Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Side 24
622
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
VINNUVÉLAR — Þegar verið var að setja upp grindaturnana undir háspennu-
línuna frá Sogsvirkjun, varð að byrja á því að steypa ramgerðar undirstöður
að þeim. En þar sem línan liggur yfir vegleysur, en verkið varð að ganga fljótt,
varð að útbúa sérstakar vinnuvélar til starfsins. Þá fékk rafmagnsveitan bíla
þessa hjá Pétri Snæland, og setti á þá sérstakar sementshrærivélar, eins og
hér má sjá á myndinni. Var svo bílunum ekið með steypiefnið þangað, sem
á því þurfti að halda í þann og þann svipinn og mun mega telja þetta nýtízku
vinnubrögð hér á landi. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
En ég er enn meðal hinna lifandi,
og til þess að viðhalda lífinu fæ ég
mér nokkrar brauðsneiðar, minn skerf,
en hann er harla lítill þegar miðað er
við að mannkynið etur 30 milljónir
brauðhleifa á hverri klukkustund. Og
er ég lít á kjötsneið, sem er ofan á
brauðinu, verður mér hugsað til þess,
að á hverri klukkustund eta menn
3546 smál. af kjöti.
Til þess að afla oss mönnunum fæðis,
er 35.000 skepnum slátrað á hverri
klukkustund, alls konar skepnum,
grísum og kálfum, nautum og lömb-
um, hrossum og fuglum. Á búgörð-
um, út í skógum og upp til fjalla —
alls staðar verða dýrin að láta lífið til
þess að viðhalda mannkyninu.
Svo þegar við höfum snætt, þá
setjumst við í stól og lesum blöðin.
Blaðið, sem við höfum handa milli,
vegur ekki nema nokkur grömm, en
þó renna 985 smálestir af pappír i
gegn um drynjandi prentvélar á hverri
einustu klukkustund. Heilir skógar
eru feldir, timbrið malað og gerður
úr pappír til að fullnægja þessari
eyðslu.
Um allan heim er skeytasamband
og á hverri klukkustund eru send
115.000 skeyti um allt milli himins og
jarðar, skeyti sem færa gleði og
hryggð, góð tíðindi eða vonbrigði. Og
það er mælt að helmingi fleiri sé þau
skeytin, sem færa hryggð og von-
brigði.
Lífið er margþætt. Einn áfanginn í
því er hjúskapurinn. Á hverri klukku-
stund eru 1200 hjón gefin saman, en
85 skilin. Svo brigðult er það fyrir-
tæki.
ÁSTÆÐUR TIL FRIÐSLITA
Ófriður mikill var (1672) á meðal
hollenzkra af einni hálfu, en franskra
og engelskra af annari. Orsök til þessa
stríðs segja menn hafi verið sú, að
franskir hafi tekið af hollenzkum skip
nokkur, sem þeir kölluðu silfurflota
og kom frá Indíalandi, og hollenzkir
hafi látið út ganga bækling til spotts
og hæðni við franska og engelska, hvar
inni upp hafi verið málaður Englands-
konungur sitjandi með konu á knján-
um, hafandi hönd sína undir svuntu
hennar, item Frakkakóngur með buxna
vösum* fjórum umsnúnum, altómum,
öllum sundurrifnum og hollenzkan ost
fyrir nösum hans og annað þvílíkt. —
Fitjaannáll).
ORMUR t KRÁKUGERÐI
Það er sagt þá faðir Orms reiddi
hann í lognfönn mikilli til skírnar og
var að laga reiðtygi sín, að hann missti
reifastrangann ofan í fönnina fyrir því
að oft fórst honum skyndilega. Sagði
hann þá: „Hvað varð af bölvuðum orm-
inum?“ En er hann fann hann, mælti
hann: „Þú skalt líka heita Ormur,“ og
það varð. — Ormur bjó alla ævi sína
í Krákugerði og varð gamall. Sagt er
að svo væri Ormur skyggn, að á hverri
jólanótt segði hann það fyrir hvað
margir myndi andast í Silfrastaðasókn
til annarrar jólanætur og segði beint
af hljóði kunningjum sínum hverj-
ir væri. En það sagði hann
seinasta árið, sem hann lifði, að alla
þekkti hann þá, nema einn, utan hann
væri það sjálfur. Og það varð (G. K.)
FÁTÆKRAFRAMFÆRI Á SÖGUÖLD
Um sveitarstjórn og fátækrafram-
færslu á landnámstíð og söguöldj vita
menn lítið, en hinir heiðnu siðir munu
að nokkru leyti lýsa sér i ákvæðum
Grágásar, þó þar sé líklega komin nokk
-ur áhrif hins nýa siðar. Frændafram-
færslan var þá miklu víðtækari og
strangari en síðar, og náði allt til fjór-
menninga, en annars gerðu sveitirnar
allt sitt til að annast sannarlega þurf-
andi fólk. Öðru máli var að gegna með
húsgangsmenn, um þá voru lögin ákaf-
lega hörð, enginn mátti hýsa þá eða
gefa þeim mat og varðaði hegningu ef
út af var brugðið. — Heilbrigðir hús-
gangsmenn voru alveg réttlausir, menn
máttu að ósekju taka þá og hýða fullri
hýðingu og það var jafnvel heimilt að
gelda þá. (Þorv. Thoroddsen).
SIGURÐUR GÍSLASON DALASKÁLD
andaðist 1688 með iþeim hætti að
hann datt út af fiskahlaða á farmaskipi
á Breiðafirði og drukknaði. Mælt er
að lík Sigurðar fyndist aldrei, en konu
hans dreymdi að hann kæmi að sér og
kvæði vísu þessa, er hún mundi þá hún
vaknaði:
Gakktu fram á Gýgjarstein,
gerðu svo mín kvinna,
bggja þar mín látin bein
ljóst muntu þau finna.
En enginn vissi hvar sá Gýgjarsteinn
var.