið þeirra gegn- um lífið. Ef listamenn geta leitt fegurðina í litum, línum og formi fram fyr- ir augu almennings, þá auðga þeir með því líf einstaklinganna. Því fleiri sem geta notið þeirrar fegurðar, sem listamennirnir laða fram á sjónarsvið almennings, komast þeir nær því marki, að þjóðin í heild sinni hafi gagn af starfi þeirra. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.