Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 25
p Frá Persepolis — til vinstrl, er „Hlið allra þjóða", sem Xerxes lét byggja, þá sjást súlur Apadana, en fremst eru hinir miklu steinstigar. asargade, hin forna höfuðborg Kýrusar, er í um 80 kílómetra fjarlægð frá Shiraz. Kýrus lagði grundvöllinn að hinu mikla heimsveldi Persa og það var hann, sem gaf Gyðingum leyfi til að snúa heim úr herleiðingunni, er hann ná'ði Babylon á sitt vald árið 538 f, Kr. í Pasargade er grafhýsi Kýrusar. Sonur Kýrusar, Kambýses, sem treysti og færði út ríki föður síns að honum Játnum (529 f. Kr.), hafði einnig Pasar- gade sem höfuðborg sína. Það var Kambýses, sem lagði Egyptaland undir Persa árið 525 f. Kr. Því miður gafst okkur ekki tími til a'ð heimsækja Pasar- gade og var að því mikil eftirsjá. Við dvöldum hins vegar einn dag 1 Persepolis, hinni fornu keisaraborg. Persepolis er um klukkustundar akstur frá Shiraz, en Pasargade er í um 50 mílna f jarlægð til norðurs frá Persepolis. Ekkert getur gefið ferðamanninum betri hugmynd um mikilfengleika hins ' forna Persaveldis en Persepolis, sem er við rætur fjallsins Kuh-é-Rahmat (Fjall miskunnarinnar), en Persepolis er ekki borg í þeim skilningi, sem venjulega ef lagt í það orð. Þar voru hallir keis- aranna. Persepolis er um 100 árum yngri en Pasargade. Það var Darius mikli, sem kom til valda 521 f. Kr. og lézt árið 486 f. Kr., sem lét hefja byggingu hinna miklu halla Persepolis og sonur hans Xerxes (486 f. Kr. — 466 f. Kr.) hélt verkinu áfram. Artaxerxes, eftirma'ður þeirra, og fleiri keisarar, bættu við Persepolis á árunum 465—330 f. Kr. en verkinu varð aldrei að fullu lokið. Darius mikli er fyrir margra hluta sakir talinn einhver mesti stjórnskör- ungur og stjórnvitringur fornaldar. Höf uðborg hans var Susa og síðar Perse- polis, sem talið er a'ð hafi verið dvalar- staður keisaranna á vorin og haustin. Þar er of kalt á vetrum og brennandi hiti á sumrin. I B ópur norrænna og banda- rískra blaðamanna átti þess kost á síðastliðnu vori að ferð- ast um íran, landið, sem flestir þekkja reyndar sern Persíu Ferðin var farin í boði írönsku ríkisstjórn- arinnar og flugfélagsins SAS, en fyrir tilstuðlan Flugfélags ísiands voru tveir íslenzkir blaðanienn í hópnum, Magnús Bjarnfreðsson frá Tímanum og undirritaður frá Morgunblaðinu, Okkur gafst meðal annars kostur á þyí að heimsækja hið forna Parsa, héra'ðið, þar sem vagga hins forna Persaríkis stóð. í dag kalla íranir hér- pðið Fars. Höfuðborgin þar er Shiraz, en í Fars eru einnig hinar fornu höfuðborgir Pasargade og Persepolis. Shiraz er þekkt sem borg rósanna og næturgalanna, hin ljóðræna höfuðborg allra Persa, því þar lifðu ljóðskáldin tvö, Sa'adi og Hafez, sem Persar telja hin mestu í allri sinni árþúsunda löngu sögu. Það er ekki nema um klukkustund- arflug til Shiraz frá Isfahan og auðvelt fyrir ferðamenn að komast þangað. Eorgin er sunnarlega í landinu og bezti tíminn til að koma þangað í heimsókn er á vorin og haustin, sumrin eru of heit. Shiraz er í mjög frjósömum dal og vínviður vex í hlíðum í nágrenni borgar- innar, fleiri tegundir en annars staðar í landinu, og hefur hún allt frá miðöldum Verið þekkt fyrir gæði vínsins. Persar eru mjög ljóðelskir og þeir desember 1965 — Eftir Björn Jóhannsson r "i S4. sýna minningu hinna miklu skálda sinna ræktarsemi, sem er til fyrirmynd- ar. f Shiraz hafa verið byggð fögur grafhýsi til heiðurs þeim Sa'adi og Hafez. C3 a'adi er ástsælast allra pers- neskra skálda. Hann fæddist um árið 1184 e. Kr. og varð fjörgamall. Grafhýsi hans í Shiraz er mjög fagurt, enda eru borgarbúar stoltir af því. Stór garður er umhverfis grafhýsið. Það vakti mikla furðu okkar blaðamannanna, að einn leiðsögumaður okkar tók með sér brauð, þegar við heimsóttum grafhýsi Sa'adis. Við hliðina á grafhýsinu er djúpt jarð- hýsi og fór leiðsögumaðurinn með okkur þangað niður. Þar er tær vatnsupp- spretta og þegar leiðsögumaðurinn henti brauðmolum í vatnið komu hundruð, ef ekki þúsundir, fiska þjótandi og rifu í sig brauðið af mikilli græðgi. Við blaðamennirnir horfðum agndofa á, því enginn okkar haf ði fyrr sé'ð fiskum gefið brauð. Leiðsögumaður okkar sagði, að það væri gömul trú manna i Shiraz, að fisk- arnir í jarðhýsinu væru blindir og sag'ði hann, að ómögulegt væri að fá fólkið af þeirri trú sinni. Hélt hann, að sagan hefði upprunalega orðið til sökum þess, að myrkur er í jarðhýsinu og uppsprett- an rennur neðanjarðar, svo fiskarnir sjá aldrei dagsins ljós. Það er líka gömul trú, að Sa'adi hafi setið á kyrrlátum kvöldum við uppsprettuna, talað til fisk- anna og kveði'ð fyrir þá ljóðin sín. Grafhýsi Hafez er einnig í undurfögr- um rósagarði og á veggjunum umhverf- II is eru skrifaðar ýmsar minnisstæðustu ljóðlínur hans. Hafez fæddist um árið 1324 e. Kr. og dó árið 1388. Næst Sa'adi er hann mest dáður og elskaður allra persneskra skálda. Shiraz er ásamt Isfahan sá sta'ður I íran, sem ferðanienn sækja mest til. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að í ná- grenni borgarinnar eru sögufrægustu staðir og rústir Persíu. 1 ygging Persepolis hófst með því, að við rætur Kuh-é-Rahmat var gerður risavaxinn steinpallur, sem hallirnar áttu að standa á. Er pallurinn hvorki meira né minna en 135 þúsund fer- metrar að flatarmáli, 450 metra langur frá norðri til su'ðurs og 300 metrar frá austri til vesturs. Þetta mannvirki er sums staðar yfir 20 metra hátt og breiðir steinstigar ligga þangað upp. Þeir eru svo vel og traustlega gerðir, að þeir hafa lítið sem ekkert látið á sjá, þótt millj- ónir manna hafi gengið þá þau 2.500 ár sem li'ðin eru frá byggingu þeirra. Á steinpaliinum voru byggðar íbúðar- hallir fyrir keisarann, drottningu, og krónprinsinn, móttökusalir, veizlusalir, gestahallir, ríkisfjárhirzlfa, stjórnarskrif- WÍSæ^^^w^\^\Waa\v\vavW*tÍv>í '.::: í.tL^té&&í6ÍMSŒ&xBnKmmR&px Grafhýsi Sa'adis í Shiraz --------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.