Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 22
LESBÖK MOROUNBLAÐSINvS ó:í4 haus. Framfylgili liúu hugsjónum hins heilaga bróður út 1 æsar, euda mun engum hægara að framkvæma hugsjónir karla en konum, ef þær á annað borð hrífast af þeim. Þegar framliðu stundir tóku reglubræðurnir (grábræður) að leggja stund á vísindi. Frægastir þeirra eru: Bónaventúra, Iíoger líaeon og Dúns Seotus. VII. UM FERTUUT var heilagur Frans Jirotinn að kröftuni, enda var hann þá orðinn gamall maður, eiginlega margra alda gamall, miðuð við ó- þrotlegt starf og himinháar þján- ingar. Þrátt fyrir s.jóndcpruna hafði hinn blessaði trúður drottins siuig- ið lofsöng sinn á vcginum. Nú voru að koma vegaskil og söngur hans að þagna hjer á jörð. Nokkru íyrir dauða sinn, er ör- lítill skuggaskil urðu í- lífi hans, orkti hann kvæði til sólarinnar, Sólarsönginn: „Voldugasti, almátki og góði Guð, þín er vegsemdin, lofgerðin, þakk- argerðin og öll blessun. Alt þctta, þú æðsti Guð, ber að láta þjer í tjc, og enginn er verður þess að nefna nafn þitt. Lofaður sjc þú, Drottinn, og ölL skepna þín, •einkum hágöfugur bróðir Sól, sem skapar daginn og veitir oss birtu þína ; hann er bjartur og fagur og skín í miklum ljóma, hann er ímynd þín, þú æðsti Guð! Lofaður sje þú, Drottinn, fyrir syst- ur Mána og Stjörnurnar; skapað hefir þú þær skírar, dýr- mætar og b.jartar. Lofaður s.je þú, Drottinn, fyrir bróður Vindinn, fyrir loftið, skýin, gott veður og hverskjms veðúr, tem þu lætur alln skepnu þinni i tje til líffi og þrfcfika. Lofaður sje þú, Drottinn, fyrir bróður Eld, sem gerir nóttina bjarta að boði þlnu hann er fagur og fjörglaður, mik- ill og máttugur. Lofaðúr sje þú, Drottinn, fyrir svst- ur vora, móður .Jörð, sem annast oss og ber í skauti sínu og veitir oss allskonar 'ávexti, lit- fögur blóm og grös. Loíið og vegsamið Drottinn og þakkið honum; og þjóðin honum í djúpri auð- mýkt“. Nokkrum ljóðltnum bætti hatm síðar við Sólarsöng sinn. Ur síðustu viðbót er þetta: „Lofaður sje þú, Drottinn, fyrir systur vora Líkamsdauðann, sem enginn lífsvera getur flúlðfrá“. Síðasta för farandprjedikarans, hins heilaga Frans, var með þeim hætti, að vinir hans báru haim með fram fjallinu hjá San Dantianó. I>á bað hann þá að nema staðar og sriúa sjer í áttina til Assisi. llálf- blindur sjónurii horfði hann yfir hjeraðið, sem hann elskaði af öllu- um huga og blessaði það nteð tákni krossins. Illjómar Sólarsöngsins, Davíðs- sálma og lævirkjasöngs bárust að eyruni hans mcðait liann var að skil.ja við. Enginn er honum rneiri um allar miðaldir. Ahrif hans sköpuðu nýtt trúarlíf innan kirkjtmnar og ruddu braut gagngerðum breytingum í skáldskap og listum. — Þetta er nú meiri hundurinn. Hvað heitir hann? — Whiský. — Og svo áttu annan lítinn. Hvað heitir hann? Hann gengur altaf á eftir hinum. — Sódi. Katrín helga Sbr. mynd á bls, 517. í ÍTARLEGRI lýsing þjóðminja- varðar M. Þ. á kórkápunni segir svo um heilaga Katrínu: Hún lifði um sama lcyti og Bar- bara helga, á dögum Maxentiusar keisara, og andmælti hún blótum hans, Hún var konungsdóttir og hafði faðir hennar heitið Kosti; afar- íögur var hún sýnum og auðug mjög, en ung að aldri. Keisari fjekk til 50 spekinga að sannfæra hana um heil- agleik heiðinnar trúar, en hún bar hinn haerra hlut í rökræðunum, því að hún var mjög lærð; sneri hún spekingum keisara til kristinnar trú- ar og voru þeir þá allir að boði hans teknir og brendir á báli. Keisari vildi lokka hana til sinnar trúar með því að gera hana að drotningu sinni, en er hún ljet ekki laðast af fagur- mælum hans og bónorði, ljct hann setja hana í fangelsi og hóta henni píningum. Alt kom þó fyrir ekki og var hún stöðug í sinni trú. Keisari ljet þá gera hjól með göddum eða hnífum út úr og ætlaði að láta stegla hana með þeim, en hjólin brotnuðu í sundur og leið Katrín laus úr bönd- um; segja sumir, að englar hafi kom- ið og höggvið sundur hjólin, en aðr- ir að þau hafi orðið lostin eldingum af himni. Loksins var hún háls- höggvin með sverði og á það að hafa verið árið 307. Ártíð hennar er 25. nóv. Englar tóku burt likama henn- ar og lögðu i kistu i klaustrinu á fjall inu Sínaí. Á hana er gott að heita fyrir heimspekinga og visindastofn- anir; einnig þeirn, sem i sjávarháska eru staddir. — Vilduð þjer gefa einfættum manni krónu? — Já, með ánægju, vinur minn. — Gefið mjer þá tvær krónur. — Hversvegna? — Af því jeg hefi. tvo fætur. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.