Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 4
560 LESBÓK MORGUNBLADSINS (yón ^TuóunS dómhirhiiiprestur: HEIMÞRÁIN HÁTIÐ HEIMILANNA segja menn að jólin sjeu, og betur að þau væru það í sem allra rikustum mæli. Þau eru það víða, þá eru hús vor og heimili prýdd og einhver sá ilrnur af bessum dögum, að vjer finnum hann aldrei annan eins. Þótt miklar sjeu annir fyrir jóiin hvílir þetta á einhverju allt öðru en því, sem hin ytri umsvif fá til vegar komið. Vjer kviðum því í fyrra, að jólin yrðu snauðari vegna þess að vjer fengum ekki jólagreni. En urðu jólin nokkuð snauðari fyr- ir það? Fyllti ekki ilmur jólanna húsin, þótt enga angan af jólagreni legði um stofur vorar? HÁTÍÐ HEIMILANNA, — já, og einnig í þeim skilningi, að jólahelgin hvetur hugina heim, — heim á minningarland bernskunnar, þar sem vjer áttum bernskujól. Liða svo nokkur jól, að hugur þinn leyti ekki þangað og finni ekki þar heilagt land helgra minninga? Þá voru föngin færri en nú til að skapa hina ytri hátíð, en það skipti engu máli, þá var hátíð i sálu þinni er bú áttir jól í móðurfaðmi og við föðurknje. Síðan er leiðin þín e. t. v. orðin löng. margt hefir á dagana driíið og hjartað hcfir kólnað. En finnurðu ekki þó, að engin jól mátlu lifa svo, að í gegn um Ijósmóðu þeirra sjáir þú ckki hið helga minningaland bernsku þinuar, þar sem móðir þín bjó þier jóJ, og faðir þinn kveikti litla ijósið. IIÁTIÐ IIEIMILANNA cr gjöf hans til vor, sem sjálfur var heimilislaus, þegar hann fæddist .... Hús í'rá húsi gengur Jósef óg leitar að næturstað, því að nóttin er að detta á. Og allsstaðar verður María, sjúk og þreytt, að heyra sama svarið, og hann, sem gefur oss hátíðina miklu. sem gerir hreysið að holl og heimilið að helgidómi, hlýtur fyrstu hvíluna á jörðunni í dýrastalli Frá æskuheimilinu í Nasarct álti hann vafalausl margar dyiuiælai inhiningar, cn •.iðar a ævmni átti hauii !r. sigi hcíði ííiíu, qó 40 hiiW. HEIMH4SLAUS varð hann, og átti þó heimili, sem enginn gat svipt hann. Ofar þessari dapurlegu jörð, sem tók kuldalega á móti honum og flæmdi hann að lokum með grimd og ofbeldi burt, átti hann heimili. Þar var hann konungur þótt á jörð- unni væri hann alislaus þjónn. Þar var hann haf- inn í dýrð, þótt hann væri smáður og fyrirlitinn meðal mannanna. En til þess var hann kominn til jarðarinnar, að vísa mönnunum veginn, til þess kominn, „------------ að greiða götu til Guðs og friðar barnsins þrá" (G. G.) Þrá mennirnir þangað heim? Þeir sögðust ekki gera það, en hann vissi, að í sjerhverri mannssál blundar þessi þrá, og að þótt leiðin liggi um lönd synda og sorga og leitað sje á vegum glaums og lasta, finnur mannssálin aldrei írið fyrr en hún þekkir og finnur heimkynnið hið efra. „HEIMÞ8Á vor til Guðs er liísins kjarni" (E Ben.) — þráin til hans er það innsta og dýpsta, sem líf vort geymir, frá honum er það komið, til hans hiýtur það að hníga. Og jólin vísa sálunni veginn heim. Þau opna þjcr hliö þeirrar veraldar, cr geymir þaö hæsta, seni hugur þinn heíir lært að elska, hið helgasta, scm hjarta þitt heíir lært að þrá. Þar grætur cnginn af annairu grimd. Þar er enginn blettur saurgaður blóði. Þar er hver lii'shræring vígð til þjónustu við kærleikann og lógmál bræðraiagsins. Þar er Kristui konungur Þennan heim opnar þjer hann, sem var lagður í jótu og fæddist til svo ömurlegrar í'átæktar, að ekki vildir þú skipta kjörum við hann. En í fátæktinni var auðlegð hans slík, að af ..gnægð hans höfum vjer allir þegið" og af henni munu milljónirnar þiggja enn. Undir því er hamingja þeirra komin, Qg um það cr reynsla aldanna að sanníæra stöðugt í'leiri ug i'leiri inenii. -fi l-.circi ; Jiiníxfnig rt'jiiv or maH Guð get J^.l .E« LESILEt JOL -*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.