Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 28
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Kaj Munk og barátta hans skólamönnum, ekki prcstum, ekki mciri hlutanum. — éngum af þessum fyrr en hlutaðeigendur vöknuðu og, minntust þess, hverju mannkynið í raiui og veru cr að berjast fyrir. Stríð geisa yfir jörðina, þau eru smámunir cinir í augum postula sannleikans. — En þau myndu ekki geisa, cf aðeins eitt skilyrði væri uppfyllt, — ekki ef sannleikurinn rjeði. Kaj Munk vissi þá staðreynd, að með moldviðri lyga og mammons- girnd er stríðunum af stað hrundið. Ótíndir skálkar hrópa á rjettlæti og segja, að fyrir það verði að berjast og drepa, — til þess eins að þeir græði meira fje. Menn hneygja sig fyrir þeim, sem sparkar upp hurðum friðsamrar þjóðar, svo orð Kaj Miuik sjeu viðhöfð. Menn hneigja sig, en krefjast ekki. Menn sjá ekki, að hjer er um lífið að tefla, þeir standa ekki á rjettinum. Lygin hvíslar þeim ljúfum orðum í eyra og vinnur á meðan sín eyð- ingar störf, gcrir menn sljófa, kyrkir sannleikann í greip sinni, vegna þess að formælendur hans skortir kjarkinn, eða hyggjast sjá, að baráttan sje tilgangslaus. Kaj Munk gengur upprjettur framan að öllu, sem aðrir segja við og segja jafuvel um: Ilvað kem- ur mjer þctta viðEn baráttu. mönnum sannleikans er ekkert ó- viðkomandi. l’eir hlífa cngu. Þeir vita sem cr, að baráttan milli sann- leika og lygi í heiminum verður aldrei útkljáð mcð samningum. Hún verður ekki útkljáð nema með eyðingu annarshvors aðilans. Og þeir sem unna sannleikanum, sjá enn von, einmitt vegna manna,- cinít og Ka.j Munk og bans líka, manna, sem hafa verið myrtir, vegna þess aö þeir töluðu hiua forsmáðu rödd sannleikans, manna, sem hefir verið gert ómögulegt að vinna sjer brauð vegna hins sama, mönnum, sem hafa verið lokaðir inni í geðveikra- hælum af sömu orsök. — Af þess- arri upptalningu geta vinir sann- leikans s.jeð, hvort enn má sín meira í heiminum, hann eða lygin. Af því geta þeir og sjeð, að það er ekki víst að aðrir verði alltaf til þess að falla fyrir þá, heldur verði þeir sjálfir að draga lir slíðr- um sitt ryðgaða sverð, og hætta að tauta niður í bringuna um það, að þessi barátta komi sjer ekki við. ★ Nl' ERU JÓL og við minnumsfc fallinnar hetju. \’ið minnumst manns, sem var prestur og datt ald- rei í hug að þræða þann veg í ræð- um sínum, að hann væri viss um að hann talaði svo, að ckkert sóknar- barna hans hneykslaðxst á máli hans. Við minnumst manns, sem var maður eins og við, manns sem átti heimili, sem hann unni; konu og börn, sem bann elskaði, og undi’ sjer best með, manns, sem var þrif- inn brott frá þeim af morðingjum, og skilinn eftir nár á förniun vegi, aðeins vegna þess að hann þorði að boða málstað þess barns, sem vjer s.jálfir minnumst nú i kvöld, að fæddist í heiminn, til þess að ganga þyrnum stráða braut. En það er svo erfitt að legg.ja á sig fórnir. Mehn geta ritað fögur orð um þá sem þorðu að gera það cins og jeg geri lijer. Þó væri sig- urinn undurljettur, ef aJbins nógu margir, sem finna ástrjðu sannleik- ans svella í blóði sínu, þyrðu að standa sameinaðir til átaka. En meðan einn og einn rís upp og fell- ur, þótt hann hljóti aðdáun miljón- anna, aðdáun, sem því miður aðeins kemur fram i ovðum, sem oft eru töluð vegna þess að fjöldym talar svo, þá cr cnginn endir á vanmætti sannleikans í heiminum. Meðan svo standa sakir verða hcldur ckki raunveruleg jól. — — 1 Vedersö á Jótlandi cr prestsetrið hljótt í kvöld á heilagri jólanótt. Heimilisfaðirinn er horf- inn og hann keraur ekki aftur, til þcss að svipast um á hinni dýrð- legu jörð föður síns, til þcss að horfa í augu konu sinnar og barna. Og þú lesari minn, sem lifir jólin í samvistum við elskuð augu, sem blika á móti þjer, sem finnur kær- leiksyl elskaðra handa fara um þig, minnstu hans, sem fjell, en þó fyrst og fremst þess að þú mátt ekki segja, að svona hljóti það að vcrða. Ilugsaðu þjer hcldur að ef þú fylg- ir málstað sannleikans í hverju sem cr, að þú látir aldrei lvgina miklu, sem heiminum ræður, gera þig að þræli sínum, þá muni ekki þurfa að færa slíkar fórnir, sem prests- hcimilið í Vedersö hefir fært, þá juuni að lokum renna upp yíir hina þjáðu jörð vora jól, sem jól mega kallast, — jól sannleikans. Barátta og fórn Kaj Munk má IDkkí verða unnin fyrir gig. — Smælki — Geturðu ekki tciknað skrípa- jnynd af mjer? — Það er hreinasti óþarfi. — Hversvcgna? — Líttu bara í spegil. ★ — Hversvegna ferðu ekki lieim? — Konan min er reið við mig. — Hversvegna cr hún reið við þig? — Vegna þes;. aö jeg kem ekki beþa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.