Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 22
573 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svo nasbitinn var Þolinmóður eft- ir þennan örstutta leik, að lægra var um framstefni en miðskipa og hálfur af sjó. Var svo lagt að mið- síðu á hljeborða, gengum við þar upp kaðalstiga. 2 skipsmenn stóðu sinn hvoru megin stigans, tóku þeir undir hendur hvers eins, er upp að öldustokknum kom, og umluð'u lágt gleðióp við hvern, sem þeir innbyrtu. — Meðan við vorum að komast í skipið, datt í logn, en bár- Stt komu úr tveim áttum og varð af þvi ósjór nokkur (spýtingur) Okkur var fenginn til afnota stór salur aftur á dekkinu, tómur og óhitaður. Við vorum nýkomn- ir þar inn er við heyrðum, að hvein í reiða og sjór buldi á og yfir skipið. Var þá samkvæmt veð- urvenju á Suðurnesjum, eftir aust- anverðrið rokinn upp öskuhvass útsynningur með tilheyrandi stór- sjó. Þegar verst ljet um kvöldið varð einum fjelaganna að orði: „Ekki vcrður feigum forðað. ef þetta skip skyldi nú farast með okkur alla". Fyrst enginn svaraði, fell það tal niður. Þegar nýlega var hvesst aftur, gekk Páll og nokkrir aðrir að líta eftir Þolin- vnóði, sem var aftan í. Þeir komu mátulega til að sjá hann sökkva, fremsta þóftan ein var eftir í kað- alendanum. Var það mikið tjón fyrir Pál, sem hann fjekk að engu bætt. Þrátt fyrir rokið, stórsjóinn og lætin í skipinu, var okkur bor- inn heitur og góður matur, einnig kaffi og tc cins og liver vildi. Kom það sjer vcl, því við vorum írem- ur illa á okkur komnir cftir slark- ið um daginn. Var svo brcitl scgl undir og annað yfir allan hópinn, en ekki varð okkur svcfnsamt vegna hrolls og kulda. Skipið halsaði svo alla nóttina Uni morguninn, þcgar bjart var orðið, fórum við á kreik. Veður var þá fariö að lægja, en alda stór, vindur vestlægur og vel bjart að sjá til fjalla. Eftir afstöðu Esju til Akrafjalls, og Snæfellsjókul vel skíran og ekki fjarlægan í norð- ur, töldum við okkur vera á Vest- urköntum eða í Jökuldjúpi. Ekki vorum við sterkir í norsk- unni. Jón Steingrímsson var okk- ar fremstur í þeirii íþrótt. Er við höfðum legið þarna æði langan tima í björtu veðri og góðum byr til Reykjavíkur, gekk Jón á tal við einn skipverja fram á sicipinu. svona um daginn og veginn fyrst, en segir svo: „Hversvegna er ckki siglt?" Skipverjinn er seinn til svars, en svarar loks á þessa leið: , Enginn af skipshöfninni hefir kom ið til íslands fyrr, við hofum siglt hjer meðfram ströndinni í ellefu daga, en svo langt frá landi, að aðeins sjer til fjalla. „Hann" virð- ist ekki viss hvar Peykjavík cr". Samtalið slitnar. Jón mjakar sjer hægt aftur cftir dckkinu. Þar stendur skipstjóri og gáir til lands. Jóti stendur svo þar, cins og hann sje að bíða eftir rjetli' augnabliki, bendir svo til Esjunrar og segir: , Þarna er Reykjavík". Skipstjóri lítur til hans efablandinn og svar- ar ekki strax. Svo kom hún í fyrsta sinn spurningin, er s'relt var á vör um hans inn flóann. , Er det sikk- ert?" „Já, jeg hefi í rnörg ár verið háseti á þilskipum frá Reykjavík og þekki leiðina cins og fingur mina", segir Jón af einlægni og sannfæringu. Innan stundar cr skipinu slcgið unclan og stefna tek- in inn i'lóann. Jón vjek svo ckki frá þeini, er stýrði, en oft þurfti hann að svara spurningunni „cr det sikkert?" En um flcira var tulað. Skip stjóri sagði okkur að skipið væri norskt, hjeti „Aldebaran", ö40 tonn að stærð, kom nú með kol og steinolíu til vcrsl. Edmborg í Jlcykjavík. Skipstjóii gaf okkur öllum nainspjald sitt, yiirlætis- Tcikning af „Hrcggvig" laust, lítið, hvítt. Á því slóð mcð smáu skáletri: H. Hnnsen. Annað var þar ekki. Hann spurði hvernig hefði stað- ið á ferðum okkar, er við fund- umst, hvar við ættam heima, og hvernig við færum heim um svo langan veg. Honum var bent á norskan flóabát, Reykjavíkina, sem heldi uppi ferðum frá Reykjavík til nærliggjandi staða Báturinn ætti að fara til Keflavíkur næst- komandi fimtudag og það væri góð í'erð fyrir okkur. Hann sagðist kannast við Reykjavíkina og Vaar- 'lahl skipstjóri væri góður vinur sinn og hann skyldi sjá til þess, að við fengjum frítt far með Vaar- dahl til Kcflavíkur. Það efndi hann. Meðan Aldebaran rennur inn íló- ann, látum við hugann reika að öðrum efnum. Eldey er í Reykjaróst, sem kunn- ugt er, rúmar 7 sjómílur frá Öngla- brjótsnefi (norðurtanginn á Reykja nesi) og þannig í sjó sett, að c;ns vcl sjcst austur með landi eins og norður með. Það cr staöreynd. að fyrir sunnan Reykjanes og langt .lustur mcð landi bcr miklu meira á vcsturstraum cn austur og alveg sjerstaklega í vaxandi austan- stormi er vesturfallið miög hart. í viðbót var stórstraumur umrædd- an dag (3. okt. 1898 var árd fjara kl. 2.13) af þessu og öðiu er frain heiur KomiÖ er augliost, aö vestur-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.