Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 31
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 587 KVÆÐI UM KAFFI h'ÖFUNDUH þessa lofsöngs um hið þunna kaffi er sjera Jón Hjalta- lin, síðast prestur að Breiðaboistað á Skógarströnd. Handritið er í 5-kjalasafni Landsbókasafnsins -107, 4to. Hætt er við að um þessi jól verði margir að drekka þunt kaffi og ætti kvæðið þá að verða þeim til hughreystingar. Jeg tilbý kaffi þunt af því: hið sterka æða blóðið brennir, burði manns og djörfung grennir og gefur hræðslu hjartað í. Þjer, sem til heilsubótar best bónda segið sje drykkur góður, álítið hjer og markið mest, mín brúkun er sá rjetti móður. Þunt kaffi bý jeg þráfalt til, það ber svo fríðan farfann nýta, f agurrautt eins og vín að líta, svoddan er indælt sjónarspil. En þó lögvitrir virðar mest vora meining hjer lastað fái. Þeir tala hvað þeim þóknast best, þunt kaffi samt jeg laga nái. Jeg skenki þar með þunt kaffi, hjartanu íær það hugstyrk fríðan og heimtar éi á eftir síðan tempiunardrykk af tevalni. Hver sem að drekka hefur iyst hann mina góða svölun prófi, hans brjóst ei mæðir hugraun trist, heldur gleðst hjer af meðalhóíi. Mitt þunna kaffi það ieg gef, við megnum hósta mjög vel hrífur, melankoliska þanka drífur, eyðandi hrygð og hindrar kvef, hjarta syrgjendum hentar best Irjá mjer drekka svo böl ei krenki, gleði og hlátur magnar mest mitt þunna kaffi er jeg skenki. Jrg drekk þunt kafíi, katur þo, frígeðja iaus við lyndisbaga, lystugur inína alla daga, fyrir hjartslætti hsf jeg ro. Þankanna stúr og sturlan &ú, sem sterka kaffið orsakaði, getur mjer ekki grandað nú, mitt góða hóf það forhindraði. Jeg drekk þunt kaffi þar fyrir. Óska jeg loks að lista gjarnir læknings meistarar vel forfarnir þann dóm upp segi svo sem ber: í jómfrúr arma seggur sá síst fái hvíld, það vjer samþykkjum sem grár og kaldur segjast má af sótlút-stérku kaffidrykkjum. Að lyktum ráðin legg jeg fín: Tilbúi, skenki, súpi síðan sætþunt kaffi með litinn fríðan dýrir höldar, að dæmi mín. Heilinn og blóðið hreinsast þá, hjartað ei kennir sorgalúa, íríast hugskot og minnið má frá melankoliskum þankagrúa. jj/jk £&. áMs. M m m - Molar - „Heims um ból". Það var árið 1818 að þessi atburður gerðist í Oberndorf, litlu þorpi í Bæ- heimi. Desembermánuður hafði verið harður og snjó' kyngt niður, svo að þovpið var einangrað mavga daga fyr- ir jól. Nú var það á aðfangadag að Franz Gruber organleikari í kirkjunni þar ætlaði að æfa sig undir kvöld- sönginn. En þá uppgötvaði hann, sjer til skelíingar, að orgehð var bilað Eng- i!ii! maður i þorpnm gat gert við það eg vegna oíærðar var ekki hægt að leita til næstu borpa. Það var svo sem auSsjeð* áð wgion oi-gansláttur gat ver- íó við hátíðamessuna. Gruber fór þá til prestsins, sjera Joseph Mohr og sagði honum frá raun- um sínum. Þeim kom þá saman um það að Mohr skyldi yrkja sálm og Gruber semja lag við hann, sem hægt væri að syngja án undirieilis. Mohr fletti nú upp í Lúkasar guð- spjalli og kom niður á þes:;a setningu: „Yður er í dag fielsari fæddur,. sem er drottinn Kristur, í borg Davíðs". Út fiá þessu orkti hann svo sálminn „Stille Nacht" en Gruber gerði þegar lag við hann. Og þessi sálmur með nýa laginu var sunginn um kvöldið. Hvort tveggja, sálmuiinn og lagið, varð uppá- hald Obendorfs-búa, og síðan hefir það farið sigurför um allan hinn kristna heim og er sá jólasöngur, sem oftast er sunginn. Sveinbjörn Egilsson þýddi sálminn á íslensku og hvert manns- barn á íslandi kannast við. „Heims um ból, helg eru jól". Hugsjónir eru eins og stjörnurnar — vjer náum þeim aldrei, en vjer stýium eftir þeim yfií lífsins ólgusjó, eins og sjómenn stýra yfir höfin eftir stjörnunum. Langferð'. Hvers vegna skyldir þú, sem ert á langferð, gcyma þjer það að gleðjast þangað til þú ert kominn á áfanga- stað? Það er alls ckki víst að þú náir þeim leiðarlokum, sem þú heíir hugs- að þjer. Reyndu því að njóta þeirrar fcguiðar, sein cr á Ieiðinni. Þrcnt lu-áum vjcr í lífinu, hamingjii, frehu og sálarfriS. Eu dularfult og vísdómslult lögmúl ræður því, að einskis þessa fáuin vjer notið, nema þvi að cins að vjer veit- um öð'rum það fyrst. Sannnia'li. Vjer hættum ckki að skemta oss vegna þess að vjer sjeum orðin gö;n- ul, heldur verðum vjer gömul vegaa þess að vjer hættum að skemta oss. V 4f •'V t( ^ Um in.> ntiiiiiar. Myndina á foi síðu tóJc (»1 K. Magnússon. Myndin á 3 eí6« ev ;if Madonna — málverki eftir ífalíka málarann Andrea del Sarto (And- rea d'AgnoIo di Francjcco) í Flor- ens — taLð ícgursta málverk hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.