Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 7
við aftur og þá var allt hik horfið. Ég fann að hann þarfnaðist mín og mér var nóg að fá að vera honum eitthvað. Svo eterkur sem Einar var, þá hafði hann þörf fyrir einhvern, sem hann gat ætíð treyst á. Ovo var það árið 1914, að Alþingi hafðí ákveðið að kosta verk Einars heim til íslands. Þau ætlaði hann að gefa lar:di sínu, en hann vildi ekki láta þau fara heim nema einhver staður væri til fyrir þau, svo þau lentu ekki bara í lélegum geymslum. Þá var ákveðið á Alþingi að veita 10 þús. kr. til að byggja yfir listaverkin. Og Einar þurfti að fara heim þess vegna. Um það leyti skall heimsstyrjöldin líka á. Þá spurði Einar mig, hvort ég vildi fara með sér til íslands. Ég hafði áður komið til landsins, sumarið 1911, þegar Einar var að vinna þar að minnismerki Jóns Kigurðssonar og gat boðið mér að koma. Eftir heimkomuna 1914 fékk hann tvö herbergi hjá Schou steinhöggvara á Vesturgötu 6. Þar málaði hann mikið, því hann hafði engan vinnustofu fyrir hóggmyndir. Ég leigði mér herbergi á Skólavörðustíg 6. Ég hafði tekið talsvert af útsaumi með, sem ég seldi, og ég saumaði líka fyrir kunningja. Og árið 1916 var byrjað að grafa fyrir safnhús- inu á Skólavörðuholti. Bæjarbúar höfðu komið til hjálpar og safnað 20 þús. kr. til viðbótar þeim 10, sem Alþingi veitti. Nöfn gefendanna eru skráð í safnhús- inu. — Hvernig leizt yður á þetta grýtta Skólavörðuholt, komin frá hinni rækt- uðu og gróðursælu Danmörku? — Það er satt, Kaupmahnahöfn var yndisleg borg. Þar sem við bjuggum, nálægt Löngulinu og Grönninger, voru hvarvetna fallegir garðar og mikill gróð- ur. En ég varð strax hrifin af Skóla- vörðuholtinu. Hvílikt útsýni til fjall- enna. En mikið grjót var þar, og eng- in byggð. Og það sem verra var, þetta var draslhaugur bæjarbúa. Fólkið í hverfinu fyrir sunnan og neðan hafði engan annan stað að demba á öllum úrgangi, og alls konar óþverra var dengt þar í hauga. Ég vatnaði stundum mús- wm yfir þessum ósköpum, eftir að við fluttum í húsið. Þegar við fengum í fyrsta sinn útlenda gesti, þurfti Einar eð fá tvo menn til að hreinsa í kringum húsið. — Hvenær gátuð þið svo gift ykk- tir? — Þegar Einar fékk, eða við trúðum á að hann væri búinn að fá pöntun frá Ameríku. Hann hafði gert model af Þor- finni karlsefni, en það átti að setja upp 6tyttu af honum og fleiri landnáms- mönnum í skemmtigarði í Philadelfíu. Einar var beðinn um að koma vestur og voru ferðapeningar sendir. Þá sagði hann: „Nú skulum við gifta okkur." Og svo giftum við okkur í gömlu Landa- kotskirkjunni á jónsmessunótt árið 1917 og héldum að enginn vissi það. En einhver hlýtur að hafa komizt á snoðir um þetta, því þeg- er við komum morguninn eftir um borð í skipið, sem átti að flytja okkur vest- ur, voru þar komnir beztu vinir okkar og fengu okkur að gjöf peninga, sem þeir höfðu safnað um kvöldið. Vasa- peningar komu sér vel, því yið átt- um ekki eyri. Þurftum þess reyndar ekki, því ferðin og uppihaldið átti að yera borgað fyrir okkur, skýtur frú Anna inn í. Ameríkuferðin var yndislegur tími og við lifðum lúxuslifi í tvö og hálft ár. Um leið og við stigum á land, tók ritari Scandinavian Americ- an Foundation á móti okkur og kom okk- ur fyrir á góðu hóteli. Á hverjum morgni var okkur færður silfurbakki með góðum morgunverði og á kvöldin var okkur boðið til kvöldverðar á glæsi- legustu hótelum New York borgar eða í veizlur á einkaheimilum. Og nærri dag- lega voru mér send blóm. Þetta var eins og að koma í annan heim. Á þessu 24. desember 1965 ____________________ gekk í þrjá mánuði. Loks spurði Ein- ar forseta Scandinayign American Foundation, dr. Leachj^ivernig á þessu stæði. Hann sæi aldrei neina reikninga, hver borgaði þetta allt. Og svarið var, að það fengi hann aldrei að vita. Sá sem það gerði vildi ekki láta nafns síns getið. Sömu gestrisni og velvildar nut- um við hvarvetna, og vorum oft boðin til dvalar á setrum auðkýfinganna á fögrum stöðum. Einnig ferðuðumst við til íslendingabyggðanna í Kanada. Lengi vorum við líka í listamannanýlendunni í Milton við Hudson-fljót. Þar höfðu llstamenn hvaðan æva að vinnustofur roeð íbúðum, en borðuðu saman. Og á l&ugardögum var komið saman til skemmtunar. Þar vildu þeir láta Einar - fá hús til frambúðar, þar sem hann gæti dvalið og unnið að list sinni. D, ' att ykkur aldrei í hug að taka slíku boði? — Nei, hei, svarar frú Anna, eins og þetta sé mesta fjarstæða. Verk Einars biðu heimflutnings í Danmörku og byrj- að var á húsinu á Skólavörðuholti. Ein- ar hafið skrifað heim og spurzt fyrir um hvernig verkið gengi, og fengið það svar að húsið væri svo gott sem búið. Hvað við urðum fyrir miklum vonbrigð- um við heimkomuna, eftir að hafa kom- i'ð við í Danmörku og gengið frá verk- um Einars til flutnings. Það var svo langt frá því að hægt væri að flytja myndirnar eða okkur inn í húsið. Þetta var ópússaður hússkrokkur, sem aldrei hafði verið hitaður upp og gluggarnir opnir. Sementið, sem keypt var fyrir gjafaféð, hafði verið notað \ grunninn undir pakkhús niðri í bæ, og sementið sem þurfti að kaupa í staðinn orðið 7 sinnum dýrara vegna stríðsins. Mið- stöðvarofnarnir höfðu legið úti á Holti í meira en ár. Hússkrokkurinn 'hafði svo staðið opinn, alls konar lýður kom- izt þar inn, og smiðir fengið leyfi til að vinna þar á daginn. Enginn hafði fjarlægt neitt af því drasli, sem hann bar að. Fyrsta verkefnið var að múr- húða veggi í litlu íbúðinni uppi, en þar fengum við setustofu og sitt herbergið hvort. Auk vinnustofunnar var niðri borðstofa og eldhús, en þangað var nú ekki viðlit að komast fyrst um sinn. Ég varð að biðja smiðina um vatn, bera það upp 50 tröppur og elda í her- bírgjunum. Verstur var kúldinn. Við fengum tvo ofna og reyndum að kynda 'þá, en rakinn var svo mikill, af því húsið hafði aldrei verið hitað, að skórn- ir undir rúminu okkar, urðu grænir af myglu. Ég fékk gigt og fór í rúmið. Og Einar veiktist líka. En við vorum komin í húsið og þetta smálagaðist. Ár- ið 1923 var hægt að opna safnið. Þarna bjuggum við svo í næstu 20 árin. Þegar allt var orðið fullt af höggmyndum og vinnurými Einars þraut, byggði hann álmu við húsið, þar sem hann fékk nýja vinnustofu, og við gátum flutt svefn- herbergin niður. Meðan við vorum ung, gerði það ekkert til þó 50 þrep væru upp til okkar. Einari fannst bara góð hreyfing að hlaupa tröppurnar. En eftir að hjartað tók að bila, var þetta of erfitt fyrir hann. Nokkru áður hafði Einar verið svo heppinn að fá pöntun frá Póllandi um höggmynd sem var vel borguð og hann gat byggt þessa nýju álmu við húsið. Þannig stóð á því, að auðug kona í Póllandi hafði séð mynda- bókina með verkum Einars og orðið svo hrifin, að hún bað mann sinn um að fá að kaupa verk eftir hann í nýtt stórhýsi, sem þau voru að láta reJFa sér. Skömmu seinna dó konan, drukknaði í baðkerinu. Maðurinn henn- ar skrifaði þá Einari og sagði að kon- an sín skyldi fá myndina, sem hana hafði langað svo til að eignast — á gröfina. Listamanninum gaf hann frjáls- ar hendur um það hvernig hún skyldi vera, og Einar gerði symbólska mynd um þessa drukknuðu konu. Þetta verk- Frú Anna sýnir Goldu Meir, fyrrv. utaiiríki.sráðlierra tsrael, safnáð. — Ljósm.: Þorv. Ágústss. efni kom sér semsagt einkar vel á þeim tíms. Þegar svo nýja álman við safn- húsið fylltist líka, var byggð önnur sams konar fyrir opinbert fé hinum megin. Þar fékk Einar þá beztu og björtustu vinnustofu, sem hann hafði um æfina. Og þar vann hann myrkranna á milli. H ¦ vernig eydduð þér deginum nieðan Einar var að vinna? Og hvað gerðuð þið þess á milli? — O - o, ég hafði nóg að starfa við að halda heimili og hreinsa. Stytt- ur voru vættar og alltaf nóg að þrífa. Svo reyndi ég að hjálpa Einari eftir föngum, m.a. með því að elta fyrir hann vax. Stundum komu gestir. Ég dáðist alltaf að því, hvernig Einar gat unnið meðan hann spjallaði við gesti. Það gerði hann þar til síðustu árin, eftir að hanr, veiktist, og þurfti meira að ein- beita sér við vinnuna. Á kvöldin lásum við mikið. Einar þoldi illa að rýna í hvít<, svo ég las oft upphátt. Við lásum til dæmis mikið af bókum um afreks- fólK í listum, og heimspekibækur las Einar sjálfur. Hann lék líka mikið á harmonium. Einar var mikill tónlistar- unnandi. Við hversu þröngan hag sem hanr bjó, lét hann alltaf eftir sér að haf'í á leigu harmonium. Við það sat hann löngum og gleymdi þá tímanum við að „improvisera", og vildi ég gjarn- an að það hefði verið fest á blað. Hljóð- færið, sem stendur nú í minni stofu i safninu, er gjöf frá tveimur dönskum vinum hans, tónskáldinu Ludolf Nielsen og Hans Nienstadt, framkvæmdastjóra. Þeir komu í heimsókn, er Einar sat við leigt harmonium og færðu honum nýtt að gjöf, því þeir vissu að hann hafði ekki úr miklu að spila. Því fylgdi koral- bók frá Ludolf Nielsen með áletruninni: „Kæri Einar, aldrei hefi ég notið gömlu sálmalaganna eins vel og þegar ég leik þau fyrir þig. Þinn vinur, Ludolf". Þannig eignaðist Einar hljóðfærið, sem veittj okkur svo margar ánægjustundir. — Þið hafið verið heimafólk, og ekki eytt miklum tíma í gleðskap og veizlu- höld? — Við fengum vini til okkar og sótt- um fámenn heimboð. En stórar veizlur sónum við ekki. Það hefði Einar ekki kært sig um. Og nú hlær frú Anna dátt og bætir við. — Við vorum reyndar ekki boðin í slík samkvæmi, svo það kom af sjálfu sér. En ég man að mig langaði mikið á þjóðhátíðina á Þing- völlum 1930 og talaði um það við Einari En hann hélt hann færi nú ekki að liggja úti í tjaldi og missa kannski heilsuna fyrir. Annars fórum við venju- lega þriðja hvert ár til Danmerkur og dvöidumst þar í 6 mánuði. Einar hafði aðslöðu til að vinna þar í vinnustofu vinar sins og það var yndislegur timi. Og á sumrin vorum við í sumarbústaðn- um okkar á Galtafelli, æskuheimili LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.