Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 18
LESRÓK MOROUNBLAÐSINS 530 - FRANS FRÁ ASSISI - 1182-1226 Eftir dr. Eirík Albertsson J. HETLAGUR FRANS frá Assisi or cinn hinna mestu elskhuga, sem iit'aii hafa hjer á jörðu. Hann lagði ríka ást á Guð og alla menn. llann var sannur lærisveinn Jesú Krist. Og um flest var hann svo líkur Ruddha, að oft má ekki á milli sjá. Væri ekki fullgildar sögulegar heimildir fyrir því, að heilagur Frans hafi etiga< kunnleika haft um lluddha, mundi lífsferill hans vera talinn vitandi og vel íhuguð stæl- ing á æfiferli hins indverska spá- manns. Æfisögur Jieirra eru um margt svo líkar. að nærri stappar, að þær sjeu afrit sama sjónleiks- ins, þýdd á ólík tungumál. lleilagur Frans og Buddha sneru báðir baki við munaðarlífi og gerðu fátæktina að fylgikonu, eða öllu heldur að hjartfólginni ástmey. Báðir höfnuðu þeir opinberlega rjetti á einkaeign og töldu hana or- sök alls böls. Báðir gerðust þeir farandmenn til þess að afmá hrukk- ur þjáninganna af ásjónu mann- kynsins. Báðir unnu þeir tign og fegurð tilverunnar og kunnu skil þeirra. Báðir höfðu þann skiln- ing um sig, og sjerhverja aðra lifandi veru, að hún myndaði sam- úðar-stuðul í máttugum óði sköpun- arverksins. Og þegar dauðinn nálg- aðist þá, báðu þeir vini sína að bera sig út á bersvæði, því að þeir voru sælastir, þegar þeim var ekki ofþyngt með gæðum þessa heims, sem í þeirra augum var bölvun hans og höfuðmein. II. FRANS FRÁ ASSISI, eða Frane- esco di Bernardone, en svo hjet hann rjettu nafni, var sonur Pietro, di Bernardone, er var efnaður klæðskeri í Fmbríu á Ítalíu. Upp- vaxtaráiin lifði hann í glaðværð heimsins og gjálífi. Hann þótti upp- vöðslumikill og uppreisnargjarn og eyðslusamur úr hófi. Hann virtist ekki bera neitt skyn á gildi fjár- muna. Hann sóaði fje á báðar hend ur og var mjög veitull. Ilonum vari nær skapi að gleðja vini sína með fjármunum föður síns, en að stuðla að því. að gildir sjóðir hans ykjust. Móðir hans var sparsöm kona og auðkær, eins og hinn eljusami bóndi hennar. Varð henni oft að orði, að Frans lifði að hætti konungssona, en ekki eins og hann væri algengur kaupmannssonur. Faðir hans hafði og áhyggjur stórar út af angur- gapanum, syni sínum, og taldi víst, að hann yrið hinn mesti auðnuleys- ingi, þótt hann hinsvegar dreymdi um hann stóra drauma. En þótt honum væri ekki klappað lof í lófa í föðurgarði, hljómuðu lof tungurnar því skærar á öðrum vett- vangi. 1 hópi ungra fjelaga í Assisi. eyddi hann ekki aðeins af ai;ði pyngjunnar, heldur og af ríkum sjóði hjarta og hugar. Ilann var glæsimaður mikill. Ilann var grann- vaxinn og fagurlimaður, dökkeyg- ur og fagurleitur og hinn mesti fagnaðarmaður. Ilafði hann for- ystu alla á leikvangi, forystu um tísku og hætti, um ærsl og fjanda- fagnað, um óð og ástir. Var hanní brátt kjörinn heiðursfjelagi í sam- fjelagi hinna ungu manna, eins og hinn æskuglaði'Buddha forðum og síðar miklu hinn æskuglaða Tolstoy. Eftir því sem ]>roski færðist yfir hann óx upp í huga hans tvenns- konar metnaðargirud. Hann vildi geta sjer góðan orðstírr í hugprýði og ljóðiist. Ilann leggur því hug á að verða hermaður og skáld; her- maður til þess að vernda þjóð sína og.aittargrund, og skáld til þess að! gleðja samlanda sína. Hann dáði einkum skáldin á Suður-Frakk- landi, farandskáldin frægu, er ortu fögur og hrífandi ástarkvæði og gerðu Suðurlönd Evi'ópu gð heim- kynni ljóðrænnar fegurðar. Og það var hrifning hans á skáldskapj frönsku farandskáldanna. sem olli því, að fjelagar hans gáfu honurn viðurnefnið Francesco, ]). e. litli Frakklendingurinn. Sagnir eru um það, að móðir hans hafi látið hann heita Jóhannes. En áður en hann var orðinn fulltíða maður hafði viðurnefnið fest við hann og hið rjetta nafn hans þokað fyrir því. ITinn ágæti og ástsæli maður frá Assisi hefir ætíð síðan haldið virð- ingarsæti sínu í sögunni undir nafni því, sem tengir hann við friinsku skáldin: Francesco eða Fransiskus, heilagur Frans — farandtrúður drottins. III. BLESSAÐUR, heilagur Frans frá Assisi! Þú, hin ljúfa og blíða sál mansöngvarans og skáldsins! Þú, hinn hugreifi og h.jartaprúði hermaður! Aður en andi þinn náði' þeim þroska að skilja og takast á hendur köllun, er Ouð í upphæðum hafði valið þig til, knúði þig ein-< hver hulin þrá til þess að berjast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.