Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 579 Bátur, sem Magnús Páisson á Hvalsnesi smíðaði og var á Land- hiinaðarsýningunni. Hann var nákvæmlega eins og „Þolinmóður" var. straumurinn beljandi harður hefur tekið skipin og borið óðfluga til hafs, en siglingin minna notið sín, bar sem líka skipin hjuggu og stömpuðust allmjög á k^ikunni. í Árbók íslands (Þjóðvinafjelags almanak) 1898 segir við 3. okt: ,,Bjargað opnu skipi í aflandsroki með 10 mönnum 2 mílur úti í hafi undan Hvalsnesi við Revkjanes af Hansen skipstjóra á Aldebaran trá Stafangri." Hrcggviðs-hlaup. Þessi frásögn er ónákvæm að ýmsu leyti, hverium, sem um er að kenna (Hvalsnes er ekki „við" Reykjanes í þrengri merkingu, en . á" Reykjanesi í víðari merkingu -- Reykjanesskaga — en sieppum því, þetta er algengt þegar prentuð eru i'taðarnöfn eða lýsingar bar syðra). Það er ekki málvenja á Suð urnesjum, að kalla það ,,úti í haíi", MSl er 2 mílur (að vísu efalaust átt við danskar) frá landi. Það var í venjulegum fiskileitum opinna áraskipa á vertíð með 50- 60 faðma dýpi. Einnig að öðru leyti verður að neita því með tvennum óyggj- andi rökum, að við höfum fundist 2 rnílur undan Hvalsnesi. í fyrsta ]agi vorum við á dýpi, sem var eitt- hvað yfir 90 faðma. Það hefur reynsla síðari tíma sýnt okkur. að til þess að fá það dýpi á þessum slóðum, þarf að vera að minnsta kosti 35—40 sjómílur úti. í öðru lagi var Hreggviður (sá brandsigl- ari á liðugu) tíæringurinn, undir ítjórn snillingsins Sigurðar Ólafs- sonar, 5V2—6 tíma að sigla til lands með rifuðu framsegli og rifuðum klyver, bithöfuðsbyr í útsynnings- roki. Það er tvent, sem hásetum á Hreggvið er tíðræddast um, sniili- stjórn Sigurðar í þeim stórsjó og hlaupin á skipinu. Þeir segja að hann hafi „runnið í stokk" og oft .soðið á keipum" á bæði borð á ölduíoppunum. Þó við áætlum gang Hreggviðs aðeins 7 sjómílur á klst., eru það 38V2—42 sjóm., sem skipin hdfa verið undan landi. Hygg jeg þó hlaup hans mun meira eftir mín um kynnum af því skipi og söpn skipverja í þessari ferð — Það mun hafa rokið á útsunnan kl. milli 8 og hálf 9 um kvöldið, en Hregg- viður lenti kl. rúml. 2 um nóttina í Kirkiuvogi í Höfnum. — Eftir ágætar viðtökur, er skipshöfnin "ekk þar, gengu þeir áleiðis he'm, inn fyrir Ósabotna og út með sjó. Vur þá kominn morgurm og orðið bjart. Þeir gengu fast mcð sjónum og aðgættu vel, hvort nokkuð fynd ist á rekunum af Þolinmóði. Þe^m kom víst varla til hugar önnur lausn á málum hans. Var það tilviljun? ' Vafalaust eigum við H. Hansen líf að launa og ber að þakka það kærleiksverk í annað sinn En vtra má að það hafi verið báðum til nokkurs, að tilviljun (sem svo er nefnd) leiddi þessar tvær skips- hafnir saman á svo ólíklegum stað. — Venjuleg leið kaupskipa fram hjá Miðnesi sunnanverðu var 3—4 sjómílur frá landi, en vegna ein- hverrar óvissu í ferðalagi Hansens skipstjóra er hann þetta kvöld staddur um eða yfir 40 sjómílur út frá Miðnesi. Þar hittir hann í roki og rökkri opinn bát, sem var of smár til þess að mæta ofviðri næstu nætur. Við gátum hinsvegar leið- beint honum til hafnar. Jeg nefndi áðan tilvdjun! Svo virðist oft, að hún sje í hendi þess afls, er við flest leitum til á stund mikillar sorgar og bráðrar hættu. í því sambandi koma mjer í hug samhljóða bænir ástvinaskarans er stóð að 10 manna hópnum á Þolin- móði og enn stærra hóps á Hregg- viði. Ög ef til vill áttu hinir viltu skipverjar á Aldebaran ástvinl í fjarlægu landi, sem höfðu í undir- vitund sinni hugboð um, að eitt- hvað væri þar að, og sendu þá heit- ar hugsanir um óravegu. Vissulcga mátti slík iðja leiða til góðrar úr- lausnar á báðar hliðar. sem og varð.-------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.