Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 13
LESP.ÓK MOROUNBLAÐSINS
oí;)
leit ]>á á mig brosandi og segir eftir
uði í ílöfn í'ór jeg til Ilróarskeldu,
til þess að skoða hina frægu dóm-
kirkju þar. Mig hafði aldrei grun-
að, að aðgangseyririnn til að skoða
kirkjuna væri eins hár og hann vnr.
Til þess að fara ekki erindisleysu
varð jeg að láta gullpeninginn af
hendi. Þá var hann farinn. En vit-
anlega fjekk jeg mikið til baka.
Tuttugu árum eftir að þetta
skeði var jeg beðinn að halda guðs-
þjónustu í 1 Iróarskeldu-dómkirkju.
Áður en gengið var til kirkju, sagði
jeg Martensen Larsen dómprófasti
söguna um gullpeninginn.
Mikill mannfjöldi var í kirkjunni.
Að messugerð lokinni stóð jeg í
kór og horfði hugfanginn á fólkið
og kirkjuna. M var klappað á öxl-
ina á mjer. Þar var dómprófastur-
inn. llann segir. Nú finst mjer að
þjer hafið fengið gullpeninginn
yðar endurgoldinn.
Á námsárum mínum í Ilöfn kynt-
ist jeg mörgum ágætum kirkjunnar
mönnum, sú viðkynning er mjer ó-
gleymanleg og til ómetanlegs gagns
í starfi mínu enn þann dag í dag.
Þegar jeg átti eftir eitt ár af
Garðstyrk kom jeg hingað heim, til
]>ess að spara mjer styrkinn og
lesa heima í eitt ár og bæta fjár-
haginn með kenslu og þessháttar.
Þing kom saman rjett þá daga.
Þá var hin ákjósanlegasta atvinna
studenta að fá þingskriftir. Magnús
Stephensen var þá nýhættur að
vera landshöfðingi. Jeg barði
að dyrum hjá honum daginn sem
jeg kom, og bað um að fá tal af
honum. Hann kom fram í forstofu
og bar jeg upp erindi mitt. Hvort
jeg myndi ekki geta fengið þing-
skriftir. Mjer fanst hann nokkuð
þungbrýnn og leist ekkert á. Sagði
hann, sem von var, að eldri menn
gengju fyrir. En annars rjeðu for-
setar því alveg. Þá skaut jeg fram í:
Það efast nú víst enginn um, að
landshöfðinginn verði forseti. Ilann
andartak: Eruð þjer frá Mýrar-
holti? Og hafið mist föður yðar?
Og eruð að læra til prests? Jeg
kannaðist við það. Síðan skildum
við. En fáum dögum seinna segir
móðir mín við mig einn dag, er jeg
kom heim. Hjer var maður með
skilaboð til þín frá landshöfðingj-
anum að hann vil<ii finna þig. .Teg
var ekki lengi á leiðinni niður í
þinghús og fjekk skriftirnar. En
hve mikið varð úr námi þetta ár
hjer heima, er annað mál.
— Ilvenær varðst þú kandidat?
— 3907. Og síðan skólastjóri við
barna- og unglingaskólann á Isa-
firði.
Ánið 3 908 var stofnað nýtt prests
embætti í Reykjavík, og varð sr.
llaraldur Níelsson hjer prestur.
gegndi því embætti í nokkra mán-
nði. en sagði því af sjer sökum
heilsubrests.
Þá sótti jeg um þetta embætti.
Áuk mín voru í kjöri allmargir á-
gætustu menn.
Jeg sendi sr. Jóni Helgasyni um-
sókn mína. Við höfðum þekst frá
því jeg var unglingur. Faðir hans
átti part í Viðey. Faðir minn ann-
aðist heyskap fyrir hann þar.
Nokkru eftir að umsóknin var kom-
in í hendur sr. Jóns leist mjer ekki
á og hringdi til hans í síma. Þá var
síminn nýlagður til lsafjarðar. Jeg
bið sr. Jón að taka umsóknina aft-
ur. „Jeg heyri að þú ert að
prófa hvernig er að tala í síma frá
ísafirði“, segir hann. Ánnað svar
f.jekk jeg ekki frá honum. Og ura-
sóknina tók hann ekki aftur.
Jeg var á Isafirði 26. febr. 1910
þegar kosning fór frarn, og hjelt
ræðu í fyrsta sinni við jajðarföb
þennan dag, — 18 menn voru í
einu jarðaðir frá Isafjarðarkirkju,
þeir, er farist höfðu í snjóflóðinu
í Ilnífsdal. ITjelt jeg þá ræðu ásamt
sr. Þorvaldi Jónssyni prófasti. En
seint um kvöldið frjetti jeg að jeg
væri kosinn prestur í Reykjavík.
Þórhallur Bjarnason var þá bisk-
up. llann vígði mig. Ilann sagði
m. a. í vígsluræðunni eitthvað á
þessa leið: „Skrifað stendur. Eng-
inn verður spámaður í sínu föður-
landi. Jeg vona að það rætist ekki
á þjer ungi bróðir“.
Með miklum kvíða gekk jeg að
starfinu. Og hafa þær áhyggjur í
rauninni altaf fylgt mjer.
1 Reykjavíkur
dómkirkju
SÍÐAN ERU LIÐIX 3Ó ár. Eru
þetta 35. prestsjól mín í Dómkirkj-
unni. Ilefi jeg starfað í því þúsi
Drottins að heita má daglega. Oft
hefi jeg því ástæðu til að rifja upp
fyrir mjer sögu þessarar kirkju.
Á næsta ári eru liðin 160 ár síð-
an ákveðið var að kirkjan í Reykja
vík skyldi vera dómkirkja landsins.
Var þá sem kunnugt er Skálholts-
staður illa kominn. Þá var sóknar.
kirkja Reykjavíkur í gamla kirkju-
garðinum, sem menn nú helst kann-
ast við undir nafninu ..Bæjarfó-
getagarður“.
Ákveðið hafði verið að reisa
nýja kirkju og var hún reist á þeim
stað, sem kirkjan er enn í dag.
Var smíði hennar lokið haustið
1796 og hún vígð 6. nóv. það ár.
Það gerði Markús Magnússon
stiftsprófastur í Görðum. Sú kirkja
kostaði á T. þfisund ríkisdali og
þótti mikið.
Kirkjan var stækkuð og endur-
bygð á árunum 1846—48, en Ilelgi
Thordersen vígði hina endurbygðu
kirkju.
Fyrsta prestsvígsla fór fram í
Reykjavíkur-dómkirkju 13. nóv.
1796. En síðan telst mjer svo til
að vígðir hafi verið þar 700 prest-
ar. Fyrsti dómkirkjupresturinn var
Guðmundur Þorgrímsson, langafi
sr. Sigurðar Sívertsen vígslubisk-
ups. Þá Geir Vídalín og síðan hver
af öðrum.
Margir merkir og sögulegir við-
Framh. á bls. 542.