Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 2
0, Westminster Abbey í Lundúnum. ¦ >. inari Benediktssyni hefur stundum verið líkt við hina fornu norrænu Væringja, er sóttu frægð og fremd til Miklagarðs á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Á dögum Einars voru Lundúnir mesta borg heimskringlunnar. Þangað leitaði Einar til þess að sækja hið gullna gjald, sem lyfta skyldi íslenzku þjóðinni úr margra alda örbirgð og áþján. Festi hann þar kaup á gömlu húsi utan við borgina árið 1910 og bjó þar með f jölskyldu sinni til árs- ins 1917. í húsi þessu hafði áður búið Swinburne (d. 1909), eitt af höfuðskáldum Englendinga. Einar bjó í Lundúnum við góðan efnahag og umgekkst höfðingja heimsborgarinnar sem jafningja- Svo lék ensk tunga á vörum Einars, að þeir, sem umgengust hann þar, vildu trauðla trúa því, að hann hefði ekki hlotið menntun sína í háskólanum í Oxford eða Cam- bridge. landi 1914 og hugðist nota sem sumarbústað. Á þessum árum orti Einar mörg af sínum beztu kvæðum. Einar Benediktsson var ekki ein- ungis eitt af höfuðskáldum íslend- 'teljandi klukkur spita hirnnaljóð yfir borginni við Tempsá, þar sem byggð er Róm vorra tíma og háður er biind- ingaleikur peningavaldsins með fleiri höndum, styrkari og seigari vilja og stórvægilegri sundrung milli auðmanns og öreiga heldur en í öðrum heims- stöðum. Eg er nýkominn til menningarlands- ins brezka — heiman að, fárra daga ferð yfir hafið, og þó kominn í aðra veröld. Mig þyrstir í fyrstu messuna hjá þess- ari trúuðu, hámönnuðu þjóð, sem byggir allt á játning sinni um trú. Mér finnst ekkert jafndýrlegt, ekkert jafnnýtt í þessari nýju veröld hérna megin við sjóinn eins og söngur, ræða og guðsdýrkun í enskri hákirkju eftir margar, langar vikur í auðn og tómleik prestlausa og kirkjulausa safnaðarins heima. Sunnudagsþvottur sálarinnar og gott bað fyrir líkamann! Hvað það er hvort- tveggja hollt og styrkjandi. Það léttir sporið og vængjar hugann aS vita, að hér er allt til, sem heimurinn getur veitt, bæði fyrir anda og hold manns- ins, fyrir endurnýjung hins ytra og hins innra manns jöfnum höndum. Það er um nónbil á sunnudegi, og ég hlýði á köllun klukknanna. Prúðbúið fólk streymir í þúsundum fram og aft- ur í víðum strætaæðum borgarinnar —• og á flestum andlitum, limaburði og hreyfingum sést, að menn hafa erindi, ætla sér eitthvert ákveðið takmark. Menn ganga ekki hér svo sem, þeir séu aðeins að hreyfa sig, heldur svo sem þeir viti, hvað þeir vilja. Og fjöldi þúsundanna ætlar sér til kirkn- anna hingað og þangað um staðinn, hver með sitt trúarsnið, hver með sína tegund kristnidóms fyrir innan hia Hann ferðaðist þá mikið, sem jafn- an. Á árunum 1914—16 dvaldi hann oft í Reykjavík að Héðinshöfða, húsi utan við bæinn, sem hann hafði keypt af ræðismanni Frakka á ís- — Þorlákur helgi — framhald af bls. 1 greiðslu þar og sneri mér því til starfsmanns og spurði um ferðir til Lincoln. Maðurinn tók mig þegar undir hönd og leiddi mig inn í lest, sem var að leggja af stað til Lincoln, og nú var ekki um neitt að velja. Þegar til Lincoln kom, hófst ævintýri, sem hér er ekki rúm fyrir. Það hófst á því að ég rakst alveg óvitandi inn í íbúð æðsta manns presta- skólans á staðnum, og þaðan voru mér allar dyr opnar. Eg dvaldi í Lincoln heilan sunnudag. Hann skiptist á milli helgihalda í hinni miklu og fögru dómkirkju og móttöku lærðra manna, sem unun var að. Mér var tekið sem langþráðum pílagrími og það því fremur sem þeir vissu ekkert um helgan Þorlák. Það er af myndinni að segja, að hún er í glugga kapellu presta- skólans ásamt myndum annarra frægra manna, er þar hara numið helg fræði. Þó ég kæmi þarna eins og hálfóvart og að öllum óvörum, var því líkast sem koma mín hefði verið rækilega undirbúin af hinum æðstu kirkjuhöfðingjum. Hefi ég aldrei farið skemmtilegri ferð á ævi minni. Vissulega naut ég þarna hinnar óviðjafnanlegu gestrisni Eng- lendinga, en hins er og að minnast, að ég naut dvalar heilags Þorláks á pessum stað, þó síðan séu runnin í aldanna skaut átta hundruð ár. Getur ekki skeð, að enn megi stórmenni tyrri alda verða oss að liði, ef minning þeirra væri reakt? Sigurður Pálsson Eftir Einar Benedikfsson inga fyrr og síðar. Hann var Vær- inginn af íslenzku bergi brotinn, sem hafði arf Snorra úr Mímis- brunni í vegarnesti. — Hann hafði og leitað fanga í forniun og nýjum bókmenntum erlendum — og síðast en ekki sízt þekkti hann betur en nokkur íslendingur annar til ný- tízku framfara í tækni, vísindum og atvinnuvegum stórþjóðanna. Hann varði sinni einstæðu starfsorku og yfirburðum, áratugum saman, til þess að gera íslendinga hlutgenga í framförum 20. aldarinnar, en til þess þurfti þjóðfrelsi öllu öðru framar. Frelsishugsjón hans hefur rætzt og aðrar hugsjónir hans eru að ræt- ast hver af annarri. Grein hans „Vesturklaustrið mikla" birtist fyrst í Sunnanfara í júlí 1913 og er hér endurprentuð. Eins og nærri má geta hafa margir frægir rithöfundar ritað um þetta sögufræga musteri engil- saxneskra þjóða, en ég efast um að nokkur hafi um það ritað snjallari grein en íslendingurinn Einar Benediktsson. Sveinn Benediktsson. víðu vébðnd postulakenninganna og góðra siða — því jafnrígbundið secn enskt trúarlíf er við kristnina í víð- tækustu merking, jafnmikið full-frelsi hefur hver einstakur söfnuður um sína háttu og sinn skilning á greinum trúar- innar. Ég fylgi þeim straumi, sem flýtur fram að Vesturklaustrinu mikla. ÞaS er ensk hákirkja, óblönduð og hrein, sem hvelfist yfir leiðum helzta aðals- ins og stórmennanna hjá Bretum, þar sem konungar þeirra eru krýndir og grafnir. Testurklaustrið er musteri brezkr- ar menningar, konunghollustu og trú- arhlýðni. Fimm alda starf, óþrotlegt og stórkostlegt, hefur reist og fullgjört þessa miklu klausturkirkju, og allt, sem Framlcv.sl].: Sigfns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason trá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólíur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arni Garðar Krlstinsson Ritstjórn: Aðalstræti G. Simi 22480 Utgetandi: H.l. Arvakur. ReykjavIH. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.