Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 15
aanuó Þ< oranttáánn ELDEYARFERDIR 50 ÁRUM EFTIR AÐ við nökkrir Miðnes- ingar komum heím af Keflavík- inni (kútter H. P. Duus í Kefla- vík), hinn 20. ágúst 1G97, var veð- urlag blítt og bjart í nokkurn tíma hjer á suðvesturlandi og sjór að sama skapi kyrr og brimlaus. Eft- ir hsimkomuna fengum við fliótt að vita, að Sigurður Ólafsson bóndi í Hvalsnesi og oddviti Miðnes- hrepps hafði geit samkomulag við Hjalta Jónsson, er þá bjó í Höfnum, um þaö, að fara til Eld- eyjar að afla Súlu-unga er hann væri fullgerður, sem kallað var, það er fullvaxinn og að því kom- inn að vera fleygur, jyg þegar frískir karlmenn, duglegir til þess að manna skipin væru komnir heim af skútum eða úr kaupa- vinnu, sem þá var sumaratvinna flestra verkfærra manna á Suður- nesjum, er að heiman komust. Far- ið skyldi á 2 stórskipurn, öðru úr Höfnum en hinu úr Hvalsnesvör (stórskip voru þau kölluð þá, sem höfðu 4—6 árar á borð). Eina stór- skipið — og það síðasta — sem var í förum af Miðnesi var „Hreggvið- ur" Sigurðar Ólafssonar, tíæringur, með loggortu sigling, fagurt og gott skip, ágætlega búið að segl- um. Ekki man jeg daginn, sem farið v^ar, en sama blíðviðri var þá og verið hafði undanfarið, logn að morgni og bjartviðri, en hæg vest- an kylja (útræna), er fram á dag- m Eldey. Magnús Þórarinsson inn kom. Á leiðinni til <">yar voru þeir (á okkar skip') valdir, er greiða skyldu uppgöngu á Eldey. Urðu þessir fyrir vali: Sigurður Ólafsson, Magnús Einarsson og frá- segjandi, sem undraðist valið og kom það á óvart. Óreyndur ung- lingur, uppalinn á flatlendi Suður- nesja, sem varla hafði fjöll sjeð, nema bláa toppana í fjarska, sýnd- ist mjer ekki efnilegur bjargmað- ur eftir því, sem jag hafði sögurn- ar heyrt. En best var að láta skeika að sköpuðu, og svo reynd- ist að jeg þurfti ekki frekari fyr- irgreiðslu en öðrum var veitt. Gengið á Eídey. Er við komum að Eldey biðum við eftir Hafnaskipinu, sem var á leiðinni. Formaður á því var auðvitað Hjalti, enda var hann for- maður allrar fararinnar. Strax og hann kom rendi hann stafni að Frh. á bls 574

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.