Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1944, Blaðsíða 26
538 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS list eða mynillist, engin „tradition“ með þjóðinni í þeim efnum. Skáld- skapurinn einn blasti við, hin mikla aflfjöður þjóðlífsins frá fornu fari. ★ l’ðl ÞAÐ LEYTI sem jeg var í Iðnskólanum, skrifaði jeg langa skáldsögu, sem hjet að mig minnir „Afturelding“. Jeg hefi líklega ætl að með henni að slá út sögu Torf- hildar Hólm, sem hjet Elding og var einhver sú mesta skáldsaga sem, jeg þekti í þá daga. Þegar jeg var horfinn frá hljóui. listinni og gibsmyndunum. fór jeg að lesa undir gagnfræðapróf. í það fóru tveir vetur. Það var siður þá, að stytta sjer leið í gagnfræða- próf, með því áð lesa utan skóla á tveini árum. Þá hitti jeg Tómas Guðmundsson og fleiri góða menn. Haustið 1918 settist jeg svo í 4. bekk að afloknu gagufræðaprófi. Jeg entist ekki til þess að vera þar allan veturinn, fór áður en að prófi kom. Var afskaplega áhugalaus við námið. Altaf að hitgsa uni stór skáldverk. Las skáldskap, lagði stór plön. — Uppáhaldsskáld þín þá? — Yoru Björnson og Hamsun, einkum þó Björnson. Hann var svo mikill vinur æskunnar. 1 jólafríinu skrifaði jeg svo fyrstu bókina, sem var gefin út. Barn náttúrunnar, hjet sagan. — Hver gaf hana út ? <— Utgál'an mun hafa verið ein- hverskonar .einkftfyrirtæki, en Ar- inbjörn Sveinbjamarson annaðist sölúna. — llm hvað fjallar „Baru nátt- úrunnar“? — Það var, minnir mig, einhver draumur um sveitastúlku og mann, sem kom frá Ameríku. Hrœðileg bók að jeg held. Hreinskrifaði hana aldrei. Fvrsta uppkastið fór í préntun. Má nærri geta hvernig það hefir verið. Áður en til prófsins kom, var jeg koniinn til Daninerkur. Utþrá- in ákaflega sterk. 1 þá daga öllu öðru yfirsterkari. ★ I HÖFN hitti jeg kaupmann. sem sagði mjer að fara að skrifa í blöð- in og þjena peninga. Mjer hafði aldrei dottið í hug að skrifa á dönsku. Og Dan- mórk var mjer ókunnug. Festi þar aldrei yndi. En nijer datt eitt og annað í hug, og jeg skrifaði smá- sögur. Þter runnu ofuní Berlinginn. Það skil jeg ekki þann dag í dag. Þá var jeg 17 ára. Kom svo heim næsta vor. lljelt áfram að skrifa. Þorsteinn Gísla- son var þá ritstjóri Morgunblaðs- ins. Ilann keypti af mjer sögurnar og birti þœr. Þær voru kallaðar Nokkrar sögur. Jeg hef aldrei s.jeð þær síðiin. Atti heldur ekki á góðu von þegar jeg kom heim, og hafði „Babn náttúrunnar“ á samvisk- unni. B.jóst við, að fólk mvndi líta á mig á götuhni og segja: „Þarna er maðurinn, sem skrifaði vitlausu bókina“. Árið 1919 dó faðir minn úr lungnabólgu. Móðir mín lijelt á- frant búskaþ á Laxnesi. En þú get- ur ímyndað þjer, hvað fólkið í sveit inni sagði unt mig, sem hafði aldrei nent að vinna, settur til menta. og nenti því ekki heldur. nenti engu, nema skrifa siigu])vogl, og toldi' ckki einu sinni heima. ★ BRÁTT SIGLDI jeg aftur. Fór til Þýskalands ogAusturríkis. Yaraltaf að skrifa. Ein sagan hjet að mig minnir .Heiman ek fór‘, eða eitthvað svoleiðis.Það átti að verða stðr bók. En jeg uppgafst við hana eftir langa mæðu. Átti eftir nokkra kapí tula. Fannst þá að öll samsetning hennar væri vitlaus. Handritið er tínt t'yrir löngu. Týndi svo mörgu á ferðalögunum éða skildi eftir handrit hjer og þar, til þess að þau íþyngdu mjer ekki. Einu sinni fór jeg til Ameéíku á þessum ánun brugðust fjárafla- vonir og fór til baka með sama. skipinu. Jeg þóttist heppinn að ná sama landi. l’ór frá Hamborg með flutningaskipi. Á því var ofurlítið Vesturfara-farrými. Þegar vestur kohi átti jeg rjett fyrir fargjaldinu til Hamborgar aftur. Kr jeg kom til Danmerkur eftir Ameríkuferðina. kyntist jeg Ball- ins-f jölskyldunni. sem margír kann- ast við. Ríkt fólk. Gott fólk. Gyð- ingar. Þeir voru mjer mjög hjálp- legir þegar jeg þúrfti á að halda. Nú kom til orða að jeg kæmist í ítalskt klaustur. Þessir kunningj- ar mínir komn mjer í samband við danska skáldið Johannes .lörgen- sen. llann var þá sestur að í Ass- isi á Ítalíu. Ekki varð úr að jeg færi þangað suður eftir. En .Jörgen- sen kom mjer í klaustrið Saint Mau- riee de Clervaux í Luxémburg. Þar var jeg í tvö ár. Þar lifði jeg eins og blóm í eggi. Það var indæll tími. Þegar jeg hafði dvalið þar um skeið gerðist jeg kaþólskur. — Frelsuð sál ? — Já. A meðan það var. í Cler- vaux klaustrinu voru yndislegir meníi. Þar lærði jeg m. a. að tala frönsku, og talsvert í latínu. Kaþólski tíminn var mjer eins og skemtiferð á vordegi. Sko, þarna uppi á veggnum er mynd frá þeiin tíma. .leg het' liana altaf hangandi yfir rúminu mínu. Þessi maður í hvítu skikk.junni er danski fræði- maðurinn dr. Konrad Simonsen. Hann kom til að taka kaþólskatrú. Hann var skírður sama daginn sém myndin var tekin. Hann ér þarna í „hvítavoðum“. En jeg var skífn- arvottur hans. Jeg var eini Norð- urlandabúinn, sem þá átti þarna hcima. Þessvegna hlotnaðist mjer sá heiður. Sjerðu þarna gaiula manniún næsl lengst til vinstri á myndinm. ögleymanlegur maður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.