Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 25
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Halldór Kiljan Laxness. ins, til þess að gangast fyrir því að útrýma þeim. Ef jeg hefði vitað nokkuð um útilegumenn, þá hefði jeg haldið að Jón væri einn þeirra. ★ FAÐIR MINN, Guðjón Helgi Ilelgason var vegavinnuverkstjóri. líann var ættaður ýr Borgarfirði. Hann var við vegavinnu víðs- vegar um landið á sumrin. En á veturna held jeg að hann hafi lítið haft að gera, meðan hann var í Reykjavík. Hann hafði yndi af músik og spilaði á fiðlu. Jeg man; eftir að heilu dagana var músieerað heima. Það voru góðir dagar. .Teg elska tónlist mest allra lista. Þess vegna hefi jeg alltaf hljóðfæri hjá mjer, þegar jeg get. En'mig vantar alla leikni og tækni. .Teg öfunda Helgu systur mína. Ilún hefir leikn- ina. En hana vantar allan metnað. Ef jeg hefði tækni hennar, þá myndi jeg fyrir löngu vera kominn íit í heim og spila fyrir þjóðir. — Svo komst þú í Laxnes á fjórða ári? — Já, þar átti jeg indæl hernsku og æskuár. Faðir minn keypti jörð- ina og rak þar snoturt bú. Hann var góður búmaður. Hann átti dá- gott bókasafn. Jeg lá mikið í bók- um, bæði .þeim sem voru til heima og fjekk aðrar lánaðar. Þegar jeg stálpaðist, var jeg hafður til snún- inga en aldrei útþrælkað við erfiði. En ætti jeg að stunda reglulega vinnu heima við, hjálpa til við. heyskap og þessháttar, þá var jeg fremur hyskinn. öðru máli var að gegna er pabbi tók mig með sjer í vegavinnu á vorin. Það var hátíð. Að liggja í t.jöldum uppi á Mosfellsheiði. teyma kerruhesta eða hjálpa til við matseld. Og sofna í tjaldinu á kvöldin og vakna á morgnana við fuglasöng. Það var ævintýri. En þegar jeg var heima, þótti mjer mest til þess koma að aka mjólk í bæinn. Bændurnir í Mos- fellsdalnum skiptust á að annast flutningana. Pabbi átti að sjá um þá einu sinni í viku. Jeg var snemma leikinn í því að fara með þunga mjólkurbrúsa, sveifla þeim upp á kerruna og taka þá þaðan aftur. Og sæmilega hreykinn þegar allt var komið vel á veg áleiðis til bæjarins, og hringlið í brúsunumi var þægilegt fyrir eyrað alla leið- ina. ★ SVO KOMU ÞETR HEIM Gil- fersbræður, Eggert og Þórarinn. Þá urðu þáttaskifti í lífi mínu. Þá fór jeg að heiman. Faðir minn ætlaði að gera mig að tónlistamanni og sendi mig til Eggerts. Tlann átti a<\ kenna mjer. — Gekk það ekki vel? — Jæja. Mjer gekk í sjálfu sjer ekkert illa. En þá var jeg svo mik- ið farinn að hugsa um að skrifa skáldsögur og allan skrattann. —* Þetta tók hug minn frá öllu resrlu- legu námi. Nenti þá ekki að læra annað en það, sem var í einhverju sambandi við skáldsagnagerðina. Jeg hvorki heyrði eða sá það, sem jeg hafði ekki áhuga fyrir, og gat, ekkert af því lært. Jeg var líka í Iðnskólanum unt tíma. Lenti víst þar vegna þess að r>37 Guðjón Helgason og Sigriður Hall- dórsdóttir, foreldrar Halldórs Kiljans Laxness. Jón Þorláksson var forstöðumaður ^þess skóla. En þeir voru góðir kunn ingjar faðir minn og hann. Þá var jeg 12 ára. Lærði þar teikningu hjá Þórarni Þórlákssyni. Þar 'voru menn sem voru þrisvar sinnum eldri en jeg. Var jeg eins og pappírsbúkur innanum þessa fílelfdu járnsmiði. Nærri því hræddur við þá. Þar kom líka ÁsmundUr Sveinsson vestan úr Dölum. •Teg gafst upp á teikningunni, fannst hún hundleiðinleg. Að teikna eftir daviðu gibsdóti, hausum og skrokkum og allavega löguðum klumpum, sem lagðir vortv fyrir framan mann á ýmsaji hátt. Þetta vnrð til þess að drepa allan neista í mjer í þessa átt. En þegar jeg var krakki þótti mjer gaman að teikna. — Svo þú hefir verið rjett á þröskuldi tveggja listgreina. — Já. Mjer sýnist nú, sem þáð hafi verið hrein tilviljuft, að jeg lenti út á skáldskaparbrautinni. IJklega var það af þtd,. að. íyrir fvrra stríð var hjer ertginn skóli eða neitt. sem ýtti manni út í tón-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.