Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 32
LESBÓK M0RG17XBLAÐSINS 544 Verðlaunamyndagáta Lesbókar TIL LEIÐBEINGAR fyrir ráðendur þessarar myndagátu verður að geta þessa: Þegar gátan er leyst eftir skýringarorðum sínum, verður sá ljóður á ráðningunni á einum stað, að einn stafur er tvítekinn, þar sem að rjettu lagi á að vera einn í ráðningunni, og skal feldur burt, svo ráðningarorðið verði rjett stafsett. Annars er það svo, með þessa myndagátu, sem ýmsar hinar fyrri, er hjer hafa birst, að þar sem ráðendur eiga erfitt með að finna, hver eru skýring- arorð mvndanna, geta þeir oft fundið rjetta ráðningu með því að athuga eðlilegt framhald efnislega, þegar þeir hafa áttað sig á, um hvaða málefni ráðningin fjallar. Ráðendur muni sem fyrr, að ekki er gerður greinarmunur á i og y, og að innbyrðis afstaða myndanna kemur til greina við ráðninguna. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rjetta ráðningu, ein á 100 kr., tvenn á 50 kr. — Ráðningar sjeu sendar af- greiðslu blaðsins fyrir 4. jan. merktar „Myndagáta". Smælki — Níels gamli er níræður í dag, hann er þá fæddur 1854. — Já, en á Akureyri er maður, sem er fæddur 1762. — Það er algjörlega ómögulegt. — Nei, það er satt, það stendur á legsteininum hans. . ★ — Pabbi, gefðu mjer sítrón. — Nei. — Pabbi, gefðu mjer sítrón. — Nei, strákur. — Pabbi. gefðu mjer sítrón. — Ef þú hættir ekki, þá kem jeg og flengi þig. — Pabbi, ef þú kemur að flengja mig, þá komdu með sítrón um leið. ★ — Nú, það gengur þá ekkert að þjer, kunningi. — Nei, hversvegna spyrðu? — í gær sagðistu þurfa að flýta þjer til læknis, og rjett á eftir sá jeg þig vera að tefla við mann inni í kaffihúsi. — Það var læknirinn. í CÍAMALDAUS háskóla voru stiklentarnir þrjú ár áður en ]>eir gengu undir lokapróf. Fyrsta árið voru þeir kallaðir vit.rir nienn, ann- að árið voru Jteir kallaðir heimspek- ingar — þessir sem óska þess að vera vitrir menn og þriðja árið voru þeir álitnir meðal skussar. ★ KRISTÍN Svíadrottning sló hin- um fræga niálfræðingi Vossius eitt sin gullhamra með því að segja, að hann vissi ekki einungis, hvað- an öll orð væru runnin, heldur vissi hann einnig, hvert þau mvndu fara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.