Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 14
570 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veigu gömlu eitt augnablik leng- ur. Þótt hún hefði aldrei tekið hið dularfulla tal hennar alvarlega. liafði það sett slíkan óhug í hana að henni fanst eins og hún væri umkringd af hinum dularfullu ver- um, sem gamal konan var altaf að tala um .... Stormurinn þeytir henni tii og frá og svo er hríðin dimm að hún hefur enga hugmynd um hvar hún er. Alt í einu verður henni ljóst að hún er vilt. Stór- hríðin umlykur hana frá öllum hliðum og ógnar henni með dauða og tortímingu .... Hún stendur andartak ráðalaus, því að hún hef- ur enga hugmynd um í hvaða átt hún á að leita bæjarins .... Henni er ljóst að hún er stödd í líísháska. Innan skamms mundi hún ekki geta gengið lengur fyrir þreytu. Og hvað þá .... Hún gefur sjer ckki tíma til að hugsa um það .... Það er eins og óttinn við hætl una hafi vikið írá henni .... Ht'm lekur það ráð að ganga í liringi. þvi á þann hátt er ekki ómögulegt að hún geti fundið bæinn. Eftir að hún hefir gengið þannig dálít- inn tíma rekst hún alt í einu á íjárhúsið, þar sem hún hafði sett matinn handa álfunum um kvöld- ið. Hún hugsar sig ekki um tvisv- ar, en gengur strax inn. Undarlegt hljóð barst að eyrum hennar þegar hún kom inn í kofan Það var einna líkast hrotum. Nið- dimt var inni. Kaldur sviti perlaði á enni hennar, en hún ásetti sjer að vinna bug á hræðslunni. Hún fálmar sig áfram í myrkrinu óg rekst loks á eitthvað er líkist íata- hrúgu í einu horninu. Hún kallar hatt hvort hjer sje nokkur, og þeg- ar liún liefir endurtekið það nokkrum sinnum er svarað. Og loks er kveikt ljós. Gamall mað- ur staulast á fætur með nokkrum críiðismunum. Hann hafði haft eldfæri með sjer. Og nú ber hann heytuggux að eldinum, svo skíS- logar í einu horninu. Þórhildur sá að hann hafði gert sjer gott af matnum, sem álfunum var ætlað- ur. „Jeg gerði mig heimakominn", sagði hann og skríkti við. , Jeg hugsa að álíarnir misvirði það ekki við mig". Gamli. maðurinn var kominn alla leið frá biskupssetrinu. Hann lenti í hríðinni og var nær dauða en lífi af hungri og þreytu þegar hann rakst á íjárhúsið. Hann tók upp dálítinn pakka úr pússi sínu og rjetti henni. Hjarta hennar barðist ákaít, því að hún hafði grun um hvað það væri. Hún opnaði pakkann. Innan í honum var brjef frá Helga. Hann skýrði henni fra því að hann hefði verið tekinn höndum af reyfurum, sem íluttu hanh til Hollands. Honum leið vel þar, og mundi kotna heim með vorinu .;.. • „Jeg var beðinn l'yrir betta ú Hólum", sagði gamli maðurinn eins og til frekari skýringar þegar hann sá hve forviða og glöð hún varð. Sólveig gamla ljet enga undrun í ljós þegar hún sá Þórhildi al- snjóuga koma í fylgd með föru- manninum í baðstoí'una. — Það hafði birt oíurh'tið til, svo að þau notuðu tækifæi-ið til að komast heim. „Sagði jeg þjer ekki að eitthvað óvænt mundi koma fyrir í kvöld?" ,.En í'ólkið sem fór til kirkjunn- ar í þessu veðri?" spurði Þórhild- ur. „Við höl'um i'arið til kJrkju á hverju jólakvöldi í þrjatíu ár áu þess að nokkurt Mya hafi komið fyr ir", sagði Sólveig gamla, „og hús- bóndinn hjerna er enginn flysj- ungur. Gefðu mjer eitthvað að borða því að jeg er glorsoltin". Þórhildur gleymdi aldrei þessu jólakvöldi. Mörgum áruin seinna, þegar þau Helgi voru gil't. og hann hafð: tekið við lögmanns- embættinu eftir föður sinn, var það hennar mesta yndi að segja frá þessu jólakvöldi og hinum ó- vænta gesti, sem hafði flutt henni þau tíðindi, sem henni þótti vænst um. „Og það var af hennar eigin munni, sem afi minn fekk sögu hennar", bætir annálaritarinn við. þegar hann hefur sagt frá þessu ævintýri lögmanns í nokkrum lín- um. Jw* 7 'Úl Ml 1 onuu 1948 Seinustu blómin mín sot'nuðu i nótt, jeg signi yfir beðin að vanda. Tárin mín falla hægt og hljótt — jeg horfi til sóiar-landa. Þar á jeg blessuð blómin mín, sem blunda í vetrar snænum, jeg sje þau aftur er sumarið skín með sólskin, og vor í blænum. Eitt er vor huggun öllu meir og eykur oss kraft og þorið, að það sem við elskum aldrei deyr og eihít er líi'ið — og vorið. Guðrúu J. Erlings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.