Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 18
574 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Eldeyarferðir Frah. af bls. 571 klöppinni og hljóp fyrstur upp og ^:eir á sftir, er uop skyldu ganga af hans skipi, en það voru auk 'TjaLa, Kiaar Ve-tmaim, og ann- að.ivort Guðmundur Salómonsson ^ða Guðjón Jósepssnn sem báðir voru vanir Eldeyjarfarar með Iljalta. En ekki fæst nú úr því skorið með vissu, eftir 50 ára t'yrn- ingu, hvor þeirra það var, sem fór upp í þetta sinn. Þó logn væri og ládeyða var þó sá súgur þarna, að sæta varð lagi til þess að einn maður gæti hlaupið af hnýfli í einu upp á klöppina, sem var dálítið afsleþp og hál af slýi. Ekki stigu aðrir á „land" en þeir, sem upp áttu að fara. Var nú náð upp úr skipi Hjalta nauðsynlegum áhöldum, en það voru: Planki alllangur, sem notaður var til þess að komast á upp á fyrsta pallinn. Nokkrir faðmar af góðri manillu til að- stoðar við uppgönguna. 6 kvlfur (1 á mann) til'þess að slá súluna með. Málmhólkur var á gildari enda, en snærishanki á hinum og varð hver að hafa sína kylfu dingl- andi á handleggnum alla leiðina upp. Og loks drykkjarkútur. Þegar Hjalti hafði skotið kóp- inn, sem lá á snös norðan undir berginu, var hafist handa um upp- gönguna og plankinn reistur upp. — Hjalti stóð svo við plankann, tók ofan og mælti: „Nú biðjum við Guð að vera með okkur". Þá kunnu ir.cnn bænir utan að við flest tækifæri, en enginn okkar :nun hafa kunnað bæn, sem hjer átti beinlínis við, enda líklega ekki íil (sjá sögu Eldeyjar Hjalta I. bls. 168). Allir tóku þó ofan, drupu höf5i og voru kyrrir, mun hver haía hugsaí fyrir sig. Að því búnu þaut Hialti upp plankann og við hinir í lest á eftir. Ekki var plankinn með ánegldum þrepum, og stóð nærri beint upp á end- ann. Fljótt bar á því, að víða var hált af fugladrit þeirri, sem Eld- ey er alþakin af, enda er hún til að s.iá hvítgrá sem hafísíaki. Danskir farmenn kölluðu hana „Melsækken". Það er heldur ekki ólíkt því, sjeðúr húllinu milli Reykjaness og Eldeyjar, að þar standi tröilaukinn mjölsekkur upp úr sjór.um. Þegar komið var á plankanum upp á fyrsta pallinn. hjekk ein- föld, grönn en óslitin (óeydd) keðja niður af hverjum palli. Þetta er hinn svonefndi vegur sem Hjalti lagði upp á Eldey, skömmu eftir fyrstu för sína þangað 30. maí 1894. Eldey er bverhnýpt á allar hliðar, nema að norð-austan verðu eru pallar, nokkurra mann- hæða háir hver. Ekki veit jeg hvað pallarnir eru margir, en þeir eru flestir þannig gerðir að hvelft er inn í þá, en efri brúnin skagar fram líkt og bakkar. sem öldusog hefir grafið undan. Keðjunum er svo fest, að bolti er rekinn í berg- ið (sem er móberg) uppi á pöll- unum í gegnum endahlekkinn. Hangir svo keðjan í lausu lofti nógu löng niður á næsta pall fyr- ir neðan. Auðvelt var að lesa sig upp keðjurnar, meðan í lausu lofti var, en versnaði þegar þær lágu á brúninni, sem oftast var ávöl, þá varð ekki hendi komið undir eða utan um keðjuna og hlekkir svo smáir, að ekki varð fingri í komið. Ekki lágu keðjurnar hver upp af annari, þurfti því að ganga nokkuð til á pöllunum til þess að komast að keðjunni, sem hekk niður af næsta palli fyrir ofan. Á einum stað, allhátt uppi, er við þurftum að ganga spölkorn, var paliurinn örmjór á parti cg hallaði heldur niður af. Þessi rimi mun hafa verið 6—8 faðmar á lengd og dálítið bogadreginn. Hjalti Ijet okkur setjast hlið við hlið þar, sem mjóddin byrjaði, en þar sem við sátum með bakið við bergið stóðu fætur og öklar fram af. Hann festi öðrum enda kaðalsins á bolta, sem var í berg- inLi, stiklaði svo á milli okkar á sokkaleistum, studdi gómum í bergið og ljet kaðalinn rekjast af handlegg sjer. Er fram hjá okkur var komið gekk hann ljett og hik- laust. Festi hann svo kaðalinn á bolta við hinn enda rimans, en vegna bogans var kaðallinn fyrir framcn brúnina um miðjuna. þó hann væri við brjóst okkar þar, sem við sátum. Þegar Hjalti hafði gengið frá, sem honum líkaði, mælti hann til okkar mildum rómi: „Standið nú upp piltar, hægt og rólega, og fikrið ykkur til mín. best er að þurfa ekki að nota bandið, þó jeg setti það til örygg- is". Með sömu rósemi og æðru- leysi og orðin voru töluð, stóðum við upp, rólega og fumlaust, einn og einn eftir röð, og gengum rimann hægum en ákveðnum skrefum. En í þessari fyrstu bjargferð minni. kaus jeg heldur, á svo mjórri brún sleipri og hallfleyttri, að horfa meira til bergsins en fram af hengifluginu á hina hlið. Jeg hefi aldrei unnið neitt með Hjalta Jónssyni, nema þetta eina sinn. Það sem mjer fanst einkenna hann þarna, var hiklaus kjarkur, en líka mikil gætni og frábær lip- urð í starfi og framkomu. Mjer hefir ætíð síðan verið hann minn- isstæður. Við hækkuðum nú óðfluga í bjarginu og vorum komnir að efsta klettinum, s'jni húsaði nckk- uð frá að ofan og sýi^dist hanga utan í berginu (er mjer nú sagt. að hann sje fallinn niður). Þar var auð\elt upp að ganga með aðst, : keðjunnar. Var þá eftir eitt smá- þrep, stóðum við að því búnu á efsta fleti Eldeyjar og þar með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.