Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 10
M, lóðir Mini er illu heilli afskap- lega óframfærin og hrædd. Ef hún heyr- ir hávaða á götum úti eða sér fólk á leið heim að húsinu okkar, heldur hún einlægt að þar séu á ferðinni þjófar eða drykkjurútar, snákar eða tígrisdýr, malaría, kakalakar eða margfætlur. Og þó hún sé nú nokkuð komin til ára sinna, hefur henni enn ekki tekizt að sigrast á þessum ótta sínum við allt og alla. Þess vegna var hún full grunsemda gagnvart manninum frá Kabúl og bað mig alltaf blessaðan að hafa nú auga með honum og þeim Mini litlu. Ef ég reyndi að fá hana ofan af þessu með því að stríða henni svolítið eða gera gys að henni, setti hún bara upp alvörusvip og spurði eitthvað á þá leið, hvort það væri ekki satt, að það væri ennþá þrælahald í Kabúl? Og kom það ekki líka stundum fyrir, að börnum væri rænt? Og var það svo óskaplega fáránlegt að ímynda sér, að þessi stóri maður gæti hæglega rænt svona litlu barni og haft á brott með sér? Auðvitað reyndi ég eftir beztu getu að koma henni í skilning um, að þótt það væri eflaust ekki ómögulegt, væri það í hæsta máta ósennilegt, en hún lét sig ekki og var jafn-hrædd um Mini litlu eftir sem áður. En þar sem hún hafði ekkert fyrir sér er rennt gæti neinum rökum undir þessa hræðslu hennar, var einhvern veginn engin ástæða til að meina manninum frá Kabúl aðgang að heimilinu. Þau héldu því uppteknum háttum, Mini mín litla og maðurinn frá Kabúl og alltaf fór jafnvel á með þeim. Einu sinni á ári, um miðjan janúar- mánuð, var Rahman, maðurinn frá Kabúl, vanur að fara til síns heima- lands og þegar leið að þeim tíma var hann yfirleitt mjög önnum kafinn við að ganga hús úr húsi og innheimta skuldir. En þetta ár gat hann samt alltaf fundið sér einhverja stund til að hitta Mini litlu að máli. Ókunnugum hefði jafnvel getað virzt sem einhvers konar leynimakk væri þeirra í milli, því gæti hann ekki komið að morgni dags, brást ekki að hann birtist í gættinni er leið að kvöldi. Meira að segja mér brá oft í brún, er þessi hávaxni, lausklæddi maður birt- ist allt í einu, pinklum hlaðinn, í dimmu skoti herbergisins — en þegar Mini litla kom hlaupandi inn og hrópaði: Ó, -Kabuliwallah, Kabuliwallah, og þau tvö tóku upp sitt vanahjal, hlógu og sögðu hvort öðru sögur og skrítlur eins og áður, varð mér rórra. O vo var það einn dag, skömmu áður en hann hafði ætlað að leggja af stað heimleiðis, að ég var að leiðrétta prófarkir í vinnustofu minni. Það var kalt í veðri og daufir geislar sólarinn- ar, sem skinu inn um gluggann og á fætur mér voru kærkominn ylur. Klukk- an var nærri átta að morgni og nokkuð manna á ferli. AlJt í einu heyrði ég ólæti utan af götunni, leit út og sá þá Rahman leiddan brottu, milli tveggja lögreglumanna, en á eftir fór hópur forvitinna stráka. Það voru blóðblettir á fötunum hans og annar lögreglu- mannanna hélt á hnifi í hendinni. Ég flýtti mér út, fór í veg fyrir þá og spurði hvað um væri að vera. Af því serh mér var sagt svona sitt úr hverri áttinni, komst ég að þeirri niðurstöðu, að einhver þarna í grenndinni hefði skuldað farandsalanum fé fyrir sjal eitt fagurt er hann hafði selt honum og var * frá Rampuri, en er hann var krafinn um borgun, hefði hann þverneitað að hafá keypt sjalið og enga peninga viljað láta af hendi rakna. Þeir hefðu svo þráttað um þetta og Rahman loks sinn- azt svo að hann hefði stungið manninn hnífi. Sjálfur valdi bandinginn í æsingn- um andstæðingi sínum ýmis orð og þau ekki af betra taginu. En allt í einu birtist Mini litla uppi á svölum hússins okkar og hrópaði upp yfir sig, rétt eins og venjulega: „ó, Kabuliwallah, Ka- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- buliwallah!" Rahman Teit upp til hennar og það birti yfir svip hans. Hann var ekki með neinn pokann þennan daginn, svo hún gat ekki spurt hann hvað hann hefði í pokanum, eins og hún var vön. Þess vegna tók hún þá fyrir næsta mál á hefðbundinni dagskrá þeirra og spurði: „Ertu að fara til hans tengdaföður þíns?" Rahman hló við og svaraði: „Já, það er ég reyndar, litla vina!" En þegar hann sá, að barninu var hreint ekkert skemmt, lyfti hann bundnum höndun- um og sagði: „Og væri ég ekki bund- inn, eins og þú sérð, skyldi hann svo sannarlega fá fyrir ferðina, hann tengda- faðir minn". Rahman var sekur fundinn um meint manndráp og dæmdur til margra ára fangelsisvistar. JL iminn leið og smám saman gleymdum við Rahman, manninum frá Kabúl. Lífið gekk sinn vanagang á okk- ar vanalegu slóðum og okkur varð sjald- an hugsað til fjallabúans forðum frjálsa, sem nú eyddi ævinni innan þröngra veggja fangelsisins. Meira að segja hún Mini mín, kát og léttlynd, gleymdi sín- um gamla vini. Eftir því sem hún elt- ist, var hún meira samvistum við aðrar stúlkur á sínu reki og það svo, að hún hætti næstum því að koma inn i vinnu- herbergið til hans föður síns og ég tal aði sjaldan nokkuð við hana að ráði. Það liðu mörg ár og aftur var komið haust og við vorum í óða önn að undir- búa brúðkaupið hennar Mini okkar. Það átti að fara fram á Puja-háíðinni. Þegar Durga hyrfi til Kailas myndi sólargeisl- inn okkar einnig hverfa úr húsi föður síns til húss eiginmanns síns og þá yrði skuggsýnt eftir heima. Það var bjartur morgunn og fagur, rigningarnar undanfarið höfðu hreinsað loftið og geislar sólarinnar sindruðu eins og skíra gull. Þeir voru svo skínandi bjartir, að meira að segja óhreinir og ótútlegir múrsteinsveggirnir húsanna í öngstrætum Kalkútta voru eins og gulli slegnir. Blásið hafði verið í brúðkaups- flautur síðan í dögun og mér fannst hjarta mitt ætla að bresta. Þetta „Bhairavi" jók á sársaukann sem það vakti mér að þurfa að skiljast við Mini mína, en við því var ekkert að gera: í kvöld átti hún að giftast. XXllan morguninn hafði mikið ver- ið um að vera í húsinu. í húsagarðin- um þurfti að koma fyrir sóltjaldinu á bambusstöngunum, í herbergjunum öllum og á svölunum urðu að vera ljósa- stikur með klingjandi bjöllum. Alls stað- ar var ys og þys. Ég sat inni í vinnu- herbergi mínu og fór yfir heimilisreikn- ingana, þegar einhver kom allt í einu inn, heilsaði kurteislega og nam staðar frammi fyrir mér. Það var Rahman, maðurinn frá Kabúl. Ég kom honum ekki fyrir mig í fyrstu, hann hafði eng- an poka meðferðis, síða hárið hans var klippt stutt og þrek hans frá því forð- um var eins og þorrið og að engu orðið. En svo brosti hann við mér og þá þekkti ég hann aftur. „Hvenær komstu, Rahman?"spurði ég. „í gærkvöldi", sagði hann. „Ég var látinn laus". Mér hraus hugur. Ég hafði aldrei áður talað við mann sem afplánað hafði fangelsisdóm fyrir meint mann- dráp og mér leið illa, er ég gerði mér þess grein, því mér fannst sem dagur- inn hefði verið betri og heillavænlegri ef hann hafði ekki birzt. ,,Það eru hátíðahöld hér í húsinu" sagði ég, „og ég er mjög vant við lát- inn. Gætuð þér kannske komið aftur seinna?" Hann snerist þegar á hæli og var á leið til dyra, ennam þar allt í einu staðar, hikað'i og sagði: „Má ég ekki aðeins fá að sjá litlu stúlkuna herra, bara rétt sem snöggvast?" Hann hélt þá að Mini væri eins og áður, lítil stúlka, sem kæmi hlaupandi til hans eins og hún var vön að gera og hróp- aði „O, Kabuliwallah, Kabuliwallah! Hann hafði haldið að þau myndu aftur tala saman og gera að gamni sínu eins og í gamla daga. Hann hafði meira að segja, minnugur þess sem áður var, komið með dálítið af hnetum og rúsín- um, sem hann hafði einhvern veginn fengið hjá einhverjum landa sinna, því að af peningum átti hann ekkert lengur, til þess að færa Mini. En ég endurtók það sem ég hafði áður sagt: „Það eru hátíðahöld hér í hús- inu og engan að hitta að máli í dag". Svipur hans þyngdist, hann horfði á mig stundarkorn, fullur saknaðar, en kvaddi og fór. Jæja, litla vina, ertu nú loks að fara heim til hans tengdaföður þíns? En Mini vissi nú, hverja merkingu mátti leggja í orðin „hús tengdapabba" og gat ekki svarað eins og í gamla daga en roðnaði bara, þagði og var feimin. M< .ér leið illa, þótti fyrir undir- tektum mínum og var í þann veginn að kalla aftur, þegar hann kom inn öðru sinni af sjálfsdáðum. Hann gekk til mín, rétti mér gjöf sína og sagði: „Ég kom með þetta til að færa litlu stúlkunni, herra. Viljið þér ekki gefa henni það frá mér?" Ég tók við því og ætlaði að fara að borga honum, en hann varnaði mér þess og sagði: „Ég þakka gæzku yðar, herra, en bjóðið mér ekki greiðslu fyrir þetta. Þér eigið litla stúlku hérna. Sjálf- ur á ég aðra litla stúlku, eins og hana, heima hjá mér. Ég hugsa til hennar (þegar ég kem með þetta handa barn- inu yðar". Hann stakk hendinni inn í víða, laus- fallandi skikkju sína og tók þaðan lít- inn og óhreinan bréfmiða, breiddi vand virknislega úr honum á borðinu og slétti með báðum höndum. Á miðanum var far eftir litla hönd, ekki ljósmynd, ekki teikning, bara far eftir litla hönd, sem roðin hafði verið bleki og þrýst á pappírsbleöilinn. Þessa snert- ingu handar dóttur sinnar hafði Rah- man alltaf borið næst hjarta sér er hann kom til Kalkútta ár eftir ár til til þess að selja vörur sínar á stræt- um stórborgarinnar. Tárin komu fram í augu mér. Ég gleymdi að hann var bara fátækur far- andsali frá Kabúl, en ég — og þó, hvað var ég annars annað og meira en hann? Átti hann ekki dóttur eins og ég? Farið eftir hönd litlu Parvati- stúlkunnar hans ofan úr fjarlægu, fjöll- óttu heimalandi þeirra, minnti mig á Mini mína litlu. Ég lét senda eftir Mini og bað hana koma fram. Miklar mótbárur voru fram bornar við þessu uppátæki mínu, en ég hafði þær að engu. Klædd brúð- arskarti sínu úr rauðu silki, með sandal viðarsmyrsl á enni sér, kom Mini mín og stóð þarna allt í einu frammi fyrir mér, undirleit og feimin. Maðurinn frá Kabúl var eins og furðu lostinn er hann leit þessa veru, sem þarna birtist honum allt í einu. Hann gat ekki endurlífgað gamlan kunningsskap þeirra svona í einni svip- an. Loks brosti hann hægt og sagði: Hagalagöar Þyrfti að kæra. Almenningur í Kolfreyjustaðarsókn og Reyðarfirði kvartaði mjög um ónýti fiskifæranna og hákarlavað- anna. Segja þeir, að þetta stafi af Hnum snúð á fyrsta spunanum, en síðan hafður of harður snúður, þegar þættirnir eru undnir saman en auk þess hafa menn komizt að raun um að í hákarlalinunum er einn þáttur- inn venjulega gamall. Þetta þyrfti að sanna með vitnaleiðslu og kæra síð- an fyrir yfirstjórn verzlunarinnar, sem sannarlega mundi ekki láta drag- ast að ráða þar bót á. (Ferðabók Olavíusar). E l g minntist dagsins þess er þau höfðu fyrst hitzt, maðurinn frá Kabúi og hún Mini mín og ég var hryggur í bragði. Þegar Mini var farin and- varpaði Rahman þungan og settist nið- ur á gólfið. Eflaust var hann farinn að hugsa um það, að dóttir hans hlyti líka að hafa vaxið úr grasi allan þenn- ah tíma sem hann hafði verið fjarri og að hann myndi þurfa að kynnast henni á nýjan leik líka. Að minnsta kosti var það öruggt og víst, að hún myndi vera allt öðru vísi en þegar hann skildi við hana síðast. Og hver gat líka vitað, hvað hefði komið fyrir hana á þessum átta árum, sem umliðin voru? Brúðkaupsflauturnar hjöluðu og mild haustsólin umvafði okkur geislum sín- um. En Rahman sat þarna inni í einni af ótal þröngum götum Kalkútta og horfði innhverfum augum heim til hrjóstrugra fjallanna í Afganistan. Ég tók seðil úr vasa mínum, rétti honum og sagði: Farðu heim, Rahman, til dóttur þinnar, sem bíður þín í landi þínu og megi hamingjan, sem ykkar fundum fylgi, færa barni mínu bless- un". Þessi gjöf min varð til þess að ég varð að skera ýmis útgjöld við brúð- kaupið nokkuð við nögl mér. Ég gat hvorki haft rafmagnsljósin, sem ég hafði ætlað mér, né heldur fengið hljóm- sveitina úr hernum eins og til hafði staðið og kvenfólkið í húsinu var ekki sem skilningsríkast. En sjálfum þótti mér hálfu bjartara yfir brúðkaupsdegi dóttur minnar fyrir þá sök að okkar vegna bar saman í fjarlægu landi, eftir mörg ár og löng, fundum annars föður og einkadóttur hans. Sonja Diego þýddL Vetrar- skraut Effir Sigurð Jónsson írá Brún Haustið eitt skyndihláka hrími frá köldum nóttum eyddi — öllu saman. ísrósum skreytta fláka gerði að votum vöngum vættum af gleðitárum, gerði að grátnum vöngum. Glysið hélu varð fljótt um. Vetri buðlungi bárust bráðum fregnir af þíðu, hvernig hans vorblóm vóru velkt eftir stundarblíðu. Sú þótti fréttin sárust. Svellakápunni stóru vatt hann um votar lendar, vaf ði að gleðitárum. ísperlur ef tir voru. Hanga í brjóstum hlíða, hanga við kinnar dala vatnstærar perlur vetrar, vindar um djásnin líða, láta þau hljóma, hjala, hringja með köldum rómi.- Nú er hélurós haustsins harðnaður vetrarblómi. 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.