Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 24
LESBÓK MORUUNBLAÐSINS 5-'{6 VIÐ llLIÐIísA á Kiljan á legu- bekknum þar sem hann sat, var svolítill flosaður svæfill með sjer. kennilega fínum litum, sem senni- lega hafa fríkkað með aldrinum. Kiljan benti á stafina á miðjum svæflinum K. Ó. S. — Klængur Ólafsson, það var langafi minn, scg- ir liann. Islenskt flos. Þessa handa- vinnu kann enginn lengur. — Einkennilegl nafn Klængur. — Það er í móðurætt minni. Þessi Klængur var bóndi á Kirkjuferju í ölfusi. En dóttir hans, Guðný, var amma mín. Klængur missti konu sína, en giftist aftur Ingibjörgu, móður sr. Davíðs Guðmundssonar á Hofi. Ilún var áður gift Guð- mundi Ólafssyni á Vindhæli á Skagaströnd, en þau skildu os var sögulegt. eins og sagt er frá í Skajr- strendingasögu Gísla Koni’áðsson- ar. Við Davíð í Fagraskógi enim ekki beinlínis skyldir. en venslaðir að því leyti. að langamma hans, Ingibjörg frá Vindhæli var stjúpa ömrnu minnar. Amma talaði oft u.rn stjúpu sína og hafði miklar mætur á hendi. Amma bjó líka í Kirkjuferju. Maður hennar drukknaði í ein- hverju frægu sjóslvsi í Þorlákshöfn. Jeg hefi aldrei kynt mjer það neitt. Þeir vita allt um það, Guðni Jóns- son og Sigurður frá Flóagafli. — Var $etta mikil söguamma, G.uðný Klængsdóttir? — Hún hefir líklega haft meiri áhrif á mig, en nokkur önnur per- sóna í lífinu. Hún hugsaði svto vel um mig, þegar jeg var lítill. .Teg lærði svo mikið af henni. Allt mögulegt. Hún hafði alltaf á hrað- bergi ógrynnin öll af kvæðum, sög- um, þulum, sálmum og ættartölum. Hún sagði mjer svo mikið um afa sína og ömmur og fólk, sem lifði í móðuharðindunum, og mjer fannst nærri því jeg hefði lifað með þenni alla hennar ævi, móðurharðindin með og ennþá eldri tíma. Enn þami dag í dag kann jeg feikn af kveðskap þeim, sem hún kenndi mjer og sumt af því, sem jeg hefi lært síðan, finnst mjer líka vera frá henni. Rímnapartar, þulur og göfnul kvæði. — Hver var eftirlætisþulan þín af þcim scm hún fór með? — Þórnaldarþulan. Biddu fyrir þjer. Hún tók öllu fram. Mjer þótti verulega gaman, er jeg heyrði hana, því hún var svo futuristisk. En. amma var alltaf treg til þess að fara með hana. llún vildi ekki hafa yfir neitt, nema það sem var skyn- samlegt. — Jeg kannast við þetta þulu- nafn. en man ekki efnið. — Það var eitthvað á þessa Leið: Búið var að dæma mann á Al- þingi til lífláts. En þegar átti að íara að fullnægja dómnum og taka manninn af lífi, þá kemur þar ó- kunnur maður og byrjar að fara með þuluna. Allir viðstaddir hlust- uðu agndofa á hann og gleymdu sjer. En þegar þulan er á enda, er hinn seki horfinn og fannst hvergi. — Danslilja, fræg þula var líka mitt uppáhald. Hún byrjar svona: Við í lund lund fögrum eina stund sátum síð á sáðtíð sól rann í hlíð. Amma kenndi mjer líka sæg af orðum úr alþýðumáli, sem jeg hefði ekki annars kunnað. En sann- leikurinn er sá, að allt Suðurlands- undirlendið er hafsjór af íslensku máli, sem er meira og minna ókann- að. Alltaf þegar jeg fer austur fyr- ir fjall, í hvað stutta ferð sem er, finn jeg eitthvað nýtt. Maður þarf ekki annað en heyra Sunnlendinga tala saman* stundarkorn í áætlunar- bíl, til þess að læra sjaldgæf orð af vörum þeirra. ÍIVAÐA LÍFSLEIÐ vildi amma þín velja þjer, þegar þú næðir fullorðinsaldri? Hún var ekkert að hugsa um það. Hún prjónaði og spann, og óf líka meðan hún hafði krafta til þess. Það var ekki til siðs á hennar dög- um, að vera að hugsa neitt um hvað úr manni yrði. Börnin voru á hcnnar tímum alin upp við kvæði og þulur og sögur, og gert ráð fyr- ir að þau yrðu menn, rjctt eins og hitt fólkið í landinu. En öll ljóðin hennar og þulurn- ar og þetta, sem var menntun henn- ar og lærdómur, hefir fylgt mjer alla ævi. Hún er, og verður vonancli alla tíð, eins og partur af sjálfum mjer. Hún er hjá mjer í huganum við öll mín störf og á allri minni vegferðareisu gegnum lífið, alveg eins og hún fylgdi mjer, þegar jeg var ki'akki, Oft dreymir mig hana og það þykir mjer ánægjulegt. - Fylgdi hún þjer eftir þegar þú ljekst þjer sem barn? — Það hefir hún eflaust gert, meira en jeg vissi af. Og samferða vorum við á mínum fyrstu ferða- lögum. Það var þegar við fórum að sækja mjólkina til Einars Finns- sonar á Klapparstígnum. Jeg er nefnilega fæddur í Reykja vík. hjerna við Laugaveginn, sem er fremur óvenjulegt um menn á mínum aldri. Því árið 1902, var ekki fleira fólk í Reykjavík, en cr á Akureyri nú. Foreldrir mínir fluttu að Lax- nesi í Mosfellssveit þegar jeg var þriggja ára eða svo. — Hvað mannst þú markverðast úr lífi þínu hjer i Reykjavík fyrstu árin? — Eiti, og annað. T. d. að jeg var óttalega hræddur við ýmsa karla, sem gengu um götiuia. — Til dæmis? — Jón „söðla'* frá Hlíðarenda koti, þennan sem trúði á útilegiu menn og sótti um styrk til þings- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.