Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 617 æðum þeirra. — Þeir blönduðust Negrum fyrir mörgum öldum og bera ýmis einkenni þeirra, eru flat- nefjaðir, með þykkar varir og snar- hrokkið stutt hár. Eftir því sem sagnfræðingar komast næst, var upprunalegt heimkynni Bantu- manna í fjalllendinu í Austur- Afríku, um það bil er miðjarðar- baugur liggur. Fyrir nokkrum öld- um kom los á þá og þeir fóru að færast suður á bóginn. Ástæðurnar til þessa hafa verið þær, að her- skáir þjóðflokkar fyrir norðan hafa þrengt kosti þeirra og eins hafa þeir viljað forðast þrælaveiðara Araba. Fyrstu hóparnir settust svo að í því landi, sem nú er kallað Suður-Afríka, einmitt um sama leyti og hvítir menn fóru að nema þar land. Bantumenn settust að nyrzt og austast í landinu, en hvítir menn syðst og vestast, og leið svo heil öld, að hvorugir voru fyrir öðrum. En Bantumenn sóttu fram suður á bóginn og hvítir menn norður á bóginn, og svo lauzt þeim saman. Báðir vildu eigna sér landið og gæði þess, og það leiddi óhjá- kvæmilega til ófriðar. Um einnar aldar skeið áttu hvítir menn og Bantumenn í sífelldu stríði, en að lokum urðu blökkumenn undir í þeirri viðureign. Áður en stríðið hófst, voru Bantu- menn dreifðir um hin frjóvsöm- ustu héruð Suður-Afríku. Að stríð- inu loknu voru þeim afmörkuð landsvæði til þess að búa á, og það var htið svo á, að þessi landsvæði ættu að vera framtíðarheimkynni þeirra. Þarna gátu þeir lifað í friði og spekt, undir vernd hvítra manna. En utan þessara landsvæða og í borgum hvítra manna, áttu þeir ekki heima, og höfðu engin réttindi þar. Að vísu máttu þeir koma til byggðra hvítra manna og stunda þar atvinnu, en þó aðeins um stundarsakir, og gátu aldrei öðlast þar þegnrétt. Þetta er grund völlurinn að því stjórnarfyrirkomu lagi, sem var í Suður-Afríku. Er þetta fyrirkomulag var brotið nið- ur, varð afleiðingin algjör glund- roði, öryggisleysi og árekstrar. Ástæðurnar til þess, að þetta einangrunarfyrirkomulag varð að víkja, voru aðallega tvær. Á annan bóginn var hin öra fjölgun Bantu- manna og á hinn bóginn skorti hvíta menn vinnuafl í námur sínar og iðnfyrirtæki. Bantumenn eru ekki á „eðlilegri leið til tortíming- ar“, eins og ástralskur landstjóri sagði um blökkumennina í Ástra- líu. Þeim fjölgaði mjög ört og það varð of þröngt um þá á hinum af- mörkuðu landsvæðum. En um svip- að leyti fengu hvítir menn mikla þörf fyrir aukið vinnuafl, vegna demantanámanna, gullnámanna og aukins iðnaðar. í námunum þurfti ódýran vinnukraft. — Og nógur vinnukraftur leitaði á frá land- svæðum Bantumanna. Nú sem stendur eiga um 3.000.000 Bantumanna heima á hinum af- mörkuðu svæðum, en helmingi fleiri hafa flutzt til byggða hvítra manna. Suður-Afríka hefur fengið innflytjendur frá sjálfri sér, og þessir innflytjendur eru blökku- menn. Og nú stendur baráttan um það, hvort veita skuli þessum blökku innflytjendum jafnrétti við hvíta menn. SKIFTAR SKOÐANIR Hinir hvítu menn í Suður-Afríku hafa mjög skiftar skoðanir um þetta. Þjóðernisflokkurinn, sem nú er við völd, viðurkennir að vísu að blökkumenn hafi flutzt inn á svæði hvítra manna, en telur að þeir eigi ekki að ílendast þar, heid- ur beri að senda þá aftur til heim- kynna sinna. Hann heldur því fram að það yrði hvorki hvítum mönnum né blökkum til gæfu að stofna sameiginlegt þjóðfélag. — Hann vill að í Suður-Afríku verði tvö ríki, annað fyrir hvíta menn, hitt fyrir svarta og að hvort ríkið reyni að komast eins vel af og hæfileikar þegnanna leyfa. Það er skoðun stjórnarinnar, að Bantu- menn eigi hvergi heima nema á hinum afmörkuðu svæðum sínum og að þeir sé komnir réttindalausir inn á svæði hvítra manna. Þessi afstaða á miklu fylgi að fagna meðal hvítra manna í Suður- Afríku. En aðrir segja að þetta sé aðeins loftkastalar og óframkvæm- anlegt. Þeir segja að hagsmunir hvítra manna og blakkra geti vel farið saman og þess vegna eigi ekki að stía þeim sundur. Hvítir menn standi blökkumönnunum það fram ar í öllu, að þeim sé engin hætta búin. En þá hafa þjóðernissinnar því að svara, að ef blökkumönnum verði fengið jafnrétti við hvíta menn og kosningaréttur, þá hljóti svo að fara að þeir beri hvíta menn ofurliði og stjórn hvítra manna í Suður-Afríku líði undir lok. MARGIR ÞJÓÐFLOKKAR Miklum misskilningi hefur það valdið í þessu máli, að margir halda að Bantumenn sé einn og sami þjóðflokkur. Þeir skiftast í fjóra aðalflokka: Ngoni, Sutho, Venda og Tonga. Hver flokkur er sérstök þjóð, er hefur sitt eigið tungumál, sem menn hinna þjóðflokkanna skilja ekki. Og svo er hver þjóð- flokkur skiftur í ótal kynkvíslir, sem tala sína mállýzkuna hver, hefur sína eigin siði, og innbyrðis eru þessar kynkvíslir fjandsamleg- ar hver annarri. Bantumenn þeir, sem búa á hin- um afmörkuðu svæðum, eru enn skammt komnir yfir villumanns- stigið. Þeir eru hjátrúarfullir og halda fast við siði feðra sinna. Hið sama ipá og segja um flesta þeirra, sem tekið hafa sér bólfestu meðal 0 hvítra manna. En einstaka menn hafa hafið sig þar upp yfir fjöld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.