Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 6
562 LESBÓK MORGUNBI \DSTNS kristnitöku, þótt ekki íari sögur úki því. Elsti máldagi Víkurkirkju er frá árinu 1379 og er þar skýrt frá eignum hennar og ítökum. Hún hefur þá þegar átt jörðina Sel, sem var hluti úr Hlíðarhúsum og fylgir SÚ jörð henni margar aldir, og var 'im eitt skeið prestsetur. (Stiíts- vfirvöldin seidu Magnúsi Jónssyni í Bráðræði jörðina Sel árið 1062 fyrir 1500 rdl. og „var það illa s.;eð af mörgum"). Þá átti og kirkjan , landsælding og selalátur í Örfins- ey, sælding í Akurey, allan reka á Kirkjusandi og fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugarnes utan Seltjörn og Laugalæk, og Víkur- holt með skóg og selstöðu" Þessa er ekki getið hjer vegna þess að það komi sögu seinustu kirkjunnar við, heldur vegna hius að þarna er getið um löngu glevmd hlunnindi. Eða íinst mönnum hað •••kki einkennilegt nú, að einu sinni skuli hafa verið selalátur í Örfiris- ey, skógarhögg í Öskjuhlíðinni og akrar í Akurey og Örfirisey? Víkurkirkja var helguð Jóhann- esi postula. Hún hefur altaf verið mjög fátæk, því að sóknin var lítil og menn ekki auðugir. Má sjá það í skoðunargerðum að kirkjugripir hafa henni verið gefnir af hinum og öðrum, einkum útlendingum I skoðunargerð 1642 eða 90 árum eftir siðaskiftin — er talið að hún *?ígi Maríulíkneskju og líkneskju Jóhannesar postula. Hafa henni þá áskotnast þau nýlega, og sýnir þetta að enn hefur eimt eftir af kaþólskum sið. ------o------ Víkjum þá að skoðunargerð Jóns biskups Árnasonar 1724, en þar segir svo: „Kirkjan er að öllu, veggjum og viðum, kostulega stand andi, vænt hús, sem lögsagnarinn Brandur Bjarnheðinsson* hefur lát ið upp byggja af nýjum viðum ei alls fyrir löngu". Þetta er sú kirkja sem stendur, með nokkrum breyt- ingum og viðgerðum, fram til þess tíma er dómkirkjan var reist. Hún var 9 stafgólf og má sjá á orðalagi biskups („veggjum og viðum") aö hún hefur verið með torfveggjum. Það kemur cinnig í'rarn í skoðunar- gerð Finns biskups Jónssonar 1751, því þá segir hann: „Moldir kirkj- unnar eru allar gamlar, svo húsið er hvorki að viðum nje veggjum siæðilegt." Arið eftir var byrjað að reisa ..innrjettingarnar" og stóðu hús peirra á þrjá vegu umhverfis kirkjugarðinn. Er talið að kirkjan hafi frá upphafi staðið á sama stað. þar sem nú er trjágarðurinn á horn inu á Aðalstræti og Kirkjustræti. Hel'ur því kiikjugarður sá verið orðinn gamall. Þegar nú innrjettingarnar komu fjölgaði mjög fólki í sókninni og varð kirkjan brátt alt of lítil. Þá var tekið það ráð að lengja hana austur á bóginn og bætt við 3 staf- gólfum, svo að nú varð hún 12 stafgólf. Var þessi nýa viðbót nefnd kór, en gamla kirkjan forkirkja Árið 1769 skoðar Finnur biskup kirkjuna og þykir honum forkirkj- an þá svo hrörleg að hann skipaði fjárhaldsmanni hennar, Þorbirni Bjarnasyni að láta „by^gja upp" kirkjuna á því ári, og mun það hafa verið gert. Ekki mun þó hafa verið um algjöra nýbyggingu að ræða, því að samkvæmt skoðunargerð áætluðu smiðir að breytingin mundi ekki kosta meira en rúm 53 hndr. En úr því hefur sennilega * Brandur bjó fyrst í Byggarði og síðan í Vík. Hann varð lógrjettumaður 1707, tók lögsögu í Kjósarsýslu fyrir Niels Kjær 1709 og var „lengi hjeraðs- dómari í Gullbringusýslu". Sonur hans var Erlendur lögrjettumaður í Hrólfs- skála, hans sonur Sigurður í Göthús- um, einn af merkustu mönnum Reykja- víkur á sinni tíð. Oddný dóttir Erlendar yiftist Oddi Hjaltalín lögrjettumanni og lögsagnara á Rauðará. Frá þeim er kom inn Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor. orðið að draga nokkuð, því að kirkj an átti ekki nema tæplega 32 hundr. Het'ur það komið fram í því að kirkjan var stytt og var nú ekki nema 11 staígólf eftir breytinguna. En þá er moldarveggjunum rutt burt, og er nú risin upp timbur- kirkja með stöpli og turni. Er þá seinasta toríkirkjan í Reykjavík horfin og sú veglega kirkja, er Brandur Bjarnheðinsson bygði, komin í nýan búning. Fátækt kirkjunnar mun hafa valdið því, að hún varð ekki stærri. Er það haft eftir sóknarprestinum. sjera Árna Þórarinssyni, að kirkj- an sje alt of lítil og viðurkendu smiðirnir það, en úr því mætti bæta seinna með því að gera út- brot á framkirkjuna. Iljer er rjett afl taka upp það, sem Guðlaugur Þorgeirsson pró- l'astur í Görðum segir um kirkjuna í skoðunargerð 1779: „Kirkjan er að sínu byggingar- formi og ástandi hin sama og að undanförnu skrifað er, nema hvað hún er bæði of lítil fyrir söfnuðinn, sem ætíð fjölgar meir og meir, og líka nokkur Bröstfeldigheit svo vel á súð kirkjunnar sunnan fram með hliðveggjum þeim megin hvar borðin, sökum viðanna slæmleika, eru farin að fúna, jafnvel þó hún sje annars sterkbikuð. Það er og einkar hætt við að þeir borðsend- arnir, sem standa við jarðvepinn, sje farnir að moskast, því griót- grundvöllurinn, sem undir kirkj- unni er, hefur í öndverðu verið alt of lágur lagður verið, svo að mold- in er íarin að ganga upp yfir hann. Þess er og að geta, að bitarnir, sem eru undir norður loftinu, sýnast farnir að svigna og varla óhætt fyrir fólk að vera þar uppi, sier- deilis þegar mikill fjöldi safnast þar upp, sökum þess að kirkjan sjálf.er of lítil og getur ekki innrýmt þann fjölda, sem kemur, einkanlegast á stórhátíðum. — — Altarið er nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.