Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 18
í flugher Hans hátignar Haukur Hauksson spjallar v/ð Þorsfein Jónsson, flugstjóra Þegar ég innti Þorstéin Jóns son, flugstjóra, eftir því í nóvember sl. hvort hann væri ekki tilleiðanlegur að segja nokkuð frá ferli sínum í flugher Hans hátign- ar Georgs Bretakonungs á styrj- aldarárunum, var svarið: að nóg væri um þau mál búið að skrifa, — og skipti engu máli þótt styrjaldar- lokin ættu 20 ára afmæli á þessu ári. Er málið var sótt fastar, féllst hann á þetta, en með nokkrum skilyrðum þó. í>au byggðust aðal- lega á því, að ég færi með honum að Fornahvammi í Norðurárdal, og gengi með honum til rjúpna á Holtavörðuheiði. Og þar sagði hann frá því, sem á daga hans dreif á árunum 1940 — 1945, á meðan við stunduðum rjúpnastyrj- öld í Snjófjöllum, sem svo lauk að 44 rjúpur lágu í valnum. í>etta var 15. nóvember, og hittist svo skemmtilega á að þann dag átti Þorsteinn 25 ára flugáfmæli, og hvort heldur það var tilviljun eða ekki, fékk hann nákvæmlega 25 rjúpur, og tókst ekki að ná í fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Spjalhð um styrjaldarárin fer hér á eftir. E, I G hafði haft áhuga á því að læra að fljúga löngu áður en styrjöldin hófst, en kostnaður við það var þá svo mikill að ég réð ekki við hann. Þegar styrjöld- in skall á sá ég mér leik á borði að læra að fljúga mér að kostnaðarlausu. Ég var við nám í Menntaskólanum á Akureyri árið 1939, og hóf strax að sækja um upp- töku í brezka flugherinn. Fyrir þessu voru margar ástæ'ður, en vera má að metnaður hafi ekki minnstu um ráðið. Svo einkennilega vildi til að margir af skólabræðrum mínum voru heldur hlynntir Þjóðverjum á þessum ár- um og var oft þrætt um heimsmálin í okkar hópi. Flestir kunningja minna töldu öruggt að Þjóðverjar myndu vinna styrjöldina, en ég var ekki á sama máli. Raunar má vi'ð þetta bæta að ég er enskur í aðra ættina, og þrír af móður- bræðrum mínum féllu í heimsstyrjöld- inni fyrri. Ég man að skólabræður mínir sögðu að úr því að ég væri viss um að Þjóð- verjar myndi tapa styijöldinni, hví þá í fjandanum ég færi ekki í brezka flug- herinn, en um það hafði ég látið orð falia, og varð þetta kannske ekki hvað niinnst til þess a'ð ýta á eftir mér. Ég sótti upphaflega um inntöku í flugherinn gegnum Cook, ræðismann Breta á Akureyri. Hann skrifaði síðan til brezku ræðismannsskrifstofunnar í Reykjavík, og eftir nokkurn tíma bárust þau svör þaðan að því miður kæmist ég ekki að í brezka flughernum sökum þess að ég væri íslenzkur ríkisborgari. Er hér var komi'ð sögu var ég orðinn Staðráðinn í því að komast í flugherinn, svo ég sagði mig úr skólanum, fór suður og átti persónulegar viðræður við ræð- 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- Komið heim úr árásarferð ismannsskrifstofuna. Nfðurstaða þeirra viðræðna varð sú að ræðismannsskrif- stofan lofaði að skrifa til Bretlands fyrir mig og sjá hvað hægt væri að gera i málinu. A'ð nokkrum tíma liðnum barst síðan svar frá Bretlandi um að ekkert væri hægt að gera, því að ég væri hvorki brezkur ríkisborgari né pólitískur flótta maður. Um þetta leyti var föður mínum ljóst orðið a'ð mér var full alvara a'ð komast í brezka flugherinn og féllst hann á að hjálpa mér. Hann skrifaði síðan nokkr- um kunningjum sínum í Bretlandi, sem þar voru vel þekktir borgarar í ábyrgð- arstöðum, og bað þá reyna a'ð greiða götu mína. Þeir töluðu síðan við her- fiugmálaráðuneytið (Air Ministry) og fengu komið því til leiðar a'ð gerð var undantekning varðandi mig gegn því að þeir bæru ábyrgð á mér og gerðum mín- um. Nú, allt þetta þras hafði staðið í nær fellt 6 mánuði og það var ekki fyrr en i apríl árið 1940 að ég axlaði mín skinn og hélt til Bretiands með togaranum Óla Garða frá Hafnarfirði. Innrás Þóðverja í Frakkland og Niðurlönd var þá ekki hafin, sem kunnugt er. Áfangastaður togarans var Fleetwood og var ég svo óheppinn að við komum þangað á laugardegi. Mér hafði verið sagt að hafa samband við Commander Hawkridge í Hull, en hann átti ajS sjá um að koma mér í gegn hjá innflytjenda yfirvöldunum. Þennan laugardag vildi svo illa til að hann var ekki heima og ekki von á honum aftur fyrr en á mánu- deginum. Nú voru góð rá'ð dýr því að togarinn átti að leggja aftur frá Eng- landi á sunnudegi, en ekkert landvistar- leyfi fékkst fyrir mig eins og málum var háttað. Skömmu áður en togarinn átti að leggja úr höfn á sunnudegínum var landvistarleyfið enn ókomið, svo að ég hafði ekki í önnur hús a'ð venda en að læðast í land með tösku mína og þar faldi ég mig þangað til togarinn var f arinn. Þá gaf ég mig fram á lögreglustöðinni og skýrði þar frá hversu í pottinn væri búið. Mér var teki'ð mjög kurteislega og fékk að sofa þar í klefa um nóttina, en um morgunin ná'ðist í Commander Haw- kridge og þetta bjargaðist allt saman. Hawkridge fór með mig á ráðninga- skrifstofu flughersins í Hull og var ég skráður þar. Síðan þurfti ég að bíða í nokkrar vikur sökum pess að flugskól arnir í Bretlandi voru þá allir fullsetn- ir. Þar eð bi'ðin varð nokkuð lengri en ég hafði búizt við, þáði ég það með þökkum er mér bauðst að gerast óbreytt ur flugliði og vinna á flugvelli þar til bás opna'ðist í skóla. Svo skemmtilega vildi til, að ég var látinn vinna hjá 17. flugsveitinni á meðan á þessari bið stóð, en þegar ég lauk loks námi var þetta fyrsta flugsveitin, sem ég flaug með. Ég innritaðist í skólann í september 1940 og hóf þegar flugnámið. Var mér kennt á Tiger Moth og lauk ég sólóprófi á þeirri vél 15. nóvember það ár. Skólinn, sem ég stundaði nám vi'ð var í Mið-Englandi og að honum loknum var ég svo hepp- inn áð veljast til framhaldsnáms í orr- ustuflugi fremur en sprengjuflugi. Var ég þá sendur í orrustuflugskóla í Skot- landi og að námi þar loknu enn sendur á framhaldsskóla fyrir orrustuflugmenn, en í þeim skóla lærðum við að fljúga orrustuvélum sem þá voru almennt í notkun, svo og orrustuflugtækni yfir- leitt. í þessum skóla flaug ég bæði Hurricane og Spitfire orrustuvélum. Er ég loks útskrifaðist úr honum var fyrsta flugsveitin, sem ég flaug með, 17. flug- sveitin eins og áður er getið. Sú flug- sveit hafði þá aðsetur í Skotlandi og hafði aðallega það starf með höndum að veita skipalestum við austurströnd Bret- lands vernd. Með þessari flugsveit flaug ég Hurricane orrustuflugvél. MT VÍ er ekki að neita að þetta þótti mér heldur tilkomulítið flug, tilbreyting- arlaust og nánast lei'ðinlegt svo ég tólc að berjast með hnúum og hnefum fyrir því að fá mig fluttan suður á bóginn þar sem eitthvað var um að vera. Þar kom að því að yfirmennirnir ur'ðu leið- ir á suðinu í mér og ég var sendur suðureftir og hafnaði nú á flugvelli rétt fyrir utan London. Þar fékk ég Spitfireorrustuflug- vél, og flaug með 11. flugsveit, sem var mjög fræg sveit og er raunar enn. Til gamans má geta þess að 111. sveit er kölluð „Black Knights". eðaijfi,Sl5Bs'ltU9it{ riddararnir", og er m.a. listflugsveit brezka flughersins í dag. í þessari flug- sveit var ég í 2Vz ár og vorum við.yfir- leitt staðsettir á flugvöllum í kringum London og fórum í lei'ðangra yfir Frakk land og Niðurlönd í fylgd með sprengju- flugvélum. Auk þess vorum við að sjá!f sögðu til varnar London og nágrenni hennar. í september urðu enn þáttaskil og vor- um við þá sendir til Afríku er Eisen- hower gerði innrásina í Alsir og Mar- okkó. Við fórum með skipum til Gíbr- aitar og flugum þa'ðan til Algeirsborgar. Við vorum fyrsta flugsveitin, sem lenti þar aðeins örfáum timum eftir a'ð Þjóð- verar og Vichy-Frakkar fóru þaðan. í Afríku var ég þar til í apríl 1943. í Afriku áttu Bandamenn við Rommel að etja sem allir vita, og þar var mikið um að vera. Lengi vel framan af höfðu Þjóðverjar yfirhöndina í lofti, því að stutt var fyrir þá að fljúga frá Sikil- ey og ítalíu til stranda Norður-Afríku. Við fluttumst í áustur með hernum og höfnuðum að lokum alla lei'ð austur í Túnis.' Að þessu tímabili loknu var ég send- ur aftur til Englands í svokallaða hvíld og fékk þar þann starfa að.kenna við orrustuflugskóla. Að mörgu leyti var sú hvíld miklu hættulegri en flugið í víg- línunni! Sem dæmi má nefna, að einum flugnemanna tókst einhverju sinni a'ð taka helminginn af stélinu á flugvél rninni. Við vorum þá að æfa samflug, en hann fór of nálægt mér og setti með skrúfuna í stélið hjá mér. Mér tókst með naumindum að nauðlenda. JE AÐ þarf naumast að taka það íram a'ð ég varð fljótt leiður á þessu og tók að suða í yfirmönnum mínum um að fá að komast aftur í virka orrustu ----------------------------- 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.