Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 15
•mína, er mér að mseta. HERPRESTURINN: Við yður tala ég ekki. Tilgangur yðar er of augljós. (Við Courage.) En þegar ég sé yður veita friðnum viðtöku eins og hann væri einhver óþverradula, sem ekki væri hægt að snerta, þá fyllist ég heilagri reiði, því að þá sé ég, að þér viljið ekki frið, heldur stríð af því að þér græðið á því, en gleymið þá ekki heldur máltækinu gamla! Sá sem ætlar að samneyta fjandanum verður að hafa langa ausu. MUTTER COURAGE: Ég hef goldið stríðinu mitt, en það hefur ekki verið mér svo örlátt. Ég afbið mér a.m.k, hýenunafnið, við erum skilin að skipt- um. HERPRESTURINN: Hvers vegna eruð þér þá að harma að það er friður, þegar annað fólk andar léttara? Er það út af þessu gamla skrani þarna í vagninum? MUTTER COURAGE: Vörurnar mínar eru ekkert gamalt skran, heldur lifi ég á þeim og það hafið þér gert einnig fram að þessu. HERPRESTURINN: Sem sagt á stríðinu, einmitt! KOKKURINN (við herprestinn): I>ér hefðuð getað sagt yður það sjálfur, sem fullorðinn maður, að það á ekki að ráðleggja fólki. (Við Courage.) Undir þessurn kringumstæðum gerið þér bezt í því að losa yður við þessar vörur áður en að þær verða verð- lausar með öllu. Klæðið yður og farið strax af stað. Hér má engan tíma missa. MUTTER COURAGE: Þetta er mjög skynsamleg ráðlegging, ég held að ég geri þetta. HERPRESTURINN: Af því að kokkur- inn segir það! MUTTER COURAGE: Því sögðuð þér það ekki? Hann hefur rétt fyrir sér, það er bezt fyrir mig að fara á mark- aðinn. (Fer inn í vagninn.) KOKKURINN: Þar hafði ég betur, her- prestur. Þér eruð ekki nógu snar, að hugsa. Þér hefðuð átt að segja: Var ég að gefa yður ráð? Ég ræddi í mesta lagi um horfurnar! Þér skuluð ekki reyna að stofna til slagsmála við mig. Sliki 11 hanaat hæfði illa búningnum yðar. HERPRESTURINN: Ef þér haldið ekki kjafti, þá myrði ég yður, hvort sem það hæfir eða ekki. KOKKURINN (fer úr stígvélunum og tekur að losa fótvefjurnar): Ef þér væruð ekki orðinn dauðans aumingi, gætuð þér hæglega náð yður í brauð á nýjan leik. Menn þurfa ekki á kokk- um að halda, það er ekkert til að elda, en menn munu trúa eftir sem áður, þar hefur ekkert breytzt. HERPRESTURINN. Herra Lamb. Ég bið yður að bola mér ekki héðan. Síðan ég lenti í þessu basli hef ég orðið að betri manni. Ég gæti ekki prédikað lengur. (Yvette Pottier birtist, svart- klædd, hlaðin skartgripum, geng- ur við staf. Hún hefur elzt mikið, íitnað og er mjög förðuð. Þjónn fylgir henni.) YVETTE: Sælir þið. Er þetta hjá Mutter Courage? HERPRESTURINN: Rétt er það. Og hver gerir okkur þá ánægju að tala við okkur? YVETTE: Ofurstafrú Stahremberg, góðir menn. Hvar er Courage? HEIRPRBSTURINN (kallar inn í vagn- inn): Ofurstafrú Stahremberg vill tala við yður? MUTTER COURAGE: Ég kem strax. YVETTE: Ég er Yvette. RÖDD COURAGE: O, Yvette. YVETTE: Ætlaði bara að vita hvernig gengi! (Þegar hún sér kokkinn snúa sér íurðulostinn við.) Pétur! KOKKURINN: Yvette! YVETTE: Ja hérna, hvernig ert þú kom- inn hingað? KOKKURINN: t vagnalestinnl. HERPRESTURINN: Einmitt, svo að þið þekkizt? Náið? YVETTE: Það hefði ég haldið. (Virðir kokkinn fyrir sér.) Þú ert orðinn feitur. KOKKURINN: Þú ert ná heldur ekki tággrönn lengur. YVETTE: Það er a.m.k. gott að ég hitti þig, þorpari, þá get ég sagt þér hvaða álit ég hef á þér. HERPRESTURINN: Og dragið nú ekk- ert undan, en bíðið með það, þar til Courage kemur út. MUTTER COURAGE (kemur út með yður pfpuna. HERPRESTURINN. Og reykt úr henni! YVETTE: Það er gott að ég get varað yður við honum. Hann er sá vc/ .ti sem nokkru sinni hefur verið í Flandern. Hafði kvenmann á hverjum fingri og gerði þær allar óhamingjusamár. KOKKURINN: Það er svo langt síðan, það er varla s'att lengur. YVETTE: Stattu upp þegar dama talar til þín. Hvað ég elskaði þennan mann! Og samtímis hafði hann eina litla svarthærða í takinu, hún var hjólbein- ótt, hann gerði hana óhamingjusama líka. Helga Valtýsdóttir og Jón Sigur björnsson (herpresturinn) á æfingu allskyns vörur): Yvette! (Þær faðmast.) En hvers vegna ertu í sorgarbúning? YVETTE: Fer hann mér ekki vel? Mað- urinn minn, ofurstinn, lézt fyrir nokkrum árum. MUTTER COURAGE: Sá gamli sem ætl- aði að kaupa vagninn minn? YVETTE: Eldri bróðir hans. MUTTER COURAGE: Þá ertu ekki á flæðiskeri stödd. Þar er þó ein sem hefur haft eitthvað upp úr stríðinu. YVETTE: Það hefur nú gengið á ýmsu hjá mér. MUTTER COURAGE: Við skulum ekki tala illa um ofurstana, þeir vaða í peningum. HERPRESTURINN (við kokkinn): Ég mundi í yðar sporum fara aftur í skóna. (Við Yvette.) Þér lofuðuð að segja álit yðar á þessum herramanni, Ofurstafrú. KOKKURINN: Farðu nú ekki að koma illu af stað, Yvette. MUTTER COURAGE: Þetta er vinur minn, Yvette. YVETTE: Þetta er hann Pípu-Pétur. KOKKURINN: Engin uppnefni, ég heiti Lamb. MUTTER COURAGE (blær): Pípu- Pétur, Sá sem gerði allt kvenfólk viUaust. Heyrið þér, ég hef geymt fyrir KOKKURINN: Þér hef ég þó frekar orðið til gæfu, sýnist mér. YVETTE: Þegiðu, hryggðarmynd! Varið yður á honum, hans líkar eru hættu- legir fram í rauðan dauðann. MUTTER COURAGE (við Yvette): Komdu með mér, ég verð að losna við þetta dót áður en verðið fellur. Þú verður mér kannske innan handar hjá herdeildinni, þú hefur svo góð sambönd. (Kallar inn í vagnínn.) Katrín, það verður ekkert úr kirkju- göngunni, ég fer i þess stað á mark- aðinn. Ef Eilífur kemur, þá gefurðu honum eitthvað að drekka. (Fer með Ývette.) YVETTE (á förum): Að þessi líka mað- ur skyldi geta leitt mig afvega. Ég get aðeins þakkað það heillastjörnunni minni að ég hef náð mér aftur á strik. En að ég skuli hafa komið í veg fyrir íyrirætlanir þínar í þetta sinn, það verður reiknað mér til tekna hinum megin, Pípu-Pétur. HERPRESTURINN: Hér eiga við orðin: Myllur guðs mala hægt. Og þér berið yður upp undan sögunum mínum! KOKKURINN: Ólánið eltir mig. Frómt frá sagt, þá vonaðist ég eftir heitri máltíð. Ég er langsoltinn, en nú tala þær um mig og hún fær alrangar hug- myndir um mig. Ég held að ég komi 24. desember 1!)65 mér í burtu, áður en hún kemur aft- ur. HERPRESTURINN: Ég held það líka. KOKKURINN: Herprestur, ég hef þegar fengið nóg af friðnum. Mannkynið ver^ður að ganga í gegnum eld og blóð, því að það er syndum hlaðið frá blautu barnsbeini. Það vildi ég, að ég fengi aftur að brasa feitan hana handa höfuðsmanninum, guð veit hvar hann er niður kominn, með mustarðssósu og svolitlu af gulrótum. HERPRESTURINN: Með rauðkáli. Rauð- kál með hanasteik. KOKKURINN: Það er alveg rétt, öa hann vildi heldur gulrætur. HERPRESTURINN: Þetta var þöngul- haus. KOKKURINN: Þér borðuðuð alltaf með góðri lyst. HERPRESTURINN: Með ólyst. KOKKURINN: Þér verðið a.m.k. að við- urkenna að það voru herlegir tímar. HERPRESTURINN: Það get ég kannske viðurkennt. KOKKURINN: Eftir að hafa kallað hana hýenu, verður yður ekki vært hérna Iengur. Hvert leitið þér þá? HERFRESTURINN: Eilífur! (Hermenn, vopnaðir lensum, koma með Eilíf. Hendur hans eru i hlekkjum, 'hann er náfölur.). Hvað hefur komið fyrir þig? EILÍFUR: Hvar er mamma? HERPRESTURINN: Inni í bænum. EILÍFUR: Ég frétti að hún væri hérna. Þeir gáfu mér leyfi til að sjá hana að skilnaði. KOKKURINN (við hermennina): Hvað ætlið þið að gera við hann? HERMAÐUR: Ekkert gott. HERPRESTURINN: Hvað hefur hann til saka unnið? HERMAÐUR: Hann brauzt inn hjá ein- um bændanna. Konan dó. HERPRESTURINN: Hvernig gaztu gert þetta? EILÍFUR: Ég fór nákvæmlega að eins og í fyrra skiptið. KOKKURINN: En nú er friður. EILÍFUR: Haltu þér saman. Má ég setjast, þar til hún kemur? HERMAÐUR: Við höfum engan tíma til þess. HERPRESTURINN: I stríðinu var hann heiðraður fyrir þetta, hann sat til hægri handar höfuðsmanninum. Þá hét það dirfska! Væri ekki hægt að fá að tala við varðstjórann? HERMAÐUR: Það er tilgangslaust. Hvaða dirfska er það að ræna bónda búsmalanum? KOKKURINN: Það var heimsKu'legt. EILÍFUR: Ef ég hefði verið heimskur, þá væri ég dauður úr hungri, fiflið þitt. KOKKURINN: Og fyrir ÖU hyggindin, þá missir þú höfuðið. HERPRESTURINN: Við verðum a.m.k. að ná í Katrínu. EILÍFUR: Látið hana eiga sig. Náið held- ur í svolítinn snaps handa mér. HERMAÐUR: Það er enginn tími til sliks, komdu! HERPRESTURINN: Og hverju eigum við að skila til móður þinnar? EILÍFUR: Segið henni, að það hafi ekk- ert verið öðru vísi, segið henni að það hafi verið það sama. Eða segið henni alls ekkert. (Hermenn fara með hann.) HERPRESTURINN: Ég ætla að fylgja þér síðasta spölinn. EILÍFUR: Ég þarf ekki á klerki að halda. HERPRESTURINN: Það veiztu ekki ennþá. (Fer á eftir honum.) KOKKURINN: (kallar á eftir honum): Ég verð að segja henni það, hún vill örugglega fá að sjá hann! HERPRESTURINN: Þér ættuð ekki að segja henni frá neinu. í mesta lagi að hann hafi verið hér og komi aftur, e.tv. á morgun. Þá verð ég kominn til baka og get flutt henni sorgartíðind- in. (Flýtir sér burtu. Kokkurinn horf- ir á eftir honum, hristir höfuðið. Síðan gengur hann órólegur um. Framh. á bls. 17. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.