Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Page 20
J s^Bba~'ijh G*ltt5E Hiifa, ^ Sazamh* .»*» Galili-' <v LAINIDIÐ 5A M » R IA frM*1** *mjár*sh l~~^ tfS-1 iaffa -Tei Av ^Ramií 0«-í-W* •«íáu*I5r«^- /u D Aj|A "ía. ■s0r ^Qnntui i*M, 'Heersheb* ~ E N N koma jól, og enn einu sinni flykkjast pílagrímar til hinn- ar litlu borgar Bethlehem, þar sem Kristur fæddist. Það eru ekki nema fimm enskar mílur á milli fæðingarstaðar Jesú í Bethlehem og Golgata. Aðeins fimm mílur — og milli þeirra staða er æviferill Jesú. Og síðan á dög- um Gamla testamentisins hefur legið beinn og hvítur vegur milli þessara staða, og hjá þeim vegi er gröf Rakelar. En nú er þessi vegur ekki fær. Af hernaðar ástæðum er honum lokað, því að nyrðri endi hans er í ísrael, en Bethlehem er í konungsríkinu Hashemite Jordan. Opinberlega eiga þessi tvö ríki enn í stríði og þess vegna standa stein- steyptir drangar á veginum og jarðsprengjur beggja megin. Og hvarvetna má líta rauðletraðar við- varanir á ensku, hebresku og arab- isku. En á sjálfum jólunum, þegar vel- þóknan guðs er yfir mönnunum, fer fjöldi manna frá ísrael, klerkar, erlendir erindrekar og ferðamenn, skiftist milli Jordans ocj ísraels þvert yfir „eigandalausa landið“, sem aðskilur þessi tvö ríki og er hér tæplega þriðjungur úr mílu á breidd. — Og allir stefna þeir til Bethlehem, fæðingarstaðar frels- arans. Annar hópur kemur frá þeim hluta Jerúsalem, sem er í Jordan- landi, og fer eftir nýum vegi, sem hlykkjast meðfram landamærun- um, en nær hvergi inn í ísrael. Og þegar þeir koma á völluna, þar sem hirðarnir voru með fé sitt hina fyrstu jólanótt, þá blasir fæðingar- bær frelsarans við þeim, fagur á að líta, með hvítum steinhúsum. Bethlehem má teljast kristin borg og aðal tekjur sínar hefur hún af pílagrímum. Rétt hjá FæOingar- kirkjunni er „mjólkurhellirinn11, þar sem sagan segir að fáeinir dropar af brjóstamjólk Maríu hafi fallið á kalksteininn í hellisgólfinu. Þegar ég kom til Bethlehem í fyrsta skifti, en það var árið 1912, voru þúsundir rússneskra píla- gríma þarna, á veginum. Meðal þeirra voru mörg hundruð kvenna, og allar voru þær með litla kalk- steina, sem þær höfðu keypt í hell- inum. Þær trúðu því, að börn sín fengi alltaf næga brjóstamjólk meðan þær ættu þessa steina. En Nazaret, þar sem Jesús ólst upp, er í ísrael. Þangað sækir líka fjöldi pílagríma. Þarna búa kristn- ir Arabar og kristnir lögregluþjón- ar halda þar uppi lögum og reglu. Ég kom í samkomuhúsið, þar sem Jesús kenndi, en fólkið undraðist og sagði: „Hvaðan kemur þessum manni speki þessi og kraftaverkin? Er hann ekki sonur smiðsins?“ En Jesús sagði: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og á heimili sínu“. Og meðan ég var þarna, sagði ung Gyðingastúlka, sem var í ferðamannahópnum: „Hvaða erindi átti Jesús inn í sam- kunduhúsið?“ Hún hafði gleymt því að hann var af ætt Davíðs. ^ NÝ NÖFN Palestinu-nafnið er horfið. Það var dregið af arabiska nafnorðinu Filistear — var land Filisteanna, óvina ísraels, sém létu Samson þræla fyrir sig. En svo kom dreng- urinn Davíð og felldi risann Goliat með vaðslöngu sinni. Þess vegna hefur nú hið nýa Ísraelsríki hinn sexhyrnda skjöld Davíðs í fána sín- um. Nú eru liér tvö lönd, ísrael og Jordan. Og milli þeirra er aðeins vopnahlé. Pílagrímarnir, sem verða að fara úr einu landi í annað, eiga þess vegna við marga erfiðleika að etja, og þeir gætu vel tekið undir með Jeremia: „Friður, friður, þar sem enginn friður er“. Og þó sagði Jesús við lærisveina sína að skiln- aði: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður“. Og frið þráir allur heimurinn, eins hér sem annars staðar. Þótt það verði ekki fyrir augum manna, nemur heyrnin það. Maður heyrir Englending segja „Goodbye“. Það þýðir „Guð sé með þér“. Og Arab-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.