Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 20
) LESnÓK MOROUNBLAÐSINS 5-12 leik. En alt þetta hafði breyst við hans eigin sjúkdóm. Þegar haim sá holdsveika manninn koma á móti sjer, stökk hann af baki hesti sín- um. Ilann gaf ekki vesalingnum að- eins fjárupphæð heldur einnig sjálf an sig. llann faðmaði hann að sjer og talaði við hann eins og hann væri vinur og fjelagi. lliugað til hafði harm unað sjer best í hópi tiginborinna og auðugra manna. Eftir þetta urðu olnbogabörn lífs- ins yndi lians og eftirlæti. Því að þessi stjúpbörn örlaganna, svo og allar skepnur, er lifðu, þjáðust og dóu, voru ekki aðeins ættingjaU hans, heldur og hluti af sjálfum honum. Frans frá Assisi hafði sagt við’ holdsveika manninn: „Þú ert mjer meira en bróðir. Þú ert orðinn að þjáðum hluta í líkama mínum og blóði. Sáraauki þinn er minn sárs- auki og fögnuður þinn er minn fögnuður“. Með því að koma þann- ig fram við hinn sjúka mann hafði hann að lokum fundið sjálfan sig. Ilann yfirgaf fyrri vini sína og gekk á hönd hinum nýju vinum sínum. Og menn sögðu um hann: „Ilann hlustar á þá, sem sjálfur Guð vill ekki gefa gaum“. En hinn auðmjúki Frans frá Assisi sagði sjálfur: Það er vilji Guðs, að jeg hlýði á alla þá, sem eru sorgbitnir og þjáðir“. Frans frá Assisi var auðmjúk- ur lærisveinn Jesú Krists. En hann hlýddi ekki kirkjunni í blindni, frepiur en meistari hans hafði gert. Honum var fvrir öllu að hlýðæ rödd Guðs í sál sinni. Sú rödd var hin máttuga föðurrödd. Og þessvegna urðu þeir ósáttir, Frans og Pietro, faðir hans, er krafðist þess, að Frans skilaði sjer f.jár- munum, er Frans ætlaði að nota, í þágu hugsjónar sinnar. Kom á- greiningur þessi fyrir biskupsdóm, þar sem báðir feðgarnir voru mætt- ir. Biskupinn ráðlagði Frans að skila peningunum aftur: „Ef þú ætlar að þjóna Guði, þá skila þú föður þínum mammon hans aftur; hann er sennilega illa fenginn og á því ekki að notast kirkjunni til góða“. Frans skilaði aftur peningum; föður síns og jufnvel fötunum, sem hann stóð í. Af fundi þeirra gekk haun í giimalli kápu einni klæða, sem honum var gefin. En föður sinn kvaddi hann þarmig: „llevrið allir mál mitt. Til þessaj'ar stundar hef jeg kallað Pietro de Bernar- done föður minn. Nú skila jeg hon- um aftur peningum þeim og föt- um, sem jeg hef þegið af honum, og skal aldrei oftar segja: Faðir Pietro di Bernardone, heldur: Fað- ir vor, þú sem ert á himnum“. Það viir fjarri sanni, að Frans vildi með þessum hætti leika písl- arvott. Ilann gekk um meðal bra’ðra sinna, hinna hugdeigu, fá- tæku og sjúku, til þess að glæða með þeim sjálfstraust, seðja hung- ur þeirra og lina þjáningar þeirra. Vetur og sumar klæddist hann slitnum kvrtli, sem hann batt að sjer um mittið með reipi. Slíkur kyrtill varð einkennisbúningur Fransiskusmunkanna, hinna vopn- lausu riddara drottins. IV. UPPIIAFLEGA voru fjelagar Frans aðeins tveir. Eftir þrjú ár voru þeir orðnir tólf. Þeir nefndu sig „yfirbótamennina frá Assisi“. Seinna gaf Frans þeim annað nafn: „Minni bræðurnir“, og setti þeim örfáar og einfaldar lífsreglur. Árið 3210 fóru þeir á fund páfa til þess að fá reglurnar staðfestar. Páfi var þá Innocentius TIL, hinn mesti skörungur. Tók hann erindi Frans seinlega, en varð þó að lokum við óskum hans. En nóttina áður dreymdi hann draum, sem honum þótti einsætt að merkti það, að Frans mundi bjarga kirkjunni frá hruni. Daginn eftir gekk Frans fyrir páfa og sagði: „Má jeg segja yður æfintýri 1“ „Einu sinni var kona, fögur sem lilja en bláfátæk. Hún bjó ein langt frá öðrum. Svo bar við, að konung- ur landsins fór þar hjá og sá kon- una fögru. Ilún fann náð fvrir augum hans og hann bað hennar í þeirri von, að hún mundi fæða honum fögur börn. Á næstu árum fæddi konan marga fríða syni. Þá sagði konan við sjálfa sig: „Ilvað á jeg, fátæklingurinn, að gera við þessi börn, sem jeg hef alið? Jeg á ekkert til að framfæra þau á“. Þá sagði hún við syni sína: „Ottist, ekki, þið eruð konungsbörn. Farið þið til hirðar hans og hann mun . • gefa ykkur allt, sem þið þurfið . Þegar þeir koma til konungsins, starði hann undrandi á þá, því að hann sá, að þeir líktust honum, og hann spurði þá: „Hvers synir eru þið?“ En þeir sögðust vera synir fátæku konunnar í einbýlinu. Þá varð konungurinn glaður og sagði: „óttist ekki, þið eruð mín börn. Við borð mitt fæði jeg ótal gesti; skyldi þá ekki vera rúm fyrir ykk- ur, sem eruð skilgetin börn mín“. Og hann sendi konunni boð um að senda sjer öll börnin til hirðarinn- ar, svo að hann gæti fætt þau og klætt“. Síðan sagði Frans: „Heilagi faðir! Jeg er þessi fá- tæka kona. Guð hefir litið til mín í náð sinni, og jeg hef fætt honum syni í Kristi. Og konungur konung- anna hefir sagt mjer, að hann muni fæða afkvæmi mín, eins og hann fæði gestina við borð sitt“. Þá sneri Innocentius sjer að kardinálunum og sagði: „Sannarlega er þetta sá guð- hræddi og helgi maður, sem á að endurreisa kirkju Guðs“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.