Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1948, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 583 en jeg, því þið getið ekki trúað því. hvað litla drengi getur sviðið sárt begar sápa fer í augun á þeim. En svo þvoði mamma sápuna úr aug- unum á mjer með volgu vatni og batnaði þetta von bráðar. Jeg suurði mömmu hvort jólin kæmu ckki af því að jeg hefði skælt Hún helt nú að þau kann'.ke luemu brátt fyrir það, og það þótti rr.jor vænt um að heyra, því jeg trúði mömmu. Svo færði mamma mig úr hverri sojör, liet mig fara ofan í balann og þvoði á mjer allan kroppinn v el og vandlega og jeg skældi alls ekk- ert því það var alls ekkert sárt og mig sveið hreint ekki neitt. Síðan færði hún mig í hrein nærföt og það sem mjer þótti nicst uni verí, í spánnýja flikrótta milliskyi'u, sem var alveg eins i sniðinu og skyrturnar fullorðnu piltanna — Slíka milliskyrtu- hafði jeg alclrei átt fyrr. Svo komu nýir og hlýir svellþæfðir mórauðir ullarsokkar. Og Inga, sem mjer þótti nú æfin- lega svo vænt um, kom með hrafn- svarta skinnskó með hvítum elti- skinnsbryddingum, snjóhvíturn og með rósaleppum innan í, en rósa- lepparnir sagði hún að kostuðu goðan koss. Það þótti mjer ódýrt, 05 kossinn fjekk Inga vel úti !át- inn. Mamma kom svo með nýu fötin mín. Þau voru marínarblá með rauðbrúnum teinum; úr íslenskum dúk ofnum heima. Anna frænka hafði saumað þau, og öll í höndun- 'im, því þá voru saumavjelar ákaf- lega í'ágætar og mamma átti enga. Mjer þótti fötin fjarska falleg. Svo skemdi það nú ekki, að í þeuri voru svo ljómandi fallegir og marg- ir logagyltir hnappar. Jeg hafði einu sinni sjeð sýslumanninn; hann var í fötum með logagyltum hnöpp um og mjer sýndist bara að hnapp- arnir í nýju fötunum mínum vera alveg eins, svo jeg fór að hugsa um, Undirbúningur að skautaferð — Gott er að vera ráðsnjall. hvort Anna frænka hefði nú fengið hnappana hjá sýslumanni li! að setja í i'ötin mín. Manima greiddi svo á mjer hárið. Svo kysti hún mig og sagði að jeg væri nú orðinn fall- ðgur drengur, en nú yrði jeg að nassa að gera ekki nýu fötin óhrein eða skemma þau. v Ásta systir mín var komin í fjólu bláan dúkkjól, spánnýjan, sem fór henni mjög vel og gerði hana svo einstaklega maddömulega. Hún ^ar líka 7 árum eldri en jeg. Allir á heimiiinu voru að þvo sjer og fara í sunnudagafötin. Gvendur vinnu- maður var að baxa við að hvetja gamlan skegghníf. Svo bar hann sápu á vangana á sjer og fór svo að skafa sápuna af aftur með hníín- um. Það var víst sárt. því Gvendur gretti sig voðalega mikið, en ekki hljóðaði hann samt, því Gvendur var karlmaður og var svo harður. Og svo'þegar Gvendur var búinn að skafa alla sápuna af sjer, þá þvoði hann sjer ákaflega vel og greiddi hárið á sjer svo að það stóð beint upp í loftið eins og kamb urinn á hananum hennar Siggu gömlu í Svartaskógi. Já, allir, hvert mannsbarn á heimilinu puntuðu sig til að taka á móti jólunum. Aliir ncnia Inga. Hún þurí'ti að tara í l'jósið, gefa kúnum og mjólka þœr. En hún sagðist gera það seinna, þegar lu'in væri búin í fjósinu. Jeg spurði hana hvort kýrnar fengi ekK; neinn jó!a mat. Jú, Inga hjelt nú það, — hann Gvendur hefði nú svo sem ekki lát- ið af verri endanum í meisana þeirra. Jeg átti fjarskalega bágt með að sitja kyrr á rúminu mínu eins og mamma hafði sagt mjer að yr?.. Þetta gekk svo ákaflega seint fyrir, fólkinu, að þvo sjer oa, hafa fataskifti. Jeg náði í kisu mína og Ijek mjer við hana góða stund, cn svo reiddist kisa eitthvað við ínig, jeg veit ekki út af hverju, því jeg tók bara svolítið í skottið á her.ni. °n alls ekki fast, en hún sneri sjer við og klóraði mig í hendina, stökk ofan og þaut fram í hendings kasti. Jeg fór fram á eftir kisu, en jeg sá hana hvergi, enda var orðið svo dimt. Jeg í'ór inn í eldhús. Þar var mamma að baka pönnukökur. Hún hafði tekið við af I ngu þegar Inga fór í fjósið. Jeg bað mömmu að gefa mjer pönnuköku handa kisu, hún gaf mjer eina. Jeg bragð- aði á henni og hún var ákaflega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.