Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 565 VERÐLAUNAKROSSGATA inn og kosta flutning á honum upp að Álftartungu. En hefði hann ver- ið rifinn og timbrið selt á uppboði, mundi ekki hafa fengist fyrir það tíundi hlutinn af því, sem hann hafði kostað. Kórinn var því fluttur að hinni nýa dómkirkju til þess að notast þar sem sakristía, en það hafði ver- ið vanrækt að byggja þar sakristíu. Vjer litum svo á, að dómkirkjan lilyti að vera eigandi að því tirnbri, sem Álftartungukirkja þurfti ekki að nota, eins og hún fekk allan skrúða og gripi gömlu kirkjunn- ar. Það mundi líka hafa kostað hans hátign alt of mikið að láta byggja sakristíu úr steini við dómkirkj- una, þar sem kór gömlu kirkjunn- ar, er var nýlegur, dugði til þess Þanmg fór þá um gömlu kirkj- una. Hún mun hafa staðið í Álftar- tungu á meðan kirkian þar var bændaeign, eða rúm 70 ár. En þeg- ar söfnuðurinn tók við kirkjunni, var gamla kirkjan rifin og ný kirkja bygð (1873). ----o---- Um langt skeið var dómkirkjan eina guðshúsið á Seltjarnarnesi, eða þangað til kaþólska kirkjan kom og síðar fríkirkjan. Dóm- kirkjan var í upphafi of lítil fyrir söfnuðinn, hún var stækkuð, en var of lítil samt. Þá voru hier í Reykjavík um 1000 íbúar. Nú hefir sú tala rúmlega fimmtugíaldast. En nú eru líka að rísa upp að nýu kirkjurnar, sem lagðar voru niður þegar dómkirkjan kom, Nes- ldi'kja og’ Laugarneskirkja. Og auk þess er að risa hjer ný kirkja, Hall- grímskirkja, sem á að verða veg- legust þeirra allra. En skyldu menn nú sækja þessar rúmgóðu, uppljómuðu og hlýu kirkjur bet- ur heldur en gömlu, lágu, köldu og dimmu kirkjuna við Aðalstræti? Á. Ó. ^ ^ ^ ^ ^ Lárjett: 1 ílónin — 13 forfeðranna — 14 haf — 15 sjór — 17 tveir samliggjandi — 18 ílát — 20 drykk — 21 æst - 22 fikaði — 24 jurta — 27 nærðust — 28 innihald — 30 ataðar —32 fyrir báta — 33 vinnuvjel — 35 hinir heldri — 36 holskrúfa — 37 iðnaðarmaður — 38 korn — 39 fjársjóð — 42 fari áfram — 44 ríkulcgt — 46 mælir — 48 gróf — 50 rnönnum — 51 dýpi — 53 ljclcg- an — 54 tveir samhljóðar — 55 mat- iöng — 58 ending — 59 fugl — 61 frum- efni — 62 atviksorð — 63 kleppstæka — 64 fi'úr — 69 frumefni — 70 lengra frá — 71 guð — 72 á skipinu — 73 laus við eftirlit. Lóðrjett: 1 gjafir — 2 komast — 3 lærði — 4 fæst úr dýrum (þf.) — 5 óþekktur 6 endafjöl — 7 nrannsnafn (forn rit- háttur) — 8 farrgamark — 9 likanrs- hluta — 10 auöur — 11 nýgræamgur — 12 ömurlegt tímabil — 16 skyld- mennin — 19 vindinn — 21 nrikill fjöldi — 23 ósljettum — 25 far áfram! — 26 tveir ósamstæðir — 27 pípurnar — 29 tveir samhlj. og einn sjerhlj. — 31 skel — 33 smáskvetta — 34 mæli- kvarði — 40 litsterkri — 41 skemmt- un — 43 mannsnafn — 45 óðauðu — 47 nokkur — 49 tæti af — 51 upphróp- un — 52 tónn — 56 hefir verið kennt — 57 falla út — 60 dýr — 63 cld- slæði ■— 65 ungviði — 66 þykir vænt unr — 67 lærði — 68 verkfæri . l’að skal tekið fram, að í kiosagát- unni er je notað i stað é. Þreiui vcrðlaun verða veitt fyrir rjettar ráðningar, ein á kr. 100,00 . og tvcnn á kr. 50,00. — Itáðningar vcrða að liafa borist Morgunblað- inu fyrir 6. janúar. ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.