Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 1
( M i»J.ikilvæg artöl, storstyrjaldir og úrsl:taorrustur 'hafa lön.gurn verið eftir- lætiS hugðarefni sagnfræðinga. Sum ár- töl eru einkar augljós — svo sem ártölin 14>Úk, 1776, 1914 og svo framvegis — það gat ekki farið framhjá þálifandi mennta- mönnum eða öðrum, að eitthvað stórt var að gerast, enda þótt þeir gætu ekki ailtaf séð fyrir afleiðingar atburðanna. Oftar er það hinsvegar svo, að meiri háttar sögulegir viðhurðir hefjast, án þess að nokkur veiti því eftirtekt — og það er ekki fyrr en löngu seinna, þegar menn taka að líta til baka, sem tekst að benda á ihið raunverulega upphaf. Þannig er því farið um árið eitt — Anno domini 1. í raun og veru er það eitt hið furðu- legasta meðal merkisártala sögunnar, því að enginn þálifandi maður, né þeir, sem lifðu næstu aldir, höfðu mdnnstu hu'gimynd um, að það væri árið 1. Hefði einhver talað um árið 1 hefði sá 'hinn sami eflaust átt við árið, sem heimur- inn var skapaður, að hans dómi, en ekki það, sem við eigum við með árinu Anno Domini 1. Hvernig var til dæmis fæðingarvott- orð, hjúskaparsamningur eða viðskipta- samningur dagsettur árið 1? Við þessari spurningu er ekki til neitt svar, því að í öilu daglegu lífi fólks voru notaðar tímasetningar hvers einstaks staðar fyr- ir sig. í viðskiptasamningi, gerðum í Róma- borg þetta ár, hefði verið tekið fram, að hann væri gerður í ræðismannstíð Gaiusar, kjörsonar Ágústusar og Emi- Höggmynd af Agúsiusi, keisara, gerð um það bil 20 árum fyrir Krists burð. liusar Pálusar, sonar Pálusar. Víða ann- arsstaðar hefði verið miðað við ríkis- stjórnarár þess, sem þá var við völd eða ártið einhverra emibættismanna eða presta. Okkur kann að virðast þetta filókið — við erum orðin svo vön sam- felldu tímatali, sem er hið sama víðast hvar í heiminuim. En amennt reyndist þetta ekki svo illa. Það voru aðeins lærðir menn, sem létu það angra sig — þeir, sem vildu fá nákvæm svör við spurningunni „hvað er langt síðan . . . . “ og svo framvegis, eða þeir, sem vildu samræma atburði í sögum Grikkja og Rómverja. Og fyrir þá voru til ýmis kerfi. í Rómaborg miðuðu fræðiimenn venjulega við stofnun borgarinnar, — árið, sem við nú köllum 753 fyrir Krist. 1 Grikklandi var miðað við fjögurra ára tímabilseiningar, Olympiuleikaárin og byrjað með fyrstu Olympáuleikunum árið, sem við nú köllum 776 fyrir Krist. Samikvæmt rómverska t'ímakerfinu var því árið 1 árið 754 Ab Unbe C'ondita — frá stofnun borgarinnar, en sam- kvæmt hinu gríska var þá fyrsta ár 195. Olympíuleikanna. Hvorugt kerfið var opinlbert og hver og einn fræðimaður var frjáls að því að velja á milli þeirra eða nota bæði í senn. Það er því engin fui*ða, þótt tekið hafi kristna menn langan tima að finna og kanna sitt eigið kerfi. Heiðurinn af því Timinn hefur Icikið illa basilíkuna, sem Agústus lét reisa til heiðurs minn- ingu Júlíusar Cæsars. Taldi Agústus þetta mannvirki hið merkasta, er hann lét rcisa á stjórnarferli sinum. átti austurlenzkur munkur, grískumæl- andi, Dionysius Exiguus, sem bjó í Rómaborg á fyrri hluta 6. aldar eftir Krist. Hann gerði ráð fyrir því, að Kristur hefði fæðzt árið 743 A.U.C. — Ab Urbe Condita, samkvæmt rómverska tímatalinu og kallaði það ár „fyrsta ár Dottins vors“ — „Anno Domini 1“. Öll ár, sem liðin voru, kallaði hann Ante Christum — fyrir Krist. En útreikningur Dionysiusar Exiguus var ek.ki fyllilega nákvæmur. Vitneskju um fæðingarár Krists er eingöngu að finna í guðspjöllunum, tveimur af fjórum, þ.e. Mattheusar guðspjalli og Lúkasarguðspjalii og þeim ber ekki saman. Hafi Mattheus timasett réttilega flótt- ann til Egypalands, hefur Jesús Krist- ui verið fæddur skömmu fyrir eða á síð- asta stjórnarári Herodesar konungs mikla, sem l'ézt árið 4 fyrir Krist. Ef á h:nn bóginn Lúkas tengir fáeðingu Krists réttilega við skrásetninguna: „Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.....“ -— þá ætd hann að hafa verið fæddur árið 6 eða 7 eítir Krist samkvæmt núgkdandi tíma- tali. Anno Domini 1 fellur að .hvorugri írásögninni. Engu að síður breiddist þetta t'íma- tal Dionysiusar smám saman út, fyrst í vesturátt, síðan í austur — og þó hægar þangað — en fyrr en varði náði það næstum til alls mannkyns. Árið 1 — hvað sem það svo var — varð merkis- ár. í augum sumra varð það .mikilsverð- sst ártal mannkynssögunnar. r TJ* erum ráð fyrir, að Jesús hafi verið fæddur í Júdeu árið 6 eftir Krist,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.