Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 5
Ihj'á mér er þú ert á ferðinni? Fegin yrð- um við hjón að sjá þig, þvi máttu trúa. Þinn trúi vinur Eirikur Magnússon. En það varð löng bið á framkvæmd- um. Vanþekking og vanmat á fiskirækt og almennt umkomuleysi hefir sjálfsagt orðið þeim fjötur um fót. Fyrsta tilraunin að gera Lagarfoss lax- gengan mun hafa verið gerð sumarið 1936, efalaust af vanefnum þeirra tíma. Forsögu verksins hafði austurrískur mað ur, dr. Rheins, sem oft var hér á ferð á þessum árum. En hann var vatnaMf- fræðingur en ekki verkfræðing-ur, og að öðru leyti var treyst á hið góðkun-na Ibrjóstvit. Þessi tilraun misheppnaðist. Árni Friðriksson fiskifræðingur skoðaði nokkrum árum síðar þann laxastiga, sem þarna hafði verið steyptur. Niðurstaðan af þeirri rannsókn varð sú, að stiginn væri reisfur á röngum stað, sneri ekki rétt og næði of skammt upp flúðirnar. Þrátt fyrir all-t munu hinir fræknustu laxar hafa fcomizt þarna upp, 'þó aldrei í teljandi magnL Veiðifélag mun hafa verið stofnað þarna eystra á þessu ári -af framitakssöm um mö-nnum, og miunu þeir ef-alaust hafa það efst á sinni stefnusfcrá að gera Lag- arfoss laxgengan. Flj ótsd-alshérað er ein fegurs-ta og víð- lendasta sveit þessa lands. Iíún er yfir 2ö km á breidd milli fjalla við Héraðsflóa, og þar mun nú mest selkópaveiði hér á landi. En frá sjó og upp að Leginum ir unu vera um 50 km. Nálega allt þetta land er með frjósömum jarðvegi og vaf- ið í gróðri. Ofar í dalnum er hinn glæsi- legasti skógur hérlendis, og mun bænd- um þar ofarlega í huga að hefja þar ræktun á nytj-askógi. Það mun létta allan kos-tnað við klak og flýta fyrir árangri að allmikil lax- veiði er í fljótinu fyrir neðan foss. Þeg- ar nýtízku laxastigi hefði verið reist- ur á þess-um slóðum, yrði laxinum ekiki skotasikiuld úr frekari -göngu, því svo ha-gar þama til, að hvergi annars staðar á landi voru er hægt að fara um 80 km. þvert upp frá sijó, án þess að komast í meir en 21 m. hæð ef vö-tnum er fylgt, en sú er hæð Lagarfljó-ts yfir sjáv-armáli. Það er ekkert smávegis vatnasvæði, eem opnast myndi við laxastiga í Lag- arfljóti. island yrði meira en 10 lax- veiðiám ríkara. Allt eru þetta bergvatns- ár að Jökulsá í Fljótsdal einni undan- s' Llinni, en hún rennur fyrir botni dals- ins, auk þess hafa sum-ar þeima hliðar- ár. Þarna yrði sannarlega um marga hrygningarstaði að velja fyrir 1 xinn. Á þessum slóð-um eru auk þess mörg vötn með afrennsli í Lag-arfljót, sem sum, að jninnsta kosti, gætu orðið laxgeng. í nokkrum þessara vatn-a er þegar ágæt Eilungsveiði. Það er síður en svo að hér hafi nokkr- ir hugarórar verið á ferð hjá Eiríki Magnússy-ni. Hann var maður fjölfróðux lan-gt út fyrir si'tt verksvið og hafði bæði áh-uga og skiinin-g á verklegum fram- förum, Nú er þjóð vorri ekkert að vanbúnaði eð framkvæma þessa hugmynd hans um laxaræfct í Lagarfljóti. Hún á fiskifræð- inga og verkifræðinga með reynslu um byggingu laxastiga og nægilegt fjár- magn. Til þess má ætlasit, að þeir, sem íjárfestingum ráða, styðji hið nýstofnaða VeiðiféiLag Austfirðinga. Þá verður hin 88 ára forna hugsjón Eiríks Magnússonar um a'llt þetta veiðisvæði brátt að veru- leika: Lagarfljót eitt liið mesta laxavatn í Norðurálfu. Kjartan Sveinsson. 24. desember 1965 ______________________ Séra Arngrimur Jónsson: Á JOLAHATID J. Lúk: 2, 1—20. lólahátíðin rennur upp. Hún á mikil ítök í oss. Það verður séð af mörgu því, er vér höfum að- hafzt og framkvæmt undanfarna daga. Vér höfum undirbúið þessa hátíð af megni og í þeim tilgangi, að hún færi oss fögnuð og gleði. Hátíðin orkar þannig á oss að vér leggjum allt kapp á að njóta hennar í gleði. Þessi hátíð jólanna rennur upp æ og æ, boðskapur hennar er end- urtekinn æ og æ, og þó er oss mönnum þannig farið, að oss þyk- ir endurtekning hversdagsleg. Hið endurtekna verður ærið oft lit- laust og áhrifalítið. Vér gefum tæpast gaum að rás tímans, af því að hann býr yfir endalausri end- urtekningu, hver dagur öðrum líkur, hvert andartakið öðru líkt. En íhugum þó, að á hverri tíð, á hverju augabragði getur orðið breyting á högum vorum. Með hverju andartaki getum vér orðið fyrir nýrri og óvæntri reynslu, eitthvað gerzt, sem altekur hug vorn, nýtt viðhorf ber að, ný inn- sýn í atburði og lífshræringar, sem vér eigi áður gáfum gaum né gáfum oss á vald. Þannig gæti því verið farið um hið gamla jóla- guðspjall, það gæti orðið nýtt, það gæti gætt þig nýrri reynslu, skiln- ingi, sem þú áttir ekki áður. í þoð- skap þess gætir þú komið auga á það, sem reynist óendanlega dýr- mætt, en hefir ekki áður náð tök- um á sál þinni. uðspjall jólahátíðarinnar er einkar einföld frásaga einstæðs atburðar. Þessi einfaldleiki ætti að orka á oss til auðveldari skynjun- ar þessa atþurðar fremur en að verða til hindrunar, að menn líti þennan einfaldleika svo smáum augum, að þeim sjáist yfir ríkdóm hans. Frá hverju skýrir þetta guð- spjall? Vér setjum oss fyrir sjónir það svið, er það birtir. Þá verður fyrst fyrir oss gripahús. Þar hafa búizt fyrir ung kona og maður hennar, af því að ekki var annað hæli að hafa meðal framandi manna. Þar fæðir þessi unga kona fyrsta sinni. Enginn aumkar sig yfir hana né tekur sárt til hennar. Hér vanhag- ar hana um flest, sem til slíkra atburða er nauðsynlegt, og jatan verður fyrsta hæli nýfædds barns. Enn skiptir um svið. Himneskur boðberi kunngjörir auðmjúkum, trúuðum mönnum það, sem er að gerast, kunngjörir hið einstæða: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Hvað gerðist þá í þessu gripa- húsi? Ekkert minna en það, að sjálfur Guð sté niður til vor í þessu litla þarni, Frelsaranum. Hvert er erindi hans til vor? Að opinbera oss huga sinn, hver örlög hann býr oss, hver hann sjálfur er, er hann gengst undir kjör vor. Þetta sjáum vér, er vér lítum inn í gripahúsið. Hinn Hæsti stígur niður í myrk- ur vor, svo að vér fáum upplýstst. „Ég er ljós í heiminn komið til þess að hver, sem á mig trúir, sé ekki í myrkrinu heldur hafi ljós lífsins“. H lann talar sannindi sín til vor, svo að vér fáum þekkt þau: „Ég er þrauð lífsins, verið í mér, þá verð ég líka í yður“. „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd“. Hann opinberar dýrð sína, vald sitt og mátt, sem ekki verða með orðum skýrð. Hann auglýsir vald sitt til að fyrirgefa syndir, auglýs- ir ómælis miskunn og gefur oss hlutdeild í þessum gæðum sínum fyrir trúna á hann með því að taka á sig eymd og synd vora. „Mannssonurinn er ekki kominn til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga“. Allt þetta felst í komu hans í myrkur mannlegs heims til að upplýsa oss sínu ljósi. Þetta er boðskapurinn á jólahátíð. Svo er þá þetta eigi orð ein- göngu og frómar keruaingar, því að þeir, sem Drottinn valdi að vottum sínum, til eftirfylgdar við sig og til útbreiðslu ríkis síns, orða reynslu sína í samfélagi við hann á þessa leið: „Náðin og sann- leikurinn kom fyrir Jesúm Krist“. „Lífið er opinberað og vér höfum séð og vottum og boðum yður líf- ið hið eilífa, sem var hjá Föðurn- um og var opinberað oss. Það, sem vér horfðum á, og það, sem hend- ur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins". Hér ræðir ekki um ævintýri, ekki um hillingar eða fallega kenningu. Hér ræðir ekki um í- smeygilegan orðaflaum né rós- flúraða mærð, heldur það sem þeir með höndum sínum þreifuðu á. Hér birtist sannleikurinn frá Guði og þá um leið gleðitíðindi þau, er þessi helga hátíð hefir til- Séra Arngrímur Jónsson efni sitt af. Þetta er það, sem lað- ar fram fögnuð og gleði þarna Guðs. H, Lið þriðja svið þessa at- burðar birtist í atferli hirðanna á Betlehemsvöllum, hinna auð- mjúku, trúuðu manna. Hvað höfð- ust þeir að? Tvennt var það. Þeir vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, og þeir kunngjörðu það, sem talað hafði verið við þá um barn þetta. í þessu atferli þeirra skynjum vér vort atferli. Vér höldum þessa hátíð til þess að tilbiðja barnið í jötunni, sem öll kristnin hefir líf sitt af. Veruleiki þessarar hátíðar laðar fram tilbeiðslu þeirra, er lifa atburð hennar í trú og fá not- ið hennar í samneyti himneskra hirðsveina. Sé afstaða vor hin sama og hirðanna, þá er afleiðing trúar vorrar og tilbeiðslu hin sama og þeirra. Þeir kunngjörðu það, sem talað hafði verið við þá um barn þetta. Vort hlutverk er hið sama og þeirra. Megi því allt í lofgjörð vorri og í samneyti voru við barnið í jötunni styrkja oss í því, í orði og atferli, að boða öðr- um allt það, sem vér höfum heyrt og numið um barn þetta, og frið- ur Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hugsanir vor- ar og hjörtu í samfélaginu við Krist Jesúm. Amen. I •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.