Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 17
 standa), þar af 5 konur. Kjörnir full- trúar, er Þingvallarfund sátu, voru hins vegar 38, að vonum eingöngu karlmenn. Ljóst er, að myndin er ekki einskorðuð við hina kjörnu full- trúa, því að auk kvennanna sjást þar karlmenn, sem voru ekki fulltrúar á fundinum, og einnig eru þar t.d. tveir sýslumenn eftir búningum að dæma, en aðeins einn sýsluma'ðúr var í tölu kjörinna fulltrúa. Þá má og sakna ýmissa kunnra fulltrúa á myndinnL En þótt myndin sé ekki einvörðungu af hinum kjörnu fulltrúum, eru þó margir og e. t. v. velflestir á mynd- inni úr þeirra hópi, og forseti fundar- ins þennan síðasta dág, Jón Sigurðs- son á Gautlöndum, er nálægt miðri mynd. Þjóðhátíðargestir skiptu mörg- um hundruðum, voru taldir ekki færri en þúsund, þegar flest var, en í skrá Jóns Borgfirðings um innlenda gesti eru á fimmta hundra'ð manns. Margir gestanna höfðu þó farið frá Þingvelli eftir brottför konungs dag- iiin áður. JrAR sem ljósmynd sú, sem hér birtist, er élzta ljósmynd af sögu- legum atburði íslenzkum, þar sera greina má ákveðnar persónur, og jafnframt elzta Ijósmynd íslenzk af mannsöfnuði á Þingvelli við Öxará, ér ekki vansalaust að leitast ekki við að þekkja sem flesta þeirra þrjátíu manna, sem á myndinni sjást. Jóhann- es Jónasson stud. mag. hefur því að undanförnu sýnt myndina ýmsum gömlum mönnum og borið hana saman við myndir í bókum og manna- myndasafni Þjóðminjasafns. Níu hinna þrjátíu þykja nú þekktir með yissu, en auk þess hafa allmargir aðrir verið greindir me'ð meiri eða ihihni vafa. Sennilega ætti að vera unnt að þekkja velflesta hinna þrjá- tíu af öðrum myndum, lýsingum eða tkynnum, ef afkomendur þeirra og , Juinnugir menn viðs vegar um land leggja málinu lið. Einnig er ekki ólík- legt, að fleiri eintök kunni að vera til af myndinni og nöfn þá e. t. v. skrifuð á bakið. Við greininguna mætti hafa stuðning af skrá um kjörna fulltrúa á Þingvallarfundi á 32.—33. bls. í riti Brynleifs Tobías- sonar, Þjóðhátíðin 1874, og skrá Jóns Borgfirðings um innlenda þjóðhátí'ð- argesti í sama riti, 108.—118. bls. Er hér með mælzt til þess, að þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu veitt um petta efni, sendi þær í bréfi til Les- bókar Morgunblaðsins, merktu Þjóð- hátíðarmynd 1874. J.IL þess að villa ekki hugsan- : lega um fyrir mönnum skulu hér að- eins taldir þeir níu menn, sem örugg- legast þykja rétt greindir: 7. Ólafur Thorlacius, verzlunarmað- ur í Stykkishólmi, (1837—1920). 8. Daníel Thorlacius, verzlunarstjórj ,., . í Stykkishólmi, (1828—1904). 12. Lárus Blöndal sýslumaður (1836 < < —1894). 13. Jón Sigurðsson, alþingismaður á Gautlöndum, (1828—1889). 14. Björn Jónsson ritstjóri (1846— 1912). 15. Steingrímur Thorsteinsson skáld .... ,,. (1831—1913). 16. Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri (1835—1917). 23. Friðrik Stéfánsson, alþingisma'ður ! í Vallholti, (1840—1917). , i 27; Séra Matthías Jochumsson. skáld, ,,.„ ,(1835—192Q). 24. desember 1965 — Mufter Courage Framh. af bls. 15. Að lokum færir hann sig nær vagninum.) KOKKURINN: Hæ, þér þarna. Viljið þér ekki koma út? Ég get svo sem vel skilið að þér séuð ekki dús við frið- inn. Ég er það eiginlega ekki heldur. Ég er kokkur höfuðsmannsins, munið þér eftir mér? Mér var að detta í hug, hvort þér hefðuð einhverja agnaröga matarkyns, þangað til hún móðir yðar kemur aftur. Ég hefði ekkert á móti s'piksneið eða þá brauðbita. Bara til að drepa tímann. (Hann lítur inn í vagninn.) Hún breiðir upp yfir höfuð. (Það heyrast fallbyssúdrunur). y_ MUTTER COURAGE (kemur hlaupandi; hún stendur á öndinni og er enn með vörurnar): Kokkur, friðurinn er þegar úti! Það eru þrir dagar síðan þeir fóru að berjast aftur. Ég var ekki bú- in að láta vorurnar þegar ég frétti það. Guði sé lof! Inni í bænum berj- ast þeir við >á lútersku. Við verðum strax að koma okkur af stað með vagninn. Katrín, taka saman! Því er yður brug'ðið? Hvað er að? KOKKURINN: Ekkert! MUTTER COURAGE: Víst, það er eitt- hvað. Ég sé það á yðiir, KOKKURINN: Það er þá líklega af því að það er komið stríð aftur. Nú getur það dregizt fram á annað kvöld, þar til ég fæ einhvers staðar heita máltíð. MUTTER COURAGE: Þetta er lýgL kokkur. KOKKURINN: Eilífur var hérna. Hann þurfti bara að fara strax aftur. MUTTER COURAGE: Var hann hérna? Þá sjáum við hann í fylkingunni. Ég ætla að fylgja okkar mönnum núna. Hvernig lítur hann út? KOKKURINN: Hann er svo sem eins. MUTTER COURAGE: Hann verður allt- af sá sami. Stríðið hefur ekki náð að ræna honum frá mér. Hann er hygg- inn. Ætlið þér að hjálpa mér að taka saman? (Hún tekur að pakka saman.) Sagði hann eitthvað í fréttum? Er hann innundir hjá höfuðsmanninum, núna? Nefndi hann einhverjar hetju- i dáðir? KOKKURINN (þungbúinn): Eina dáð hef ég heyrt, að hann hafi endurtekið. MUTTER COURAGE: Þér segið mér frá' því seinna. Við verðum að koma okk-j úr. ': (Katrín kemur fram.) Katrín, það er búið með friðinn. Við| tökum okkur upp. (Við kokkinn.)' Hvað verður um yður? ! KÖKKURINN: Ég læt skrá mig. MUTTER COURAGE: Ég sting upp á .:.. Hvar er herpresturinn? KOKKURINN: Inni í bænum með Eilífi.,! MUTTER COURAGE: Þá komið þérj með okkur spottakorn. Ég þarf hjálp^' KOKKURINN: Þessar sögur, sem húr^ Yvette___ 1 MUTTER COURAGE: Þær hafa ekki gert yður neitt verri í mínum augum.< Þvert á móti. Þar 'sem rýkur, er elda að vænta, segir máltækið. Ætlið þétj þá að koma með okkur? KOKKURINN: Ég neita því ekki. i MUTTER COURAGE: Tólfta herdeildii1 er þegar lögð af stað. Spennið yðuff fyrir vagninn. Hér hafið þér brauS4 bita. Við verðum að fara aftur fyrirí til þeirra lútersku. Kannske sé ég Eilíf minn strax í kvöld. Hann er mér kærastur af þeim öllum. Þetta var stuttur friður, og allt komið af stað á ný. (Hún syngur meðan kokkurinn ok i Katrín spenna sig fyrir vagninn.) Eibregzt, að stríðið börn sín næri j ef birgðir hefur — stál og blý. , Frá Úlm til Metz, frá Metz að Mæri ' i'¦<• Mutter,.Courage fylgir því. En stálið eitt ei stríði dugar það staðnár ef það fær ei menn, svo fylkið ungu ofurhugar til innritunar, og komið senn! | —LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.