Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 8
JOLAVERS Eftir Símon Dalaskáld Nú byrjuð eru blessuð jól um ból heims nær og f jær, þá son Guðs f orðum sælust ól und sólu, mærin skær. í Betlehem var barn það f ætt með bjartan guðdómskrans, sem hefir allan heiminn f rætt um heljar skyldur manns. Og veitir öllu vernd og skjól og velur trúum gjöld, þess viður helgar stjórnar stól sín styðja kóngar völd. Vor Jesús Kristur, herra hár, er helgast sérhver jól, með Guði ríkir eilíf ár á æðstum veldis stóL Sem ofar stendur himnum hátt og hnatta f agri mergð, er lýsa tíðum lof tið blátt og langa þreyta ferð. Þann forðum brottu skjótt tók, steig á skæran veldis stól, hann f æddist stalli asna L Þá upp rann náðarsóL Sem englar lofa helgum hljóm, hvar hátign ríkir þrenn í gegnum leyndardjúpan dóm í duf ti líka menn. Við Drottins situr hægri hönd með himinskærum róm, og seinna yf ir lýð og lönd hann lætur ganga dóm. Minnst þegar varir koma kann með kraft og mikil völd í björtum skýjum himins hann, þá hver sín tekur gjöld. Ó, Jesús, þá mér ljáðu líkn við lífsins æðra skeið, og að ég verði sekur, sýkn þinn sára fyrir deyð. Og hreinsa af mér hverja synd og hennar þungu grönd, þíns hjartadreyra heilög lind, svo hólpin verði önd. Lát náðar skína skæra sól, sem skyggir margt á hér, svo fáir haldið jafnan jól ó, Jesús kær, hjá þér. Lbs. 2047, 8vo. Úrsyrpu Símonar Dalaskálds. — Vesfurklausfrib Framhald af bls. 3 hann gæti jafnvel flutt Vorrar frúar kirkju í ræðu sína ! Parísarborg. Einars. „Þar hugsa ég um það sem eg ætla að vinna. Og það er mikilvægast", sagði Einar oft. Þar skrifaði hann líka endurminningar sínar og annað. Áður en Einar dó, vorum við svo flutt í litla húsið í garðinum. Við nutum þá um tíma hjálpar danskrar stúlku, sem bjó þar hjá okkur, og ég hafði útbúið litla yndæla stofu fyrir okkur. „Nú er ég búinn að eignast borgaralegt heimili", sagði Einar þá oft í gamni. Úr gluggun- um var yndislegt útsýni yfir garðinn og trén, sem við höfðum ræktað. En við sáum ekki fjöllin, eins og úr gluggun- um okkar uppi í safnhúsinu. ,Og þarna hefi ég búið ein síðan Einar dó, í 10 ár. verið að ferðast, frú Anna. Og nú þarf ég að ljúka þessu verki. Einar hefur gert sér Ijóst, í hvers höndum öll hahs mál væru bezt geymd, er hann ritaði m.a. í bréfi til landa sinna 1933, er hann var veikur og bað þá fyrir konuna sína: „Engri manneskju sem henni á ég eins mikið að þakka. Frá fyrstu tímum er við höfum þekkzt, hefur hún alltaf ver- ið mér hin sanna elskurika og trúfasta sál. Engum öðrum en mér er kunnugt um það, hvað hún hefur offrað sér míkið fyrir mig og Iist mína — hvað hún með innilegri gleði hefur á allan hátt létt mér lífið, eytt sínum líkams m og sálarkröftum til að bera byrgðar mmar. Hennar líf hefur verið að gleyma sér og sínum fyrir mig og lifa fyrir mig og list mína. Það er einnig ósk mín, að konan mín — svo lengi hún kynni að óska þess, að hún fengi leyfi til þess, að vera í þessu gamla heimili voru, og að hún ein réði þar öllu með safnið og annað, sem húsi þessu tilheyrir, því enginn sem hún þekkir óskir mínar, og veit hvað list minni er fyrir beztu. Það er ósk min, að enginn án hennar vilja, breyti hvað list minni og heimili við- vikur. ....'* Mál hans og skilningur um þetta fyrir- heiti Krists til Natanaels fer allt í eina, átt, að sýna fram á það, að milli himins og heims eru boðberar, er flytja hugi mannanna hærra en þeir sjálfir ná og bera kraft þess hæsta, náð og skipanir nær þeim dauðlegu en þeir sjálfir einir sér gætu numið. Hann beitir skeytum sínum á brezka vísu til daglega lífsins hjá þessari þjóð, sem hlýðir á hami. Hann tekur aðal- mótbárur rithöfunda og annarra and- ans manna gegn trúnni á guð og boð- bera hans, rekur þær í fáum, kjarn- góðum orðum, hittir hyrningarsteinana undir röksemdabyggingum þeirra van- trúuðu og leggur þær í rústir. Innan þess ákveðna tíma og innan þess ákveðna efn. is, sem um er að ræða, lætur hann ekkert ósagt af því helzta, sem á að segja, og segir ekkert nema það, sem þarf að koma fram fyrst og fremst, í réttri röð, byggir ræðu sina fast, orð fyrir orð, eftir lögum listarinnar, með efnisskipt- ing, reisn og falli, talar til höfuðsin3 fyrst og svo til hjartans — talar með einu orði sagt eins og prestur á að tala yfir kristinni þjóð á vorum tímum. Hann lýkur ræðu sinni, og aftur svíf- ur lofsöngur gegnum steinkirkjuna með bergmáli um hvelfingar og hjörtu. Nú er sungið hátíðarlag eftir Handel, vold- ugt, meistaralegt tónamálverk af Mður- hljómi englasveitanna — og fólkið stendur upp og hlýðir á hann til enda. Svo streyma hundruð safnaðarins út gegnum göng steinkirkjunnar og blanda sér hljóð og alvörugefin saman við þús- undir strætanna. Ég fylgist með straumnum einn míns liðs, útlendingur- inn frá íslandi í stærstu borg heims — glaðari og hressari. Því ég hef verið í kirkju og heyrt prest. Sunnanfari júlí 1913. hafið — Og þér orðin áttræð? Já, já, ég skrepp til Danmerkur. Og svo hefi ég tvisvar farið til ítalíu. Einar ætlaði alltaf að fara með mig jþangað. Tvisvar vorum við komin af stað, en strönduðum í bæði skiptin í Danmörku. Ég lagði þvi land undir fót, eftir að ég var orðin ein. í Róm kom ég m.a. til Marie Dinesen, sem Einar bjó hjá, en hún rekur enn pension þarna. Og ég kom í vinnustof- una hans. Nú búa ekki lengur fátækir listamenn frá Norðurlöndum í vinnu- stofunum við Via Margutta, heldur ríkir Amerikumenn. ". ennan dag, sem ég sit við rúm frú önnu og fæ hana til að segja frá ævi sinni, hefur hún einmitt verið flutt til röntgenmyndatöku, og við erum búnar að spjalla í marga klukkutíma. En hún sýnir engin þreytumerki, aðeins áhuga á að komast sem fyrst heim í safnhúsið við Freyjugötu, til að ganga þar vel frá og ljúka því sem henni hafði verið trúað fyrir. — Einar var búinn að segja, að þegar hann væri hættur að hnoða leiriim, þá mundi hann fara að mála, og þegar það væri honum of- viða, að fara í gegnum bréfin sín og ganga frá bókasafninu. En hann vann í leir svo að segja til síðasta dags, segir 8 "lesbók morgunblaðsins- Krýiiingarstóllinn í kapellu Játvarðar góða í Westminster Abb ey, l>ví á 14. öld. frá 1300, sem notaður licfur verið við allar krýningar frá 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.