Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 12
568 LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS „Jeg er kannske gömul og heimsk, en hingað til hefir þeim vegnað vel sem fyigt hafa mín- um ráðum", sagði hún drýginda- lega. Þórhildur gat ekki að sjer gert að brosa að gömlu Kununni. — Skömmu síðar var gamla konan sofnuð og Þórhildur var alein með hugsanir sínar. Hún seildi?i efiir útskornum kistli, sem var á hillu yfir höfðalagi hennar. og settist undir lampann og tók að skoða í kistilinn. Hann hafði margt að geyma. Meðal annars voru þar nokkur brjef. Hún handljek þau varlega, sem væru þau helgur dóm- ur. Þessi brjef voru frá Helga með- an hann var í skólanum á Hólum Hún hafði sjálf verið þar fyrri hluta vetrar og þar hafði hún kynst Helga. Móðir hennar hafði beðið biskupsfrúna að kenna henni sauma og hannyrðir og annað sem tíska var að ríkismannadætur lærðu. Þau Helgi höfðu strax felt hugi saman. Faðir hans var lög- maður yfir Norður- og Vesturlandi og í miklum metum. Það var til- gangur lögmannsins að láta Helga verða eftirmann sinn í embætt- inu með samþykki konungs. Og svo hafði hann sagt að eigi sak- aði þótt drengurinn kyntist guð- fræðinni, en hún var ein af aðal- námsgreinum HólaskóLa. Helgi hafði ákveðið að segja föður sínum frá Þórhildi og biðja hann leyfis að eiga hana. Henni fanst ekkert liggja á, en svo varð að vera sem hann vildi. Þau voru saman svo oft sem tími og kringumstæður leyfðu. og þegar hún var farin heim, skrifaði hann henni svo oft sem tck voru á. Bæði hlökkuðu þau til vorsins, þegar skólanum var lokið og hann gat farið frjáls ferða sinna. En — vorið kom ekki í þetta sinh. Á einmánuði var hann send- ur ásamt fleiri Hólasveinum að sækja föng vestur á Strandir. Þeir komu aldrei aftur úr þeirri för. Þeirra var mikið leitað en árang- urslaust, og flestir hölluðust að því að þeir hefðu verið numdir á brott af útlendum ræningjum . .' Þórhildur Ijet brjefin falla niður í kj'ltj á&a. Hún gat ?kki slitiö hugahn frá þessu raunalega atviki og söknuðurir.n fckk vald yfir henni svo að henni lá við gráti. Henni íanst tilveran alt of misk- unnarlaus til þess að hún gæti sett alt sitt traust á hið góöu Cramar. Sá guð gat ekki verið góður. sem ljet slíka óhamingju dynja yfir hana. En svo varð hún óttaslegin yfir sínum eigin hugsunum. Þetta var synd. Hún vanhelgaði sjálfa , jólanóttina með slíkum hugsunum .... Hún ljet brjefin í skrínið aftur og setti það á sinn stað. Svo hallaði hún sjer út af og ljet sjer renna í brjóst..... Hún hafði ekki hugmynd um hvað tímanum leið, og þegar hún vaknaði af blundinum var niða- myrkur í baðstofunni. Lampinn var brunninn út. Tunglið sendi bleik- gula geisla sína inn gegnum ljór- ann. Hún tók eítir litlum glitrandi hlut sem lá á borðinu. Hún tók hann og geymdi við brjóst sjer. Það var lítið lambslíkan úr skíru gulli, Agnus dei. Helgi hafði eitt sinn gefið henni það. „Geymdu það við hjarta þitt og það mun vernda big frá öllu sem ilt er", sagði hann . .. Hún varð óttaslegin. Hún hafði gleymt verndargripnum á borðinu um morguninn þegar hún kom á fætur. Bara að þessi gleymska boð- aði ekki eitthvað óheillavænlegt .... Hún settist undir ljórann og skygndist um úti fyrir. Landið var hulið ís og snjó og tunglsbirtan sveipaði holt og' hæðir íeinhverri slikju; á slíkum nóttum voru álf- arnir á ferli. Alt var svo kyrt og hálí-draugalegt, að það fór hroll- ur um hana. Það var eins og ver- öldin heldi niðri í sjer andanum og biði með eftirvæntingu eftir að eitthvað óvenjulegt kæmi fyrir. Alt í einu dró ský fyrir tunglið, loftið var að þykna upp, það var veðurbreyting í aðsigi. Það varð niðdimt í baðstofunni Hún gat k.tíiiít ljós með nokKrum erfiðis- munum. Alt í einu dundi stormur- inn á þekjunni. Blindbylur var að koma. Þórhildur flvtti sier inn iil Sólveigar gömlu, er svaf í lok- rekkju í öðrum enda baðstofunn- ar. Hún varð meira en lítið hissa er nún sá gömlu konuna titjandi uppi í rúmi sínu, þar sem hún reri fram og aftur og þuldi eitthvað óskiljanlegt við sjálfa sig. Þegar hún sá Þórhildi, rjetti hún báðar hendur á móti henni og æpti". „Rektu þá burtu! Rektu þá burtu!" Þórhildur sá ekkert óvenjulegt. en varð strax óróleg Ef til vill hafði gamla konan sjeð eitthvað óhreint. Hún var skygn. Ef til vill voru húsin full af ósýnilegum ver- um, sem ætluðu að gera þeim ilt .... Og áður en hún vissi af því. var Þórhildur farin að þylja bæn- ir .... Alt í einu hrikti í húsinu. Storm- urinn skall á það, eins og oinhver yfirnáttúrleg óvættur, sem hefði í huga að sópa því alveg burt. Þór- hildur hljóðaði ósjálfrátt upp yfir sig af skelfingu. Hún skipti sjer ekki af særingum Sólveigar gömlu og hljóp út að dyrum og opnaði þær til hálfs. Það var komin blindhríð og engum manni fært .. „Hvað gengur að þjer?" spurði gamla konan. „Það er komin stórhríð! Og fólkið kemst ekki heim". , „Nú, ekki annað", sagði gamla konan og ljetti augsýnilega við að heyra þetta, en þegar hún sá á- hyggjusvipinn á andliti Þórhildar, bætti hún við: „Við vitum hvað hríð er! Við þekkjum veðrið ....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.