Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 567 hún verið trúlofuð einum af glæsi- legustu mönnum landsins. Ham- ingjan virtist brosa við þeim, en þá vildi það til að hann hvarf alt í einu þegar hann var á ferða- lagi milli fjarða. Han? var lengi leitað, en án árangurs, og skömmu síðar urðu menn varir við að út- lent skip var á sveimi á sömu slóð- um og ljet í haf áður en hægt væri að hafa samband við það. Það var álit margra að þetta mundi hafa verið sjóræningjaskip. Það var ekki óalgengt að erlendir sjóræn- ingjar gerðu strandhögg við strend ur landsins, og nú gekk Björn bóndi að því vísu að tilvonandi tengdasonur sinn væri þræll ein- hversstaðar erlendis, ef hann væri þá lifandi ennþá. Þórhildi íell þetta svo þungt, að hún krafðist þess að ganga í klaust- ur eftir þennan atburð og helga líf sitt guðræknilegum iðkunum. En faðir hennar fekk því afstýrt með fortölum sínum. Honum var það óþolandi hugsun að einkadóttir sín skyldi liljóta þau forlög að loka sig út frá heiminum í blóma lífsins. En nú lá við að hann sæi eftir því. Þórhildur var altaf sorg- bitin og leit með fyrirlitningu á það líf sem flestir álitu eftirsókn- arverðast. Ef til vill hefði tilver- an innan klausturveggjanna haft læknandi áhrif á sál hennar. — í þetta sinn var hann þó ekki að hugsa um slikt. Fólkið var að verða ferðbúið og nú hvildi sú þunga skylda á herðum hans að velja þá stúlku úr hópnum, sem ;itti að vera heima jólanótt sjálfa. Honum duldist það ekki að stúlkurnar reyndu að' fela sig íyrir honum er hann gekk inn í eldhúsið. En slíkt mundi eigi duga, því að ein þeirra hlaut undir öllum kringumstæðum að taka á sig þessa skyldu. „Látum okkur sjá", sagði hann hugsandi. ,,Hver ykkar var heima siSustu jol?" Engin svaraði. Björn bóndi hnyklaði brýrnar. Hann var því vanastur að fá svar við spurning- um sínum, og enda þótt hann skildi stúlkurnar, var ekki laust við að honum þyngdi í skapi. „Jeg vil gjarnan vera heima, fað ir minn", sagði Þórhildur loks þeg- ar engin stúlknanna svaraði. Faðir hennar leit undrandi á hana. „Þú?" sagði hann eins og liann tryði henni ekki. „Já. Hví skyldi jeg. ekki geta sjeð um húsin eins og hver ann- ar?" mælti hún með gremju í röddinni. Björn bóndi draup höfði, Vitan- lega hafði dóttir hans á rjettu að standa. Og hann vissi af reynsl- unni að hún mundi ekki vilja ann- að heyra, svo að honum var eins gott að samþykkja það strax, enda þótt honum væri það alt annað cn ljúft. „Jæja, gerðu sem þjer sýnist". sagði liann um leið og hann fór út. Stúlkurnar urðu aftur glaðar í bragði. Þær gáfu sjer meira að segja tíma til að þakka Þórhildi með mörgum fögrum orðum fórn- fýsi hennar, því að fórnfýsi hlaut þetta að vera. „Ekkert að þakka", sagði hún. „Sólveig gamla verður hjá mjer, því að engum dettur í hug að hún fari neitt á níræðisaldri .... og jeg hef enga trú á að nokkuð ger- ist fremur í nótt en aðrar næt- ur". Staðarfólkið ók i sleðum til kirkj unnar. Það var tunglsljós og förin gckk greiðJcga yl'ir íslagðar mýr- arnar. Björn bóndi reið á undan sleðalestinni. Þórhildur stóð í dyr- unum og horfði á eftir fólkinu bang að til það hvarf fyrir hornið á Staöarfjalli. Þá gekk hún inn aftur. Hún hafði margt að staría uni kvóldiö, því aö foikiö þurfti aS fá eitthvað að borða þegar það kom heim frá kirkjunni. Matur skyldi vera til reiðu handa öllum. Þórhildur gekk að störfum sínum í besta skapi og raulaði gamalt vikivakalag fyrir munni sjer. „Hvað ertu að raula á helgu kvöldi, stúlka!" sagði Sólveig gamla alt í einu og stakk höfðinu inn um eldhúsdyrnar og virtist vera stórhneyksluð. Þórhildur hætti strax að raula til þess að gera gömlu konunni ekki gramt í geði. „Get jeg gert eitthvað fyrir þig, Sólveig mín?" spurði hún. Sólveig gamla staulaðist á undan henni inn í svefnhús kvennanna og fór upp í rúm sitt. Þórhildur settist á rúmstokkinn hjá henni Sólveig gamla hafði verið hjá Birni bónda síðan hann hóf bú- skap á Stað. Hún haíði verið vinnukona hjá íoreldrum hans í mörg ár. Hún var nú orðin svo veikburða að hún yíirgaf sjaldan rúm sitt, en hún virtist hafa ó- skerta sálarkrafta, og þaö var al- mannamál að hún vissi meira en almenningur. Eitt sinn lá við að fjölkyngisorð felli á hana, og það gat verið hættulegt, þar sem ein- mitt um þessar mundir hafði kom- ið upp galdramál í nágrannasveit- inni. „Hefurðu farið með mat handa álfunum?" spurði gamla konan. „Nei". Gamla konan leit á Þórhildi og það var ásökun í augnaráöinu. „Flýltu þjcr aö gera það, barn!" — Þórhildur þorði ekki annað en hlýða, þótt hún væri vciktrú- uð á þennan cidgamla sið. Hún íylti trog ai' allskonar kræsingum og bar það út í fjárhús á túninu. Það boðaði óhamingju el' látið var undir höfuð leggjast að fylgja þess- um eldgamla sið. Þcgar Þórhildur kom inn aftur, var gamla konan orðir. roiegri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.