Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 6
Konan kastalanum a f. Skólavörðuholt/na Hún liggur í rúminu í Landa kotsspítala, hvíthærð kona, í gipsi upp fyrir mitti- En það sem sængin ekki hylur, armar og andlit, er kvikt og líflegt og dökk augun brosandi. Og hún spjallar létti- lega. Þetta er eiginlega ekki sú mynd, sem ég hafði gert mér. af : frú Önnu Jónsson. Við, sem aldrei þekktum þau hjón, Éinar. Jónsson, myndhöggvara og frú Önnu, höf- um gjarnan lagt.okkur til mynd af alvarlega þenkjandi innilokuðu fólki, sem lifði fyrir listina og ekki blandaði auðveldlega geði við aðra. Og svo liggur hún þarna, þessi glaðlega kona og talar um hve leið hún sé yfir að missa svo marga mánuði frá störfum, einmitt þegar hún ætlaði að nota haustið og vet- urinn svo vel til að Ijúka við að skrásetja bókasafnið í Hnitbjörg- um og fara í gegnum öll bréf Einars. Það er æði tafsamt verk að fara í gegnum þetta allt, segir hún. . Frú Anna hafði verið að koma úr íríi frá Danmörku í ágústmánuði, út- hvíid og reiðu/búin til að taka til hendi, þegar hún hrasaði við að stíga út úr áætlunarbílnum frá Keflavíkurflugvelli ög hlaut brot við mjöðmina, sem svo greri ekki rétt og var brotið upp aftur. Þegar vikið er að sýnilegri lífsgleði hemiar og óþvinguðum tjáningarmáta, segist hún alltaf hafa haft létta lund og ætíð litið björtum augum á tilveruna. Einar gat ekki þolað að sjá mig niður- dregna. Þá byrjaði hann að reyna að fá mig til að brosa. Og auðvitað end- aði það alltaf með því að ég hló. Ég var miklu opnari og mannblendnari en hann. Þessvegna varð ég dálítið leið, þegar sameiginlegir vinir okkar gáfu sig lítið að mér eftir að hann dó. Ég þuríti svo á þeim að halda, og ég fór að hugsa um það hvort enginn hefði í launinni kært sig um að sjá mig, að- eins Einar. Svo komst ég seinna að því, að þetta var á misskilningi byggt. Allir héldu að ég kysi að fá að vera ein og í friPi. Ni I ú á ég það erindi við þessa átt- ræðu konu í rúminu, að fá að kynnast ofurlítið og kynna dönsku stúlkuna, sem hitti íslenzkan myndlistarmann laust eft- ir aldamót, beið hans í 15 ár meðan hann barðist við fátækt og leitaði sér frama, hfði síðan fyrir hann og með honum í steinkastalanum á Skólavörðuhæð í nær 40 ár og er nú að ganga frá í litla hús- inu í garðinum, þar sem þau bjuggu síðustu árin og hún ein nú. ¦.. — Hvemig ég kynntist Einari? Ja, ég heíi nú ságt frá því áður og'vil ógjarnan að fólk haldi að mér sé svo umhugað um að halda því á lofti, segir frú Anna. En 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- hún lætur samt tilleiðast að segja frá nýjársfagnaði íslenzka Stúdentafélagsins í Prins. Wilhelms Palæ í Kaupmanna- höfn um árarhótin 1901—2. Hún var þá 17 ára gömul og faðir hennar, hafði leyft henni að fara þang- að með danskri stúlku, sem trúlofuð var íslendingi, en á heimili þessarar stúlku haíðj Einar Jónsson einmitt búið. — Emar kom um miðnættið með Sigurði Eggerz. Ég var kynnt fyrir honum og hann bauð mér seinna upp í dans. Hann haf ði lært að dansa hjá tveimur gömlum dömum ; í Rosengaarden. Iðnnemarnir sem hann bjó þá með, voru sendir til þeirra til að fá á sig svolítinn heimsmannabrag. Þetta vöru piltar víðsvégar 'að af landsbyggð- inní og Einar lýsti því oft fyrir mér seínna, hve klossaðir þeir voru og hve skringileg þessi danskennsla hafði ver- ið. Jæja, yið dönsuðum fyrst vals og svo Lancier. Á einum stað átti að lyfta döm- unni upp. Einar hóf mig svo hátt, að piisin sveifluðust út í loftið og ég sagði möðguð: „Svona fer maður ekki með dömur". Oft stríddi Einar mér á því síðar, að ég hefði byrjað að ala hann upp fyrsta kvöldið. Seinna átti að vera sameiginlegt borðhald og Einar bauð að leiða mig til borðs. Ég sagðist vera upp- tekin, einhver íslendingur væri búinn að nefna við mig að vera hans borð- dama „Það skal ég sjá um", svaraði Einar, og hefur líklega haldið beint til mannsins og gengið frá málinu. Við spjölluðum svo mikið saman um kvöldið Qg Einar fylgdist með okkur, þegar vinkona mín og unnusti hennar óku. mér heim. En pabbi hafði sétt það skil- yrð; fyrir ballferðinni, að þau gættu min vel o.g skiluðu mér sjálf að dyr- unum. Pabbi var mjög strangur og ég var dauðhrædd við að svara játandi, þegar Éinar spurði hvort hann mætti koma og heimsækja foreldra mína. Strax kvöldið eftir kom hann svo. Mömmu og pabba leizt vel á hann. Ég var stein- hiss.4, þegar pabbi játaði því undir eins, er Einar spurði hvo^ hann mætti bjóða mér út. Hann sótti hljómleika og fór í óperuna, þegar hann gat. Það fyrsta, sem við sáum saman, var Faust. Um þetta leyti var Einar búinn að fá styrk- inn frá íslandi til ítalíufararinnar. Og um vorið fór hann og var í burtu í hálft annað ár. — Voruð þið þá heitbundin? — Nei, nei, hann sagði: „Anna litla, nú fer ég og ég veit ekki hvort við sjá- umst nokkurn tíma aftur. Framtíð mín e.r svo ótrygg og þú ert svo ung!" Þegar Einar kom aftur átti hann ekki grænan eyri og fékk vin sinn til að bjóða okkur báðum að borða fyrsta kvöldið. — Á hverju lifði Einar þessi árin? Seid; hann myndir? — Nei, stærri verkin seldi hann ekki. En hann gerði mannamyndir eftir pönt- un og af því lifði hann aðallega. En það nægði ekki til að hann gæti hugs- að til að kyænast. Góður vinur Einars, og hjálparhelíá, Thor Tulinius, kaup- maður, hjálpaði honum eftir Rómar- ferðina, Fékk hann,, inni á afdönkuðu eíliheimili . og byrjaði af : krafti að vinna. ¦ Ég hafði «.lært að sauma, Eftir Elinu Pálmadóttur því ég átti 6 yngri systur og átti að hjálpa til við að sauma á þær. Mamma stakk því upp á því við pabba, að hann gæfi mér saumavél og einhver húsgögn, svo ég gæti flutt að heiman og sett upp saumastofu. Ég leigði tvö herbergi o,g byrjaði að sauma fyrir fólk. Seinna kaus ég svo heldur að sauma á heimilum, því þá gat ég tekið frí stöku dag. Einar bjó ekki langt frá saumastofunni, og við vorum saman hvert kvöld og þegar ég gat. Ég vissi í hvíiíku basli hann átti og vænti ekki neins frekar. Þannig gekk það til 1914. —- Ekki hefur foreldrum yðar þótt það glæsileg framtíð fyrir dóttur sína. Reyndu þau aldrei að hafa áhrif á yður? — Jú, það gerðu þau reyndar. Ein- hverju sinni hafði pabbi haft orð á því við mömmu, hve einkennilega treg ég væri að tala um okkur Einar. Og mamma svaraði því til, að það væri ekki undarlegt, svo oft sem ég hefði komið heim geislandi glöð og haldið að r.ú væri áreiðanlega að snúast til betri vegar fyrir Einari, og svo alltaf orðið fyrir vonbrigðum. Á þessum árum reyndi Einar með öllu móti að skapa sér lífvænlega aðstöðu. Hann fór til Berlínar, því þar hafði verið skrifað svo vel um verk hans og hann reyndi að fara til Vínarborgar og London. En eins og þýzkur listdómari sagði við hann, hvert land hefur nóg með aS sjá sínum eigin listamönnum farborða. Þegar hann fór til Berlínar árið 1909, kvað hann upp úr með það, að nú yrð: að slíta þau bönd, sem bundu okk- ur. Honum fannst ekki rétt að standa í vegi fyrir mér lengur. Þannig stóð líka á, að hann átti ríkan meðbiðil. Einari geðjaðist að þessum manni og vissi að hann gat boðið mér allt, sem hann átti ekki sjálfur. Ég fór alltaf á sunnu- dögum til kirkju nálægt heimili foreldra minna og þangað kom þessi maður ávallt akandi utan úr sveit. Ég var ekki lofuð og hann hélt áfram að biðja mín. En mig skipti það engu. Einar var eitt áx í Berlín. Svo hittumst Anna yar, íyr|rmynd|n að konumynd eftlir, Elnar.«— LJðsm.t Ol. K. Mag/ ______ '_________.____________________------.—- 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.