Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
611
Persixuv
kkind
Gxúf
. ztmwauti}
_ *•* Magwa. \bmtdi
/'Alena a\ Ahmadi
v x^Botoan Oil Field
__________
\ NEUTRAL T^RR ITORY
Kuwait og nágrannalöndin
Það hefir orðið bylting í Ku-
wait á þessum árum. Gömlu kof-
arnir í höfuðborginni hafa verið
rifnir niður og nýtízku stórhýsi
byggð í staðinn. Hreinlegar og
breiðar götur eru gerðar með
skolpræsum og vatnsleiðslu og raf-
magnsljósum. Westinghouse-félag-
ið í Bandaríkjunum hefir byggt
bæði rafmagnsstöð og vatnsstöð
fyrir höfuðborgina. Er vatnið eim-
að úr sjó og nemur 3—4 milljónum
lítra á dag.
Nýar verslanir hafa þotið upp
og ný fyrirtæki. Tvær nýar borgir
eru að myndast í grend við höfuð-
borgina, þar sem ekkert hús var
áður og ekkert nema rjúkandi
sandur. Önnur borgin heitir Mena
Ahmadi (Ahmadihöfn) og hefir
olíufélagið látið gera þar höfn og
gríðarmikla hafskipabryggju, þar
sem hin mörgu olíuskip geta hlaðið
sig. Félagið hefir 7165 menn í þjón-
ustu sinni og er meiri hluti þeirra
Kuwaitmenn og aðrir Arabar. Fyr-
ir þessa menn hefir félagið stofnað
sérstakan skóla þar sem fram fer
kennsla í iðnfræði og vélfræði.
Vegna þessa uppgangs ríkisins
hefir fjöldi fólks frá nágranna-
löndum streymt þangað, aðallega
kaupmenn sem vilja sitja að eld-
inum meðan hann brennur. Sigl-
ingar hafa og aukizt stórkostlega
og vöruflutningar. Kuwaitmenn
eiga t. d. ekkert byggingarefni í
landinu og hafa orðið að flytja inn
timbur frá Indlandi. Húsagerð
þeirra hefir því aðallega verið
þannig, að þeir hafa komið upp
kofum úr leir, en í rigningartíð eru
þetta ekki góð húsakynni, því þeg-
ár leirinn blotnar rennur hann
niður og húsin verða ónýt. Nú eru
flutt inn ósköpin öll af sementi til
þess að byggja ný hús og steypa
götur.
Mikið hefir verið gert í heil-
brigðismálum annað en það að út-
vega hreint vatn og auka þrifnað.
í höfuðborginni hefir verið reistur
ríkisspítali með 120 rúmum. Er þar
allt með nýtízku sniði. Þá hefir
verið reist hæli fyrir berklasjúkl-
inga með 160 rúmum. Var þessa
ekki vanþörf, því að hirðingjarnir
í landinu eru mjög næmir fyrir
berklaveiki, þótt hraustir sé að
eðlisfari, og hefir þessi sjúkdómur
strádrepið þá á undanförnum ár-
um. Þá hafa verið stofnsettar tvær
lækningastofur fyrir almenning í
höfuðborginni og te'kur hvor þeirra
á móti um 100 sjúklingum á hverj-
um degi að meðaltali. Þá hefir
einnig verið reistur þar dýraspít-
ali. Þangað koma menn með sjúk-
ar skepnur og fá þær læknaðar, ef
unt er. Þetta er meðfram gert til
þess, að dýralæknarnir fylgist með
þeim pestum, sem koma upp í
kvikfé og geti gert sínar ráBsíaf-
anir til þess að hindra útbreiðslu
þeirra. Heilbrigðismálaráðuneytið
lætur dreifa DDT skordýraeitri um
öll hús, bæði íbúðarhús og geymsl-
ur og gripahús.
Skólar hafa verið reistir víðsveg-
ar um landið, og það er merkileg-
ast við þessa skóla, að þeir eru
jafnt fyrir stúlkur og pilta. Hvergi
í Austurlöndum mun þess annars
staðar vera dæmi, að stúlkurnar
séu gerðar jafn réttháar drengjun-
um um menntun. Vegna þessa
munu Kuwaitbúar skara fram úr
öðrum um menningu þegar fram í
sækir. Svo er verið að reisa fram-
haldsskóla og 124 ungir menn, sem
eiga að taka við þeim, eru nú við
nám erlendis og kostar stjórnin
nám þeirra. Skólabörnin fá auðvit-
að ókeypis kennslu, en þau iáiíka
ókeypis miðdegisverð, föt og lækn-
ishjálp.
Oliuhöfnin mikla,
Mena Ahmadi, og
borgin, sem þotið
liefir upp á nokkr-
uin árum
t
i