Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 12
524 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjer. er bæjarhús voru hrunin eða önnur spjöll og eignatjón hat'ði steðjað að. Jeg hat'ði aldrei litið á störf prestanna frú þessari hlið. Heim- sókn sr. ólafs vakti því alveg sjer- staka athygli mína. Það sem hann sagði, festist mjer í miniú, og hefi jeg líklega er á daginn leið, farið að nota sömu orðatilta-ki og presturinn, því stúlka ein. sem var á bænum. sagði við heimilisfólkið og átti við mig. „Það bregst mjer ekki, að þessi strákur verður prestur? Ifeimsókn sr. Ólafs Ólafssonar að Þúfu í ölfusi að morgni þess 6. september 1896 vakti mig til um- hugsunar um það, hve prestsstarf- ið væri veglegt starf. Að hug- hreysta þá, sem í raunir rötuðu. Þetta starf skvldi jeg velja mjer. Sú ákvörðun festi rætur í huga mínum upp frá þessum degi. Nokkrum dögum seinna, er Björn. Jónsson ritstjóri. Kristján Ö. Þor- grímsson og fleiri, fóru að smala saman börnum í austursveitunum og flytja þau af jarðskjálftasvæð- inu til Reyk.javíkur, kom til orða, að jeg færi líka. En jeg tók það ekki í mál. Vildi vera áfram í Þúfu og sjá hver endir yrði á, þessn öllu saman. Við vorum öll í heygarðinum um haustið. Því þó baðstofan hjengi uppi, þótti ekki tiltækilegt að hætta á að vera þar. Tíðin var góð um haustið og leið okkur furðan- lega. Þetta var síðasta sumarið mitt í Þúfu, og það viðburðaríkasta. Man jeg, að það sumar var jeg oft látinn lesa sunnudagslesturinn, og alt fólkið hlýddi á. — Ilelgi- dagavinna þektist þar ekki. Undanfarin þrjú sumur, sem jeg hafði verið þarna var það mín heitasta ósk. að fá að sjá ölfusár- brúna, er jeg taldj eitt af mestu furðuverkum heims. En það vai' ekki fyrr en á þessu sumrj að jeg fjekk þessa ósk mína uppfylta. Það kom til af því, að Björn húsbóndi minn þurfti að fá mig með sjer upp í Grafning. Þá fórum við svo nálægt brúnni. að jeg fjekk að leggja lykkju á leið mína þangað. Eftir þetta sumar hafði jeg ná- in kynni nf sr. Jóhanni Þorkelssyni, sem fermdi mig og sr. Jóni Ilelga- svni, sem hjelt uppi barnaguðsþjón- ustum hjer í ba*. Og því na*st komst jeg í mikla vináttu við sr. Fiiðrik Friðriksson og varð meðal fvrstu meðlima hins nýstofnaða K.F.U.M. ðlá nærri getn, að þessi andlegu kynni hafi ekki dregið úr þeirri á- kvörðun minni að jeg skyldi ein- hversstaðar fá prestsstarf að vinna. Föðurmissir ok lærdómsbraut UM HAUKTIÐ fór jeg svo í Latínuskólann og var heima á sumrin eftir það. Sumarið 1898 misti jeg föður minn. Það var á þjóðhátíðardegi Frakka. Ilerskip voru hjer á höfninni og skotið var úr fallbyssum til þess að minnast dagsins. Jeg kom heim um miðaftansleyt- ið, hafði unnið mjer inn 50 aura. niðri í bæ, er þótti skildingur. Við höfðiun stakkstæði við bæinn okkar. I’abbi var að flytja heim fisk til verkunar, sem hann ók á hand- kerru. Ilann steypti úr kerrunni á stakkstæðið, en jeg átti að stakka fiskinn. Hann sagði við mig um, leið og hann fór af stað í næstu ferð. „Nú verður þú að láta hend- ur standa fram úr ernium. Þú verð- ur að sýna að þú dugir!“ „Skárri er það vinnuharkan", hugsaði jeg með sjálfum mjer, en sagði vitanlega ekkert. Faðir minn kom ekki heim aftur. Er hann ók kerrunni eftir Vestur- götunni fjell hann niður á sama stað og hann datt í skaflinn á aðfangadagskvöld og var þegar örendur. Lík hans var borið inn í Dúks- kot, lítinn bæ, seni stóð þar sem Garðastræti og Vesturgata mætast. Þrjátíu árurn áður varð móðurafi minn, Ilafliði Nikulásson, bráð- kvaddur á nákvæmlega sama stað. Hafði lík hans einnig verið borið inn í þenna sama bæ. Dúkskot. Nú er Dúkskot horfið. Svo aldrei verð jeg borinn ]>angað inn, hvað sem annars verður um mig. Nærri má geta, að við lát föður mins, hafi mjer dottið í hjjg að nú væri úti um allar vonir mínar um prestsstöðuna. En þetta fór á annan veg. Jeg hjelt skólanámi áfram. Eftir þetta fjekk jeg hærri námsstyrk en áð- ur, 150 krónur á ári, 75 krónur tvisvar sinnum árlega. Þegar jeg í fyrsta sinn kom með þá fjárhæð lieim til móður minnar, sagði hún við mig, að þetta væri hæsta pen- inga upphæðin, sem komið hefði í einu, inn á hennar heimili. I gleði sinni gaf hún mjer þrjár krónur, svo jeg gæti farið út að skemta njjer. í Hróarskeldu dómkirkjunni SVO GEKK þetta fyrir mjer stig af stigi. Jeg varð stúdent 1902. Til þess að geta nokkurntíma hugs- að svo hátt að verða prestur í Reykjavík, en það var mín æðsta ósk þurfti jeg að sigla til háskól- ans í Ilöfn. Iljá því varð ekki komist. En hvernig jeg klauf það, að komast af stað til Hafnar, er mjer hufin ráðgáta. Jeg treysti vitanlega á Garð- styrkinn, enda fjekk jeg engan fjárstyrk að heiman á Hafnarárum mínum. Þegar jeg fór að heiman gaf mamma m.jer 18 króna gullpening. Jeg hugsaði mjer að þann pening skyldi jeg ekki skilja við mig fvrri en í fulla hnefana. Er jeg hafði dvalið nokkra mán-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.